Ást og undirferli

Skotmarkið
Skotmarkið

Skotmarkið

Published Nóvember 2022
Vörunúmer 105
Höfundur Juno Rushdan
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Wendy Haas hló að daðurslegri athugasemd fylgdarmanns síns og leit yfir mannþröngina í móttökusalnum. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún kom auga á vandræðin holdi klædd. Hún náði varla andanum. Sá sem starði á hana var enginn annar en Jagger Carr. Eini maðurinn sem gæti sett líf hennar allt úr skorðum enn og aftur. Skollitað hár hans var stuttklipptara núna og hreinlegra. Andlit hans var að hluta í skugga en það sást að hann hafði elst. Hann var herðabreiðari og hávaxnari en hana hafði minnt. Á því lék enginn vafi að þetta var Jagger, en hvernig gat staðið á því? Hann átti að sitja inni, hann hafði fengið fimmtán ára fangelsisdóm fyrir morð. Morð sem ekki hefði verið framið ef þau hefðu ekki verið saman. Fangelsisdóm sem var henni að kenna. Hann hataði hana alveg jafn mikið og hún hataði hann. En hvernig vogaði hann sér að vera undir sama þaki og hún, horfast í augu við hana en segja ekki orð? Ekki einu sinni hreyta í hana ónotum. –Heyrðu elskan, er allt í lagi? spurði Tripp Langston, sem var ástmaður hennar öðru hvoru. –Þú lítur út eins og þú hafir séð draug. Það var ekki fjarri lagi. En draugur úr fortíðinni ætti varla að vera hættulegur þótt Jagger, í eigin persónu og frjáls ferða sinna, gæti reynst henni skeinuhættur.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is