Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Bestu jólin
Greg Clayton sté bensínið í botn á leigujeppanum í von um að verða á undan óveðursskýjunum sem nú hrönnuðust upp á himninum í Texas. Hann var örmagna, enda nýbúinn að ljúka enn einni tónleikaferðinni, og félagar hans í sveitahljómsveitinni höfðu farið hver sína leið þar eð jólin voru í nánd. Greg hafði líka farið um borð í flugvél og var nú á leiðinni til eina staðarins sem hann hafði kallað heimili sitt um ævina. Fyrir fjórtán árum hafði frú Clayton, sem venjulega var kölluð Amma, fundið hann í hlöðunni sinni, þar sem hann var aleinn og hræddur. Mánuði síðar sótti hún um að fá að ættleiða hann. Nú var hann tuttugu og sjö ára gamall og hafði verið Clayton hálfa ævina. Það var sannarlega betri helmingur ævinnar. Elding lýsti upp himininn og skýin urðu æ dekkri og ógnvænlegri. Ekki leið á löngu uns þruma kvað við og það tók að rigna. Greg bölvaði lágt. Þessu óveðri, því fyrra af tveimur sem í aðsigi voru, myndi fylgja gríðarleg úrkoma. Til allrar lukku var hann ekki langt frá búgarðinum. Á veginum var hins vegar lægð sem gjarnan fylltist af vatni í miklum rigningum og yfir hana þurfti hann að komast áður en það færi að rigna fyrir alvöru. Annars yrði vegurinn ófær.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ísbjarnaslóðir
Fyrir fimm árum í Pokhara í Nepal
Will Margrave hallaði sér upp að moldarveggnum í einbýlishúsinu sínu fyrir ofan Pokhara og rýndi út um gluggann að íbúðunum neðar í hlíðinni. Í kringum efstu íbúðina uxu grösin sem voru svo einkennandi fyrir þennan hluta Nepals. Þar mátti einnig sjá litlar runnaþyrpingar innan girðingarinnar. Á bak við húsið stóðu hundabúrin. Garðurinn hlaut að vera stór, enda bjuggu þarna sextán björgunarhundar. Hvort sem það var vegna mikilfenglegra fjallanna, birtunnar eða spegilmyndarinnar á Phewa-vatni var þetta umhverfi eitthvað svo notalegt. Honum leið vel þarna. Will hallaði sér fram á gluggasylluna til að fylgjast með konunni fyrir neðan fást við hundana hans. Kitty Callaghan tók daginn jafnan snemma og vildi helst byrja hann utandyra. Á öðrum degi sínum þarna hafði hann komið auga á hana hálffalda undir veröndunum þar sem hún stundaði íhugun undir árvökulu augu Annapurna-fjallanna við sólarupprás og reyndi sitt besta til að sýnast vera venjuleg, róleg stúlka. Það var hún annars yfirleitt ekki og þennan dag var hún greinilega mjög virk. Hún skokkaði fram og aftur í gerðinu, klappaði hundunum og lék við þá. Hundarnir eltu hana á röndum og kunnu vel að meta leikinn. Kitty var greinilega alveg sama þótt hún væri svolítið brosleg. Og hundar og óhreinindi öngruðu hana ekki fremur en gríðarhá fjöllin eðaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ófædda barnið
Þriðju dyr til vinstri. Hvers vegna í fjandanum hafði hann ekki hlustað á eðlisávísunina, hringt í hótelið, hafnað boðinu og fleygt orðsendingunni sem boðsend hafði verið á skrifstofuna hans? Hann hafði aldrei heyrt minnst á Alinu Fletcher og hafði hvorki tíma né orku í dularfull fundarboð. Hins vegar hafði hann hnotið um eina setningu, þar sem lauslega var vísað til fjölskyldu hans. Fimm vikur voru liðnar síðan systir hans og mágur dóu í Barselónu og fyrir hálfum mánuði hafði hann farið til Spánar í annað sinn vegna dánarbús þeirra. Hann var úrvinda. Það hafði verið afar þreytandi að fljúga yfir hafið og fást við staðaryfirvöld um leið og hann gekk frá kaupum á nýju hóteli. Hann talaði ofurlitla spænsku og það bætti nokkuð úr skák, en svefnleysið ekki. Hann þurfti að taka sér frí til að syrgja Louise, systur sína, og einnig Leon, sem hafði verið besti vinur hans síðan í barnaskóla. Öll frekari angist var óvelkomin. Gegnum opnar dyrnar sá hann greinilega konuna sem stóð við gluggann. Hún var grönn, meðalhá, með stutt, dökkt hár og í flatbotna skóm. Það var óvenjulegt á þessum tímum hárra hæla. –Ungfrú Fletcher? sagði hann, hranalegar en hann hafði ætlað sér. Líklega var hnútnum í maganum um að kenna. Hún sneri sér hægt við og enn meira rugl komst á tilfinningarnar. Augun voru þreytuleg og úr þeim skein sársauki. Þau stækkuðu, lokuðust og opnuðust svo aftur. Þá var sársaukinn horfinn. Einhverju hafði brugðið fyrir í þessum djúpu,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Örlagastormur
–Hvað...? Það eina sem Georgia sá í þessu slæma skyggni voru bremsu ljós, svo hún steig varlega á sínar bremsur og var þakklát fyrir að hafa haft gott bil í næsta bíl. Bíllinn stöðvaðist, hún kveikti hættuljósin og mjakaðist svo áfram, reyndi að sjá af hverju bílstjórinn á undan hafði stansað. Þótt það væri enn dagur sá hún varla neitt fyrir snjón um. Og útvarpið hafði ekki komið að gagni... mikið var talað um að snjórinn kæmi fyrr en reiknað hafði verið með en engar upplýsingar um umferðarteppur. Bara Chris Rea að syngja um að keyra heim fyrir jólin á meðan snjórinn límdist við þurrkublöðin svo erfitt var að sjá fram fyrir sig. Þau höfðu svo sem ekki verið á neinni hraðferð. Stöðugt hafði hægst á umferðinni vegna skyggnisins og nú var allt stopp. Hún hafði sungið með gömlu lögunum á meðan veðrið versnaði, hafði reynt að bæla niður kvíðann og láta sem allt yrði í lagi. Bjartsýni hennar lagði sig alla fram. Hvenær myndi hún læra að vera raunsæ? Svo dró aðeins úr snjókomunni og hún sá afturljós ótal bíla í röð sem teygði sig í fjarskann. Langt fyrir framan þau mátti sjá blá ljós skera mugguna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Riddari götunnar
Svona augnablik þoldi Evelyn Read ekki. Augnablik sem skilgreindu lífið. Augnablik þegar ótti hennar og fordómar risu upp á móti henni... eins og eitursnákur sem einhver gerði hverft við.
Hún pírði augun á manninn af mótorhjólinu í fjarska, sem haltraði í átt til hennar í hitamistrinu. Hún kreppti hnefann um stýrið.
Kannski hafði bróðir hennar horfið við svona aðstæður. Kannski hafði Trav stansað fyrir ókunnum manni, kannski hafði það einmitt gerst þannig þegar hann hvarf fyrir mörgum mánuðum. Eðlisávísunin öskraði á hana að stíga á bensíngjöfina uns maðurinn... hættan... væri langt að baki. En svona stund hefði líka getað bjargað bróður hennar. Ef ókunn manneskja hefði verið nógu góð eða hugrökk til að stansa. Þá væri Trevor kannski hjá þeim núna. Öruggur. Elskaður. En ekki einn, hræddur... eða eitthvað enn verra. Maginn í henni herptist saman af ótta við að vita aldrei hvað hafði komið fyrir hann. Það gerðist alltaf þegar hún hugsaði of lengi um þetta brjálæði.
Maðurinn haltraði nær.
Átti hún að hlusta á eðlisávísunina og flýja eða bregðast við því sem hafði verið innrætt í hana, að hjálpa fólki í vandræðum? Líklega voru til einhverjar óbyggðareglur sem átti að fylgja en hún hafði heyrt of margar sögur frá syrgjandi fólki til að hafa áhyggjur af kurteisi.
Eve leit á mótorhjólið sem stóð í vegarkantinum. Svo leit hún nær sér, á manninn sem nálgaðist gömlu og endurgerðu smárútuna sem hún keyrði um Ástralíu á. Hún leit á hurðina til að ganga úr skugga um að hún væri læst.
Maðurinn stansaði við farþegadyrnarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Óvænt kraftaverk
–Afsakið, muldraði hann og snerti olnboga konu semhann smeygði sér framhjá. Á meðan horfði hann niður á við til að þurfa ekki að tala við neinn.
Eftir nokkra stund fóru allir að líta eins út... sjór af svörtum kjólfötum og hvítum skyrtum í bland við glæsilegar konur í glitrandi kjólum. Hann ætti að vera farinn að venjast því en hlutverk svarta sauðarins sem hafði tekið sig á hafði aldrei verið það sem hann vildi og ekki heldur það að taka þátt í veislum fína fólksins.
Vá. Blake rétti úr sér og horfði yfir salinn. Hún stóð ein, sneri baki í gluggana sem buðu upp á útsýni yfir New York.
Dökkrautt hárið féll laust yfir axlirnar, varaliturinn var skærrauður og áberandi upp við föla húðina. Hún var eins
og fullkomin dúkka, bar sig óaðfinnanlega, var með kampavínsglas í annarri hendinni og pínulítið veski í hinni.
Í sal þar sem allar konurnar litu eins út, með fullkomna greiðslu og í svörtum kjólum, var hún eins og ferski andblærinn sem hann hafði þráð nokkrum andartökum áður.
Blake sóaði tímanum ekki. Hún var ein, sem þýddi að annað hvort beið hún eftir herranum sínum eða var í raun og veru ein. Hvort heldur sem var vildi hann ná til hennar á undan öðrum. Hann forðaðist kannski að skjóta rótum og kvænast, en að kynna sig fyrir fallegri konu myndi gera kvöldið mun áhugaverðara.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Nótt með svaramanninum
–Hvernig líður brúðinni? Penny Montgomery steig inn í skiptiherbergi kirkjunnar þar sem æskuvinkona hennar, Maggie Brown, var að búa sig undir að ganga að altarinu. Þessi kirkja, ein af fimm í smábænum Tawnee Valley, var sú sem móðir Maggie hafði dregið Maggie og Penny í þegar þær voru litlar.
–Hún er taugaóstyrk. Spennt. Reynir að muna eftir að anda.
Maggie hafði ekki hætt að brosa. Kjóllinn hennar var fallegur og einfaldur. Ljóst hárið var tekið upp í lausan hnút og nokkur hár fengu að falla niður að hálsinum. Hún var gullfalleg og Penny þekkti enga hjartahreinni.
–Þú ert gullfalleg, sagði Penny. –Móðir þín hefði elskað að sjá þig svona.
Maggie kinkaði kolli. Það glitraði á tár í augum hennar en þau féllu ekki. Árum saman höfðu Penny og Maggie verið klettur hvor fyrir aðra. Nú hafði Maggie fundið draumamanninn sinn og var að stofna fjölskyldu. Penny átti Maggie að, það var næg fjölskylda fyrir hana.
–Mamma væri ánægð.
Kökkur myndaðist í hálsinum á Penny og hún hóstaði. –Brady vildi að ég gæfi þér þetta. Hún rétti fram litla öskju.
–Takk, Penny. Maggie hélt í höndina á Penny. –Ég meina það. Fyrir allt. Fyrir að vera með mér þegar allt var svo erfitt og ýta mér í rétta átt þegar þess gerðist þörf.
–Til þess eru bestu vinkonur. Penny passaði vel upp á síða kjólinn þegar hún settist á antíksófa. Gyllt silkið straukst við húð hennar.
Hún strauk fingri yfir snjáð flauelið sem klæddi sófann. Ef sófinn fengi hressingu fengist ágætt verð fyrir hann í antíkbúðinni hennar, en hann hentaði gömlu kapellunni eins og hannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Óvænt hlutverk
Fyrir átta árum.
Brady Ward hreyfði sig ekki þegar rúmið hreyfðist. Maggie
tiplaði berfætt yfir harðviðargólfið. Einu hljóðin sem rufu morg unkyrrðina komu þegar hún tíndi fötin sín upp af gólfi herbergisins
sem hann hafði alist upp í. Enginn hani hafði galað.
Síðustu gestirnir úr útskriftarveislu Lukes höfðu farið nokkrum mínútum fyrr. Bílhljóð höfðu vakið hann. Hljóðin höfðu líklega einnig vakið Maggie. Honum kólnaði á þeirri hlið líkamans
þar sem líkami hennar hafði verið skömmu áður.
Brady lá kyrr svo hún gæti horfið úr lífi hans jafn auðveldlega og hún hafði skotist upp í rúmið hans kvöldið áður. Hann
fann næstum lyktina af möguleikum. Að þetta gæti verið eitthvað meira ef þau vildu. Ef hlutirnir væru öðruvísi gæti þetta
verið meira en bara ein nótt.
Skröltið í hurðarhandfanginu hætti skyndilega og hann þóttist
finna fyrir augnaráði hennar á bakinu á sér. Eins og hún væri að
gefa honum eina lokastund til að bjóða henni aftur í rúmið, lofa
henni einhverju meira. En hann gat ekki gefið neinum það.
Blómailmurinn af Maggie barst til hans, heillandi og tælandi.
Mjúk rödd hennar ómaði í huga hans... ég er ekki vön að gera
þetta. Ljóst hárið hafði verið eins og silki á milli fingra hans,
brún augun höfðu látið honum líða eins og hann væri eini maðurinn í heiminum.
Dyrnar opnuðust og hún var farin.
Brady velti sér og horfði upp í loftið. Grátt gifsið var sprungið
og kóngulær áttu heima í horninu. Hann hunsaði kunnuglegan
verkinn í brjóstinu.
Síðasta sumar hafði verið nógu erfitt. Hann hafði komið heim
úr háskólanum til að hjálpa Sam með býlið og reyna að halda
Luke frá of miklum vandræðum. Án foreldranna voru bræðurnir
þrír ekki sama fjölskylda og áður.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Tvöföld hamingja
Savakis læknir? Þakka þér fyrir að taka á móti mér svona í
lok dags. Þegar Creer, læknirinn minn í Fíladelfíu sagði mér
að ég gengi með tvíbura þá kom það mér svo sannarlega á
óvart. Þú veist það líklega ekki en frá því ég hitti þig síðast,
áður en ég fór frá Aþenu, þá sótti ég um skilnað. Hann gengur
í gegn eftir nokkra daga.
Læknirinn hennar, sem var sérfræðingur í ófrjósemi, hristi
sköllótt höfuðið.
–En leitt að heyra þetta eftir svona ánægjulega útkomu frú
Petralia. Ég man hversu glöð þið voruð þegar þið fenguð að
vita að ofnæmisvandamálið þitt myndi ekki hafa áhrif á getu
þína til að verða barnshafandi. Nú þegar þú ert þunguð, þá
þykir mér ákaflega leitt að fá þessar fréttir.
Engum gæti þótt þetta eins leitt og henni en hún vildi ekki
ræða það.
–Ég á enn eftir að segja eiginmanni mínum frá þessu en ég
vil helst ekki gera það í gegnum síma. Þess vegna er ég hérna
í Grikklandi í nokkra daga.
–Ég skil.
–Mig langaði til að hitta þig og leyfa þér að fylgjast með
hvernig aðgerðin heppnaðist. Eftir allt það sem við höfum
gengið í gegnum saman þá langaði mig vitanlega til að þakka
þér fyrir.
Hún fékk kökk í hálsinn. –Það hefur verið draumur minn að
eignast barn. Þrátt fyrir að hjónabandinu sé lokið þá er ég alsæl með þessar fréttir. Leandros verður mjög hamingjusamur
líka. Eins og þú veist þá lést fyrriVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Kraftaverkabarnið
Fran Myers horfði á landslagið sem birtist við hverja beygju
strandvegarins. Asúrblátt Eyjahafið blasti við, hvítu strandirnar voru langar og dökkgræn furutrén skammt frá. Þetta
virtist óraunverulegt. Dökk ský voru á ólgandi himninum og
gerðu landslagið enn dramatískara. Litadýrðin var stórfengleg.
–Ég vissi ekki að gríska rivíeran væri svona falleg, Kellie.
Þetta er ótrúlegt.
–Þess vegna byggði maðurinn hótelið þar sem við verðum
næstu dagana. Persephone-hótelið er nýjasta afdrep hinna
ríku, sem hafa efni á kyrrð og ró í fullkomnum munaði.
Þetta var svo fallegt umhverfi að þær upplýsingar komu
Fran ekkert á óvart. –Komstu þess vegna með mig hingað,
alla leið frá Aþenu? Af því að þú telur mig þurfa kyrrð og
ró?
–Þvert á móti. Margir konungbornir koma hingað í frí. Ég
vona að þú hittir einhvern einhleypan og myndarlegan. Þið
munuð horfast í augu og það verður ást við fyrstu sýn.
–Það gerist aldrei, ekki eftir fyrsta hjónabandið mitt.
Besta vinkona Fran frá því í barnæsku brosti til hennar.
–Ekki verða hissa á því, Kellie.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr.