Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana. Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju. Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra. Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra. Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra. Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað á
Stacy Williams, yfirvarðstjóri í slökkviliðinu, steig út um afturdyrnar á brunabílnum um leið og hann stansaði við innkeyrslu sjúkrabíla við spítalann í Key West. Með henni í för voru flestir manna hennar. Aðeins örfáir höfðu orðið eftir á slökkvistöðinni til að sinna neyðarútköllum, eins og verklagsreglur kváðu á um. Hinir voru þangað komnir vegna þess að einn úr hópnum lá á börunum þennan dag. Hún rölti á eftir sjúkraflutningamönnunum sem ýttu börunum á undan sér. Á þeim lá Reed Parker, varaslökkviliðsstjóri. Stacy gat ekki horft framan í náfölan manninn. Hann hafði verið í slökkviliðinu í tvo áratugi og helgað líf sitt björgun hinna ágætu íbúa Key West. Þennan dag var það þriggja barna faðirinn sem þurfti á björgun að halda. –Hvernig hljóðar samantektin? spurði læknirinn á bráðamóttökunni þegar bráðaliðarnir óku sjúklingnum inn. Stacy horfði stöðugt á Reed og lét ekki ysinn á slysadeildinni, sem barst út um dyrnar í hvert sinn sem rennihurðin hreyfðist, trufla sig. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður í Kew West, svaraði annar sjúkraflutningamaðurinn, Jackson Durand að nafni. –Hann kastaðist af mótorhjólinu sínu og missti meðvitund. Opið beinbrot á vinstra læri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Hann var enn myndarlegri en vanalega með svitann perlandi í gegnum dökka skeggrótina. –Ég er nokkuð viss um að tilraun til morðs sé ekki í starfslýsingu minni. Djúp röddin kitlaði löngun hennar til hans. Hann sendi henni bros sem hún fann fyrir alveg niður í mjaðmir. –Þú hafðir rétt fyrir þér varðandi það að ég hef verið að gera þér of auðvelt fyrir. Hann strauk löngum hárlokk sem hafði losnað úr taglinu á bak við eyra hennar. Snerting fingra hans sendi fiðrildi í maga hennar eins og hún væri enn unglingsstúlka en ekki þroskuð raunsæ 32 ára kona. –Þú þarft að þekkja hvernig það er að fyllast ótta og hræðslu til að geta sýnt réttu viðbrögðin í raunverulegum aðstæðum. Nick hafði verið akkeri hennar í gegnum þessa myrku tíma, kennt henni sjálfsvörn og orðið henni kær vinur. Staðfastur, gáfaður og kynþokkafullur vinur sem hún gat ekki hætt að hugsa um að skríða upp í rúm með. Ted Zeeman rölti inn í bílskúrinn og pikkaði á fartölvu í leiðinni. Gamli góði Ted sem hafði alltaf lag á því að trufla Nick og Lori rétt áður en þau gerðu eitthvað sem talist gæti óviðurkvæmilegt. Lori stóð upp og bauð Nick höndina til að hjálpa honum á fætur. Hann þáði það þó hann þyrfti ekki aðstoð hennar, reis á fætur og dustaði af sér. Hann var um einn og áttatíu á hæð en kraftlegur vöxturinn gaf til kynna hversu hættulegur hann var. Hún ýtti frá sér hversu fáránlega skotin hún var í McKenna alríkisfulltrúa. Ef að hún dróst að honum þá var næstum öruggt að hann væri ekki góður gæi inn við beinið. Slæmir gæjar færðu henni ekkert nema hjartasár og hver einasti maður sem hún hafði laðast að hafði skilið hana eftir í sárum. Hún var ekki í leit að fleirum. –Ertu farin að kvíða fyrir stóra deginum á morgun? spurði Ted. Að bera vitni í Alríkisdómstól landsins gegn tengdaforeldrum sínum fyrir milljóna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Þakka þér fyrir, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Annie Morgan horfði í tárvot augu konunnar sem hafði stöðvað hana á ganginum á lögreglustöðinni. –Frú Milkin, sagði hún og tók í höndina á Bonnie. –Við erum þér þakklát fyrir að vilja tala við fólkið í strokubarnateyminu og vera svona hreinskilin. Það hlýtur að vera þér óbærilegt að þurfa að rifja upp sonarmissinn. En ég fullvissa þig um að það sem þú hefur sagt okkur, öll litlu einkennin sem oft fara framhjá fólki, hjálpa okkur að bjarga mannslífum. Annie hefði getað bætt ýmsu við, til dæmis því að ellefu löggæslustofnanir í sunnanverðri Kaliforníu stóðu að þessari sameiginlegu sérsveit, sem hafði það meginhlutverk að finna þessi börn, hjálpa þeim og vernda þau. En það hafði allt komið fram á morgunfundinum skömmu áður. Hún þurfti að fara á annan fund í San Díegó þennan ágústmorgun. Hún kveið honum en var jafnframt vongóð. Það yrði ekki auðvelt að sjá fyrrverandi eiginmann sinn í fyrsta skipti í tíu ár, en vonandi þess virði. En hvað sem öllum fundum liði myndi hún gefa Bonnie tíma. Hún renndi fingrunum gegnum stutta, ljósa hárið. –Þú ert gott dæmi um móðurina sem mig langar til að verða. Þú helgar þig syni þínum. Það er augljóst af öllum tilraunum þínum til að reyna að hjálpa honum og útvega honum aðstoð. Ást þín var stöðug og skilyrðislaus þrátt fyrir fíknina sem ekki vildi sleppa af honum tökunum. Og í dag heiðrarðu minningu hans með því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. –Áttu engin börn? spurði Bonnie og rölti hægt í átt að lyftunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Okkur er það mikil ánægja að bjóða þér í ... –Þetta hlýtur að vera grín. Conor Wildman renndi augunum yfir boðskortið í brúðkaupið. Upphleypt bleik hjörtu og fjólubláir borðar skreyttu pappírinn og litla spjaldið með upplýsingunum um hvert átti að senda svarið við boðinu. Þetta hlaut að vera grín. En var það ekki. Kærastan hans fyrrverandi var ansi ósvífin að bjóða honum í brúðkaupið sitt. Ennþá ósvífnara af téðri fyrrverandi að ætla að giftast fyrrum besta vini hans. Hann var ekki bitur. Conor hnussaði, fékk óvart heitt kaffi upp í nefið, og blótaði. Já, svona vel leið honum við að sjá nöfn Joe og Lisu saman, eins og þegar heitur svartur drykkur brennir nasaholurnar. Hann hefði átt að leyfa pósti gærdagsins að liggja á bekknum og skoða hann eftir vinnu í kvöld, eða eftir drykk eftir vinnu sem var enn betra. Nei, hann hefði átt að henda fölbleika umslaginu í ruslið og fara svo beint á barinn þar sem hann og vinir hans í lögreglunni voru vanir að hittast. Heimilisfang sendandans hafði ekki verið á umslaginu til þess að hann myndi ekki henda því beint í ruslið. Ef hann hefði verið búinn að fá kaffi hefði hann kannski rekið augun í að umslagið var sent frá Arlington, Virginiu, en hann var nýkominn úr morgunsturtunni og rétt búinn að hella í fyrsta kaffibollann svo minningin um það sem hann hafði glatað undanfarin tvö ár náði að koma honum á óvart. Það skipti ekki máli þó að hann skildi alveg ástæðuna fyrir því að Lisa sagði honum upp. Of margar lygar sem hann varð að segja, of margar nætur í vinnu þegar hann vann hjá vitnaverndinni. Það var samt sárt að vera sagt upp og röksemdirnar gátu ekki dregið úr sársaukanum við að fá
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Það er ástæða fyrir því að ég fór snemma á eftirlaun, tautaði Glenn um leið og hún gekk burt. Lindsay skildi hann vel. Félagsráðgjafar kulnuðu fljótt og hratt í starfi, einkum þeir sem voru í fremstu víglínu. Kannski var tímabært fyrir hana að huga að því að skipta um starf og fá sér vinnu þar sem hún þurfti ekki að horfa upp á börn með fjólubláa marbletti, glóðaraugu og skörð í munni þar sem hnefar höfðu slegið úr þeim tennurnar eða ungar stúlkur sem geymdu hræðileg leyndarmál. Hún botnaði ekkert í því að Glenn skyldi hafa þraukað í öll þessi ár. Hún dáði hann og var fegin því að hann skyldi enn koma við á skrifstofunni annað slagið þó að hann væri hættur að vinna til þess að heilsa upp á fólkið og styðja þau sem voru sérlega gröm eða beygð. Þegar hún var komin á spítalann hélt hún beinustu leið að slysadeildinni, þar sem hún fékk að hitta Shane. Margoft hafði hún séð börn og unglinga sem voru illa á sig komin eftir barsmíðar, en áfallið var engu að síður það sama í hvert skipti. Andlitið á Shane var svo bólgið og marglitt að hún ætlaði ekki að þekkja hann. En þrátt fyrir áverkana og þjáningarnar brosti hann við henni. Hann virti hana fyrir sér með auganu sem hann gat enn opnað. –Ungfrú Engle? –Shane, sagði hún og gekk að rúminu. Hún var að því komin að taka í höndina á honum en sá þá að hún var þakin umbúðum. –Mér þykir þetta voðalega leitt. Mér datt ekki í hug að þetta gæti gerst. –Mér að kenna, muldraði hann. –Ég hélt bara… Hann þurfti ekki að ljúka setningunni. Lindsay vissi hvað hann ætlaði að segja. Eins og fleiri hafði hann haldið að föðurbróðirinn væri góður maður.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Hún var hamingjan hans og hann gat ekki ímyndað sér neitt betra en að verja dögunum í þeim stöðugu átökum sem fylgdu stríðshrjáðum löndum og verktöku fyrir herinn og nóttunum í friðsælum faðmi hennar. Hann skorti ekkert. Þegar hann andaði að sér fann hann enn ilminn af henni í gegnum lyktina af sandi, svita og olíu. Náttúrulegi ilmurinn af henni var dásamlegur og þegar hún skvetti á sig ilmvatni jók það bara á þörf hans fyrir að hafa hana í faðmi sér. Svona, Troy, snúðu aftur til veruleikans, sagði hann við sjálfan sig. Hann er ástæðan fyrir því að það er slæm hugmynd að vera með henni. Ástin var óæskileg. Hún þýddi veiklyndi. Ást myndi stofna hlutlægni þeirra í hættu. Ástin leiddi einungis til mistaka. Og mistök voru ekki í boði. Í þeirra starfi voru mistök það sama og dauði. Hárlokkur hafði sigið undan hjálminum og hótaði að falla niður fyrir augað á henni á meðan hún ók. Honum þótti freistandi að stinga lokkinum undir hjálminn en það var það síðasta sem hann mátti gera. Hann leit í aftursætið þar sem byssumennirnir sátu, horfðu út um gluggann og svipuðust um eftir hugsanlegum ógnum. Ef þá grunaði að eitthvað væri á milli Troys og Tiff fengi hann spark í rassinn og annað hvort þeirra eða bæði send með næstu vél til Bandaríkjanna. Þá yrðu hveitibrauðsdagarnir sannarlega á enda og hann yrði að snúa sér aftur að einhverri ömurlegri iðju þar sem hann ætti fullt í fangi með að láta enda ná saman. Ekki í boði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók