Ást og undirferli

Hryðjuverk
Hryðjuverk

Hryðjuverk

Published September 2018
Vörunúmer 9. tbl. 2018
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þar skall hurð nærri hælum.
Til allrar lukku voru engir gangandi vegfarendur nálægt húsaröðinni. Fáir heiðvirðir borgarar höfðu ástæðu til að vera á ferli í þessum hluta vestanverðrar Fíladelfíu. Þeir lítt heiðvirðu höfðu horfið þegar Derek og félagar birtust og skothríðin hófst.
–Hvaða upplýsingar fékkstu nú aftur um þennan stað, Derek? spurði Jon Hatton, sem líka skýldi sér á bak við bíl skammt frá. Jon var þrautþjálfaður í bardögum og meðferð vopna eins og allir viðbragðsfulltrúarnir hjá Ómega, en starfaði þó aðallega sem atferlisfræðingur í áfalladeildinni.
–Hvað er að, Jon? Manstu ekki hvernig á að nota byssuna? Eru allar greiningarnar farnar að bitna á bardagagleðinni? sagði Liam Goetz, félagi þeirra, sem skellti í góm og glotti. Liam var liðsmaður gíslabjörgunarsveitar Ómega og engum datt í hug að spyrja hann hvort hann kynni að fara með vopn. Liam hafði nánast fæðst með skammbyssu í hendinni.
–Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver áætlun væri fyrir hendi, önnur en sú að liggja í felum á bak við bíla þangað til vondu karlarnir verða skotfæralausir, svaraði Jon.
–Mér heyrist þeir reyndar eiga nóg eitthvað fram í næstu viku.
Skothríðin var ekki alveg eins linnulaus og áður. Fólkið í húsinu hugðist greinilega ekki ætla að drepa Derek og félaga, heldur bara halda
þeim óvirkum. Derek var hins vegar tekinn að þreytast nokkuð á þessu og orðinn gramur.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is