Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana. Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju. Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra. Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra. Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra. Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á
Fram að þessu hafði lífið ekki gefið Rebeccu Stone ástæðu til að trúa á losta við fyrstu sýn, hvað þá ást. Heilbrigð skynsemi var henni fremur að skapi. En þennan dag fór hún að trúa. Á lostann, að minnsta kosti. Henni var funheitt á næmustu svæðum líkamans eins og hún væri táningsstelpa að bíða eftir að fá koss frá aðalsöngvara strákahljómsveitar. Það var magnað, ekki síst vegna þess að fáeinum sekúndum áður höfðu hormónarnir hagað sér eins og venjulega hjá hinum þrjátíu og sjö ára gamla enska lækni, sem var raunsær að eðlisfari og í ástarsorg. Hún leit niður á geirvörturnar sínar. Jamm. Þær fundu þetta greinilega. Sjávarhitinn var fullkominn og ekki hægt að kenna honum um stinninguna. Léttu bárurnar undir brimbrettinu hennar höfðu ekki neikvæð áhrif heldur. Þær voru að minnsta kosti skárri en þeytivindan í þvottavélinni hennar. Hana hafði hún reyndar bara prófað einu sinni. Í tilraunaskyni, að sjálfsögðu. Allt fyrir vísindin. Hún horfði aftur yfir á ströndina og leitaði að manninum sem hafði kveikt svona eftirminnilega í henni. Þarna var hann. Ja, hérna! Að vísu var hann allfjarri henni og hún gleraugnalaus, þannig að órarnir léku í rauninni stærra hlutverk en veruleikinn. Ef guðirnir voru hávaxnir, svarthærðir, með gullna húð og flúr á réttum stöðum var hún tilbúin að taka á móti þeim.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Það brakaði í gömlum viðnum undir hné Jonah Watson alríkislögreglumanns sem beygði sig niður til að athuga undir stóla kviðdómsins, sem von var á hvað úr hverju. Í dómshúsinu voru 34 réttarsalir. Hann og fjórir aðrir samstarfsmenn hans í alríkislögreglunni voru að yfirfara allar aðstæður í réttarsalnum áður en rétthöldin hæfust. Enduruppbygging gamla dómshússins í Multnomah sýslu hafði tekið sjö ár og átti nú að vera aðalvettvangur réttarhaldanna yfir Bomber sprengjuaðilanum. Rosalind Eyler átti að mæta fyrir rétt til að svara til saka fyrir sprengingarnar fjórar sem höfðu átt sér stað um alla Portland borg þar sem 32 saklaus fórnarlömb höfðu tapað lífinu. Umstangið og fjölmiðlafárið vegna þessa stóra máls í réttaumdæmi Oregon fylkis var þegar hafið. Mótmælendur höfðu þegar komið sér fyrir við dómshúsið til að styðja átrúnaðargoð sitt og fjölmiðlar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Desmond Gallagher, sem ævinlega var kallaður Des, stundi þungan þegar hann starði á litríku glerbútana sem lágu á vinnuborðinu hans. Þriðja daginn í röð var hann kominn út í rúmgóðu hlöðuna sína, sem nú þjónaði hlutverki verkstæðis en hafði áður verið skrifstofa, og gerði ekki annað en að sitja og stara. Rispurnar og rákirnar á borðplötunni sýndu svo ekki varð um villst að þarna fór ýmiss konar vinna fram. Bara ekki þennan dag. Og heldur ekki daginn áður. Hann neri á sér skeggbroddana. Yfirleitt dugðu glerbrotin á borðinu til þess að hann fengi hugmynd, jafnvel þótt hann hefði ekki neina sérstaka hönnun í huga. Verkefni dagsins var ófullgerð, steind rúða sem hægt væri að setja í gluggaop eða ramma inn og hengja upp eins og málverk. Rúðurnar voru ávallt vinsælar, en það sem hafði mest gaman af þessa dagana var að vinna verk úr brotnu gleri. Hann mölvaði glerið sjálfur og naut þess síðan að raða brotunum saman og búa til eitthvað nýtt og betra úr þeim. Þó að hann hefði leikið sér að því að búa til smáhluti úr blásnu gleri lét hann stærri verk eiga sig, enda þurfti fleiri en einn til þess að skapa þau. Það stíflaði sköpunargleði hans að þurfa að hugsa um verkefni. Bestu verkin urðu til þegar heilinn sendi fingrunum milliliðalaus skilaboð og hann raðaði brotunum saman án þess að hugsa sérstaklega um útkomuna. Það var í rauninni fáránlegt, en með þessu móti hafði hann getað séð fyrir sér alllengi. Hann var ekki auðugur en átti fyrir salti í grautinn og tekjurnar komu sér vel til viðbótar við örorkubæturnar frá hernum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Alison Hill stakk Bonnie, dóttur sinni, undir burðarskýluna og gekk hröðum skrefum í kaldri morgungolunni. Aprílmánuður í Kentucky var fallegur en kaldur og Allison þurfti að sinna svolitlu áður en hún fór inn. Mason nágranni hennar, eldri maður, var vanur að koma út á veröndina þegar hann heyrði bílinn hennar koma eftir malarveginum en hélt sig inni í dag. Hann hafði ekki komið til dyra þegar hún bankaði og síminn hans var á tali. Mason var einn af fáum sem Allison þekkti sem var ennþá með heimasíma og þar að auki veggtengdan. Hann neitaði að stilla símann þannig að hann væri látinn vita ef einhver væri að reyna að hringja meðan hann var að tala í símann því hann sagðist ekki geta talað við nema einn í einu. Franny dóttir hans, sem bjó í Minneapolis og hafði sífelldar áhyggjur af pabba sínum eftir að hann fékk hjartaáfallið, var yfirleitt sú eina sem hringdi í hann. Allison flýtti sér meðfram húsinu og inn í skuggsælan garðinn bak við húsið til að gefa hænsnunum og taka eggin úr hænsnakofanum. Hún hafði lofað Franny að sjá um þetta meðan Mason var að jafna sig. Annar fjölskylduvinur sá um að slá garðinn og sinna honum. Hún heyrði niðinn í ánni í bland við goluþytinn þegar hún nálgaðist hænsnakofann. Jörðin var mjúk og blaut eftir rigninguna kvöldið áður og Allison lagði handlegginn um Bonnie þegar hún fann að golan var að aukast og dró húfuna betur yfir ljósar krullurnar. Hún átti ekki nema örfáa daga eftir af þriggja mánaða fæðingarorlofinu og var strax farin að sakna þess að eyða tíma með henni. Sem betur fór vann hún á dagheimili sem þýddi að það yrði ekki langt á milli þeirra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Alyssa Haxel vaknaði til meðvitundar og fylltist skelfingu þegar hún komst að raun um að hún var innilokuð í litlu rými. Höfuðverkurinn varð allt að því óbærilegur þegar hún barðist við að reyna að muna hvar hún var og hvers vegna hún var þarna stödd. Hún fálmaði í kringum sig og þrýsti á veggina á allar hliðar til þess að kanna hvort þeir gæfu eftir. Efnið í þeim sveigðist þegar hún ýtti á þá en veggirnir gáfu ekki eftir. Þá hóf hún að þreifa eftir sprungum þar sem hún gæti mögulega náð handfestu en hreyfingarnar ollu henni sársauka. Hún gerði tilraun til að rétta úr fótleggjunum en tókst það ekki almennilega vegna þess hve lítið rýmið var. Hvar var hún eiginlega stödd? Hvað hafði eiginlega komið fyrir hana? Af hverju var lokuð inni í þessu litla rými? Hugur hennar var í þokumóðu og nístandi höfuðverkur hvolfdist yfir hana þegar hún reyndi að muna. Það var svartamyrkur allt í kringum hana. Hún gat engan veginn munað hvar hún hafði verið eða hvað hún hafði verið að gera áður en hún endaði hér... hvar sem hér nú var. Höfuðverkurinn versnaði þegar hún reyndi að rifja það upp. Magakrampi fékk hana til þess að hnipra sig saman og draga fótleggina nær kviðnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Bæði upplitaði, blái bíllinn og eigandi hans, hin holdgranna og hörkulega Reggie Lamb, voru farin að láta á sjá. Hún pírði augun og leit yfir hóp komufarþeganna á Tallahassee alþjóðaflugvellinum. Sólin og lífið höfðu markað djúp för í húð hennar og ljósu krullurnar voru orðnar gráar. Hún var bara 49 ára en leit út fyrir að vera minnst áratug eldri. Eða svo fannst Theu Lamb sem fylgdist með henni úr hópnum. Svo skammaðist hún sín fyrir dómhörkuna. Hún hafði ekki lagt ferðina á sig til að veltu sér upp úr göllum móður sinnar heldur af því nú hafði annað barn horfið í bænum Black Creek í Flórída og Thea hafði flogið frá Washington DC til að hjálpa við leitina. Black Creek. Heiti heimabæjar hennar passaði ágætlega inn í þungbúið landslagið við landamæri Flórída og Georgíu. Svæðið var það syðsta í Sólskinsríkinu en Thea hefði frekar kallað það myrkt en sólríkt. Stór svæði skógarþykknis breiddu úr sér ofan á neðanjarðarneti hella og uppspretta. Þetta var staður sem þaggaði niður óp og faldi bein að eilífu. Lykt af mosa og eðju, þefurinn úr martröðum hennar, sótti á Theu svo hún dró andann djúpt og kæfði hann með flugvélaútblæstrinum. Fyrra barnið sem hvarf, fyrir 28 árum, hafði verið Maya, tvíburasystir hennar. Henni hafði verið rænt úr herberginu sem þær sváfu báðar í. Minningarnar um þá nótt sóttu að henni og hún þurfti að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók