Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Bannvæn svikráð
Mason einsetti sér að taka betur eftir þegar aðstoðarmanneskja hans veldi dagsetningu á árlega haustferð fyrirtækisins á næsta ári. Það var frekar erfitt að leika örláta yfirmanninn á dánardægri óleysts morðs bróður síns. Aftur á móti, þá hafði hann kannski gott af þessari samveru og að búa til betri minningar á þessum degi. 13 kílómetra löng leiðin á milli Smokey-fjallanna rétt austan við Tennessee var stórkostleg. Það skemmdi ekki að ferðast um í átta feta löngum hestvagni og fylgjast með haustlaufunum leika um í golunni. Það var mikill munur á þessu umhverfi og heimabæ hans í Louisiana, þar sem allt var sígrænt með miklum mýrum og flóum og ekki fjall í augsýn. Það eina sem hafði bjargað geðheilsu hans var að flýja daglega áminningu um hans fyrra líf og flytja hingað. Líka að hafa geta ráðið fólk í vinnu sem hafði gengið í gegnum það sama og hann. Að gert var útum starfsferil þeirra innan lögregluembætta landsins vegna rangra eða ósanngjarnra ákvarðana ráðamanna. Fyrirtækið Riddarar réttvísinnar gaf þeim öllum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Banaráð
Manning fjölskyldan gekk út úr gjafavöruversluninni, þau voru í fylgd sex öryggisvarða, þeirra á meðal voru þeir Randy Faulk og Jack Thompson. Þeir höfðu verið samstarfsmenn Bishop þegar hann vann hjá leyniþjónustunni fyrir löngu. Með þeim voru þrír núverandi samstarfsmenn Bishop úr röðum Riddara réttvísinnar. Riddararnir höfðu verið ráðnir til að styðja við leyniþjónustuna á meðan á heimsókn þessa mikilvæga fólks til bæjar þeirra stóð. Honum var tilkynnt í gegnum heyrnatækin að búið væri að ná grunsamlega aðilanum og verið væri að yfirheyra hann. Það þýddi samt ekki að fyrrverandi forsetinn væri óhultur, miðað við slæmu tilfinninguna sem Bishop var með í maganum. Hann fylgdist með hinum grunsamlega aðilanum. Sá var ekki nálægt Manning og var ekki á leið í áttina að honum en Bishop var samt ekki rólegur. Það var eitthvað ógnvænlegt í loftinu. Bishop jók hraðann og skokkaði létt til þess að hafa í við þann grunsamlega. Maðurinn var kominn á svæðið sem var lengst frá forsetanum, þar sem minnsta öryggisgæslan var. –Svæði fimm, sagði hann í samskiptatækið. –Hver er að vakta það svæði? Það átti að vera að minnsta kosti einn að vakta það svæði en það svaraði honum enginn. Maðurinn gekk upp smá hæð og hvarf inn á milli tveggja verslana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á slóð raðmorðingja
–Dalton og Hayley söknuðu þess að sjá þig ekki í brúðkaupinu þeirra í síðustu viku, sagði Mason á meðan hann gekk við hlið hans. –Já, jæja. Ég hafði bara ekki tíma til að æfa nýjustu danssporin. Hann nam staðar við glerrennihurð og henti tómri bjórdósinni í endurvinnslutunnu. Þegar hann teygði sig eftir húninum hallaði Mason sér framhjá honum og hélt hurðinni lokaðri. Bryson blótaði. –Hvað viltu mér eiginlega? –Ég vil að þú komir og sinnir starfi þínu. Það kom nýr viðskiptavinur til Camelot í gær og hún bað sérstaklega um aðstoð þína. Hann hnussaði. –Heldurðu virkilega að ég trúi því að hún hafi beðið um úrsér genginn fyrrverandi atferlisfræðing hjá FBI svo hann geti klúðrað máli hennar og verið valdur að einn einu dauðsfallinu? Mason hallaði sér upp að dyrunum. – Þetta er ekki neitt smá samviskubit sem er að plaga þig eða ertu bara að svona fullur af sjálfsvorkunn? Hann benti á hjólastólinn. –Ef þú myndir hafa fyrir því að mæta í endurhæfingartímana þá værirðu löngu laus úr þessum. Góði vertu ekki svona undrandi á svipinn, það er ég sem greiði fyrir sjúkratryggingar þínar og sé það sem er rukkað fyrir. Það hefur verið skuggalega lítið rukkað fyrir sjúkraþjálfun upp á síðkastið. Þú hefur gefist upp Bryson, mín spurning er þessi: Hvers vegna?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekinn
Kaldir fingur Hayley héldu krampataki utan um skammbyssuna sem hún var með í jakkavasanum á meðan hún klöngraðist í átt að húsinu sem líktist meira kastala en sumarbústað. Ískalt regnið reif og sleit í hana, það var eins og það leitaði uppi bera húð hennar í refsingarskyni fyrir það sem hún var að fara að gera. Það var bara ekki í boði að hörfa til baka í jeppann sem hún hafði lagt hálfum kílómetra í burtu. Hún gat heldur ekki hugsað sér að snúa til baka í bílinn að svo komnu því þá myndi hún sennilega breytast í ísleðjustyttu. Var það samt ekki svolítið mótsagnakennt – að líta á heimili morðingja sem skjól? Elding lýsti upp yfirgnæfandi bygginguna með turnunum tveimur, Smokey fjöllin í Tennesse römmuðu svo umhverfið inn eins og póstkort. Það var virkilega fallegt þarna ef fólk kunni að meta kastalaumhverfið frekar en hefðbundna bjálkakofana sem dreifðust um hlíðar Gatlinburg. Það var meira að segja hægt að ímynda sér að þetta væri ævintýrakastali og hún álfaprinsessa og inni biði hennar myndarlegur riddari sem myndi bjarga henni, það er að segja þangað til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þagnarmúrinn
Samantha Vinvent gretti sig þegar hurðin á kaffihúsinu skall að stöfum fyrir aftan hana. Hún horfði út yfir dimma, mannlausa götuna í leit að bílnum sínum. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hve langt í burtu hún hafði lagt honum. Hitastigið hafði fallið umtalsvert frá því að hún kom á kaffihúsið. Kvöldloftið var býsna napurt. Hún gekk út á stéttina og vafði treflinum þéttar að sér til að verjast vindinum. Samantha hafði varið deginum í að skrifa á vinsælu bloggsíðuna sína, Einhver veit eitthvað, sem fjallaði um gömul, óleyst glæpamál. Tíminn hafði hlaupið frá henni. Nú voru verslanir lokaðar og flestir íbúar smábæjarins Gattenburg í Illinois farnir í háttinn. Ísköld golan feykti dökkleita hárinu hennar til og smaug inn fyrir opna ullarkápuna svo að hrollur fór um Samönthu. En það var ekki bara kuldinn sem henni þótti óþægilegur. Hún var enn í uppnámi vegna tölvuskeytis sem hún hafði fengið frá gamalli skólasystur sinni, Övu Jennings. Þær höfðu verið vinkonur í miðskóla og Samantha orðið heimagangur hjá fjölskyldu hennar á unglingsárunum. Ava bað Samönthu um að rannsaka dularfullt andlát bróður síns, Jacobs, en lögreglan hafði lýst því yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Minningar um morð
Jack Cowan rannsakaði mál morðingja, nauðgara og annarra úrþvætta á hverjum degi. Hann handjárnaði hvern einasta þeirra með ómældri ánægju. Hins vegar þótti honum grábölvað að geta ekki handtekið morðingjann sem hann langaði allra mest til að klófesta. Þennan dag gekk Jack út úr búningsklefunum í líkamsræktarstöðinni og sá hvar Ric Ortiz var að hlaupa á bretti. Brettið við hliðina á honum var laust. Gott. Ortiz var eina tenging Jacks við myrtu konuna og eina vitnið. Þar með var Ortiz líka eina von hans. Mennirnir tveir hittust svo sem nokkuð oft og Jack þurfti ekki að skipuleggja fundi þeirra. Í bæ eins og Leclaire var það algengt. Þó að bærinn væri meðal þeirra tuttugu fjölmennustu í Washingtonríki og þarfnaðist sárlega meiri löggæslu var hann líka svo lítill að kunningjar hittust oft af tilviljun úti í búð eða annars staðar. Til dæmis í ræktinni. Þeir Ric höfðu verið bekkjarbræður og saman í liði í knattspyrnu og hafnabolta. En svo hafði líf þeirra beggja verið lagt í rúst, hvort með sínum hætti
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg slóð
Það var erfitt að trúa því að svona mikil fegurð hefði að geyma ólýsanlega illsku. Rhea Reilly stóð í fjörunni við fjallavatnið þar sem tvíburasystir hennar, Selena, hafði horfið fyrir hálfu ári. Listrænt auga Rheu nam allt sem gat að líta. Yfirborð vatnsins sindraði eins og demantar undir fagurbláum himni. Við hinn enda vatnsins streymdi úr yfirfalli stíflugarðsins og í fjarlægð runnu skörðóttir fjallgarðarnir saman við himininn. Enn var snjór á hæstu tindum. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hana mest langað að mála af þessu öllu mynd, en ekki núna þegar um gat verið að ræða vota gröf systur hennar. Rhea vafði handleggjunum um sig, lokaði augunum og hlustaði á ölduna leika við steinana í fjörunni. Hún ímyndaði sér Selenu standa hérna kvöldið örlagaríka að skrifa skilaboð til Rheu
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Áleitin fortíð
Tunglið óð í skýjum og draugalegir skuggar fóru á stjá, en Vanessa Whitman stóð óhrædd fyrir utan kirkjugarðinn. Hún var sátt við liðna tíð, þar á meðal föður sinn sem hafði verið jarðsunginn fyrir tæpri viku. Ekki veitti henni af aðstoð við að henda reiður á arfleifð sinni, hvort sem það væri frá framliðnum eða lögfræðingum. Hún smeygði sér í gegnum þröngt gat á gerðinu umhverfis garðinn sem var staðsettur skammt vestur af Denverborg í Coloradoríki. Stóru kirkjugarðshliðinu hafði verið læst fyrir klukkustund. Samkvæt reglum garðsins áttu gestir sem komu eftir myrkur að láta vita af sér en þá reglu var Vanessa neydd til að brjóta. Grafkyrr virti hún fyrir sér óreglulegar raðir legsteina og krossa. Hún var alein í garðinum. Vindurinn þaut í laufi trjánna. Tunglið braust fram og sendi geisla sem vísaði Vanessu veginn. Hún hélt á niðursuðukrukku sem innihélt hluta af ösku föður hennar sem hún hafði tekið úr duftkerinu hans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Útlaginn
Dane Trask stóð aftast í hópnum og fylgdist með konunni sem var að ávarpa blaðamennina og borgarana. Fólkið stóð fyrir framan höfuðstöðvar úrvalssveitanna nálægt innganginum að Svartagljúfri í Gunnison-þjóðgarðinum. Lágvaxin, grönn kona í einkennisbúningi úrvalssveitanna hafði bundið dökka hárið í hnút í hnakkanum. Það fór henni ágætlega af því að hún var mjög fíngerð. Faith Martin, lögreglufulltrúi, minnti á ballettdansmey í dulargervi. Nokkrir lokkar sem vindurinn hafi kippt úr hnútnum milduðu yfirbragð hennar enn frekar. Hún reyndi að breiða yfir mýkt sína með því að standa bein í baki og tala með valdsmannslegri rödd. Þegar hún talaði lagði fólk við hlustir. Einnig Dane Trask. –Við erum enn að leita að Dane Trask og yrðum þakklát fyrir upplýsingar frá almenningi sem gætu orðið til þess að hann fyndist, heill á húfi, sagði hún. Nokkrir úrvalssveitarmenn og foringi þeirra, sem stóðu fyrir aftan Martin á málmpallinum sem reistur hafði verið við bygginguna, tvístigu og voru greinilega eirðarlausir. Allir höfðu þeir leitað að Dane svo vikum skipti. Hvað myndu þeir segja ef þeir vissu að hann stóð þarna á sólbökuðu bílaplaninu, tæpa fimmtíu metra frá þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf
Fikniefnalögregluþjónninn Mark Hudson, sem jafnan var kallaður Hud, var ánægður í starfi. Honum fannst gott að vera í starfi sem hann hafði trú á. Hann kom í veg fyrir að fólk gerði eitthvað slæmt og verndaði saklausa borgara. Nokkrir þeirra sem hann hafði tekið höndum höfðu meira að segja snúið við blaðinu og hann taldi sig hafa átt þátt í ákvörðun þeirra. Hins vegar hafði hann lítið gaman af að kljást við menn eins og þann sem stóð andspænis honum þessa stundina. Dallas Wayne Braxton var stór, herskár maður. Brotinn handleggur, tvö brotin rifbein, brotið nef og tvö glóðaraugu drógu aðeins lítið eitt úr baráttufýsn hans. Með bólgnum augum starði hann eins og reitt dýr, en röddin minnti á vælugjarnt barn. –Hann birtist bara allt í einu og réðst á mig, sagði hann við Hud og félaga hans í úrvalssveitinni, Jason Beck. –Þetta er stórhættulegur brjálæðingur. Þið verðið að stöðva hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.