Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Óvænt kraftaverk
–Afsakið, muldraði hann og snerti olnboga konu semhann smeygði sér framhjá. Á meðan horfði hann niður á við til að þurfa ekki að tala við neinn.
Eftir nokkra stund fóru allir að líta eins út... sjór af svörtum kjólfötum og hvítum skyrtum í bland við glæsilegar konur í glitrandi kjólum. Hann ætti að vera farinn að venjast því en hlutverk svarta sauðarins sem hafði tekið sig á hafði aldrei verið það sem hann vildi og ekki heldur það að taka þátt í veislum fína fólksins.
Vá. Blake rétti úr sér og horfði yfir salinn. Hún stóð ein, sneri baki í gluggana sem buðu upp á útsýni yfir New York.
Dökkrautt hárið féll laust yfir axlirnar, varaliturinn var skærrauður og áberandi upp við föla húðina. Hún var eins
og fullkomin dúkka, bar sig óaðfinnanlega, var með kampavínsglas í annarri hendinni og pínulítið veski í hinni.
Í sal þar sem allar konurnar litu eins út, með fullkomna greiðslu og í svörtum kjólum, var hún eins og ferski andblærinn sem hann hafði þráð nokkrum andartökum áður.
Blake sóaði tímanum ekki. Hún var ein, sem þýddi að annað hvort beið hún eftir herranum sínum eða var í raun og veru ein. Hvort heldur sem var vildi hann ná til hennar á undan öðrum. Hann forðaðist kannski að skjóta rótum og kvænast, en að kynna sig fyrir fallegri konu myndi gera kvöldið mun áhugaverðara.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Nótt með svaramanninum
–Hvernig líður brúðinni? Penny Montgomery steig inn í skiptiherbergi kirkjunnar þar sem æskuvinkona hennar, Maggie Brown, var að búa sig undir að ganga að altarinu. Þessi kirkja, ein af fimm í smábænum Tawnee Valley, var sú sem móðir Maggie hafði dregið Maggie og Penny í þegar þær voru litlar.
–Hún er taugaóstyrk. Spennt. Reynir að muna eftir að anda.
Maggie hafði ekki hætt að brosa. Kjóllinn hennar var fallegur og einfaldur. Ljóst hárið var tekið upp í lausan hnút og nokkur hár fengu að falla niður að hálsinum. Hún var gullfalleg og Penny þekkti enga hjartahreinni.
–Þú ert gullfalleg, sagði Penny. –Móðir þín hefði elskað að sjá þig svona.
Maggie kinkaði kolli. Það glitraði á tár í augum hennar en þau féllu ekki. Árum saman höfðu Penny og Maggie verið klettur hvor fyrir aðra. Nú hafði Maggie fundið draumamanninn sinn og var að stofna fjölskyldu. Penny átti Maggie að, það var næg fjölskylda fyrir hana.
–Mamma væri ánægð.
Kökkur myndaðist í hálsinum á Penny og hún hóstaði. –Brady vildi að ég gæfi þér þetta. Hún rétti fram litla öskju.
–Takk, Penny. Maggie hélt í höndina á Penny. –Ég meina það. Fyrir allt. Fyrir að vera með mér þegar allt var svo erfitt og ýta mér í rétta átt þegar þess gerðist þörf.
–Til þess eru bestu vinkonur. Penny passaði vel upp á síða kjólinn þegar hún settist á antíksófa. Gyllt silkið straukst við húð hennar.
Hún strauk fingri yfir snjáð flauelið sem klæddi sófann. Ef sófinn fengi hressingu fengist ágætt verð fyrir hann í antíkbúðinni hennar, en hann hentaði gömlu kapellunni eins og hannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Óvænt hlutverk
Fyrir átta árum.
Brady Ward hreyfði sig ekki þegar rúmið hreyfðist. Maggie
tiplaði berfætt yfir harðviðargólfið. Einu hljóðin sem rufu morg unkyrrðina komu þegar hún tíndi fötin sín upp af gólfi herbergisins
sem hann hafði alist upp í. Enginn hani hafði galað.
Síðustu gestirnir úr útskriftarveislu Lukes höfðu farið nokkrum mínútum fyrr. Bílhljóð höfðu vakið hann. Hljóðin höfðu líklega einnig vakið Maggie. Honum kólnaði á þeirri hlið líkamans
þar sem líkami hennar hafði verið skömmu áður.
Brady lá kyrr svo hún gæti horfið úr lífi hans jafn auðveldlega og hún hafði skotist upp í rúmið hans kvöldið áður. Hann
fann næstum lyktina af möguleikum. Að þetta gæti verið eitthvað meira ef þau vildu. Ef hlutirnir væru öðruvísi gæti þetta
verið meira en bara ein nótt.
Skröltið í hurðarhandfanginu hætti skyndilega og hann þóttist
finna fyrir augnaráði hennar á bakinu á sér. Eins og hún væri að
gefa honum eina lokastund til að bjóða henni aftur í rúmið, lofa
henni einhverju meira. En hann gat ekki gefið neinum það.
Blómailmurinn af Maggie barst til hans, heillandi og tælandi.
Mjúk rödd hennar ómaði í huga hans... ég er ekki vön að gera
þetta. Ljóst hárið hafði verið eins og silki á milli fingra hans,
brún augun höfðu látið honum líða eins og hann væri eini maðurinn í heiminum.
Dyrnar opnuðust og hún var farin.
Brady velti sér og horfði upp í loftið. Grátt gifsið var sprungið
og kóngulær áttu heima í horninu. Hann hunsaði kunnuglegan
verkinn í brjóstinu.
Síðasta sumar hafði verið nógu erfitt. Hann hafði komið heim
úr háskólanum til að hjálpa Sam með býlið og reyna að halda
Luke frá of miklum vandræðum. Án foreldranna voru bræðurnir
þrír ekki sama fjölskylda og áður.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Tvöföld hamingja
Savakis læknir? Þakka þér fyrir að taka á móti mér svona í
lok dags. Þegar Creer, læknirinn minn í Fíladelfíu sagði mér
að ég gengi með tvíbura þá kom það mér svo sannarlega á
óvart. Þú veist það líklega ekki en frá því ég hitti þig síðast,
áður en ég fór frá Aþenu, þá sótti ég um skilnað. Hann gengur
í gegn eftir nokkra daga.
Læknirinn hennar, sem var sérfræðingur í ófrjósemi, hristi
sköllótt höfuðið.
–En leitt að heyra þetta eftir svona ánægjulega útkomu frú
Petralia. Ég man hversu glöð þið voruð þegar þið fenguð að
vita að ofnæmisvandamálið þitt myndi ekki hafa áhrif á getu
þína til að verða barnshafandi. Nú þegar þú ert þunguð, þá
þykir mér ákaflega leitt að fá þessar fréttir.
Engum gæti þótt þetta eins leitt og henni en hún vildi ekki
ræða það.
–Ég á enn eftir að segja eiginmanni mínum frá þessu en ég
vil helst ekki gera það í gegnum síma. Þess vegna er ég hérna
í Grikklandi í nokkra daga.
–Ég skil.
–Mig langaði til að hitta þig og leyfa þér að fylgjast með
hvernig aðgerðin heppnaðist. Eftir allt það sem við höfum
gengið í gegnum saman þá langaði mig vitanlega til að þakka
þér fyrir.
Hún fékk kökk í hálsinn. –Það hefur verið draumur minn að
eignast barn. Þrátt fyrir að hjónabandinu sé lokið þá er ég alsæl með þessar fréttir. Leandros verður mjög hamingjusamur
líka. Eins og þú veist þá lést fyrriVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Kraftaverkabarnið
Fran Myers horfði á landslagið sem birtist við hverja beygju
strandvegarins. Asúrblátt Eyjahafið blasti við, hvítu strandirnar voru langar og dökkgræn furutrén skammt frá. Þetta
virtist óraunverulegt. Dökk ský voru á ólgandi himninum og
gerðu landslagið enn dramatískara. Litadýrðin var stórfengleg.
–Ég vissi ekki að gríska rivíeran væri svona falleg, Kellie.
Þetta er ótrúlegt.
–Þess vegna byggði maðurinn hótelið þar sem við verðum
næstu dagana. Persephone-hótelið er nýjasta afdrep hinna
ríku, sem hafa efni á kyrrð og ró í fullkomnum munaði.
Þetta var svo fallegt umhverfi að þær upplýsingar komu
Fran ekkert á óvart. –Komstu þess vegna með mig hingað,
alla leið frá Aþenu? Af því að þú telur mig þurfa kyrrð og
ró?
–Þvert á móti. Margir konungbornir koma hingað í frí. Ég
vona að þú hittir einhvern einhleypan og myndarlegan. Þið
munuð horfast í augu og það verður ást við fyrstu sýn.
–Það gerist aldrei, ekki eftir fyrsta hjónabandið mitt.
Besta vinkona Fran frá því í barnæsku brosti til hennar.
–Ekki verða hissa á því, Kellie.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Jólaævintýri
–Gerðu það, herra, við viljum endilega koma til Craigie-kastala
um jólin. Þar fæddumst við. Við viljum sjá hann aftur áður en
hann er seldur. Það er nægt pláss. Við verðum ekki fyrir. Gerðu
það, herra minn.
Herra minn. Angus var ekki vanur svona virðingu og yrði það
líklega ekki. Hann hafði ætlað að vera herra Craigie-kastalans
eins stutt og hann gæti áður en hann færi.
En þetta voru hálfbróðir hans og -systur, börn úr seinna hjónabandi föður hans, og hann vissi hve illa það hjónaband hafði
farið. Hann hafði sloppið til Manhattan og móðir hans hafði
verið vel stæð. Þessir krakkar höfðu aldrei sloppið úr fátæktinni
og vanrækslunni sem tengdust gamla jarlinum.
–Mömmu líður ekki vel, sagði strákurinn, orðinn ákafur af því
að hann hafði ekki fengið neitun samstundis. –Hún getur ekki
komið með okkur þangað í heimsókn. En þegar þú skrifaðir okkur og sagðir að það ætti að selja kastalann og hvort hún vildi eitthvað... Jæja, við viljum svolítið. Faðir okkar sendi okkur burt án
viðvörunar. Mary... hún er þrettán ára... var svo mikið uppi í
hæðunum með greifingjum og öðrum villtum dýrum. Ég veit að
það hljómar heimskulega en hún elskaði dýrin og grætur enn
þegar hún hugsar um þau. Það er ekkert þannig í London. Hún
vill tækifæri til að kveðja. Polly er tíu ára og vill búa til virki í
kjallaranum aftur, taka myndir af öllu saman til að sýna vinum
sínum að hún bjó í raun og veru í kastala. Og ég... Vinir mínir
eru í Craigenstone. Ég var í hljómsveit. Að fá tækifæri til að
spila aftur með þeim, og um jólin... Mamma er svo veik. Það er
svo ömurlegt hérna. Þetta væri bara..Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Jólin heima
Áttir þú ekki einu sinni hús í Blue Mountains?
–Ööö... jú.
–Jeminn, Jules, þú myndir ekki vilja vera þar núna. Allt svæðið virðist tilbúið að brenna.
Það voru tveir dagar til jóla. Ástralski fjármálabransinn lokaðist á milli jóla og nýársins en samningurinn sem Julie McDowell var að vinna að, var alþjóðlegur. Lagaatriðin voru mikilvæg.
En Blue Mountains... Eldur.
Hún losaði sig við samningabunkann og gekk að skrifborðinu hans Chris. Chris var þrjátíu og tveggja ára, eins og Julie, en vinnusiðferði kollega hennar var eins ólíkt hennar og hægt var. Chris vann frá níu til fimm og ekki mínútu lengur áður en hann fór heim til konu sinnar og barna í úthverfinu. Stundum skoðaði hann vefsíður á vinnutíma.
Mikið rétt, vafrinn var opinn í tölvunni hans núna. Hún kom aftan að honum og sá kort af eldum. Blue Mountains. Lína af rauðum stjörnum.
Hún leit beint á Mount Bundoon, smáþorp innan um stjörnurnar. Smáþorpið sem hún hafði eitt sinn búið í.
–Er það að brenna? spurði hún á innsoginu. Hún hafði verið svo önnum kafin að hún hafði ekki heyrt neinar fréttir tímunum saman. Eða dögum saman?
–Ekki enn. Chris þysjaði inn á nokkrar stjörnur. –Þetta eru viðvaranir, ekki skipanir um brottflutning. Það kom stormur í gærkvöldi, honum fylgdu eldingar en lítið regn. Gróðurinn er skrauf-
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Brúðkaup barnsins vegna
–Hæ, Logan! Ég er með fréttir fyrir þig. Manstu eftir einnar nætur kynnum okkar fyrir tæpum fjórum mánuðum? Jæja, ég er ólétt og þú ert faðirinn...
Jeminn. Það hlaut að vera betri leið til að segja manninum að þau hefðu búið til barn saman. Nei, reyndar ekki. Hún þekkti varla Logan Daugherty og gæti því ekki spáð fyrir um viðbrögð hans, sama hvaða orð hún notaði.
Anna Rockwood kveinkaði sér og keyrði framhjá húsi Logans í þriðja skiptið. Hún varð að gera þetta í dag. Hún óttaðist að annars fyndi hún aldrei hugrekki til þess.
Kvíðinn vakti upp ógleði innra með henni. Hún renndi niður rúðunni og andaði að sér svölu októberlofti. Það skýrði hugann aðeins en taugarnar róuðust ekkert.
Morgunógleði var ekki sökudólgurinn, hélt hún, heldur tíminn sem hún hafði haldið þunguninni leyndri fyrir barnsföðurnum. Í fyrstu hafði hún verið í losti, hafði verið óttaslegin og ekki trúað því hvað hafði gerst. Á því tímabili hafði verið ómögulegt að segja frá.
Þetta var mikið sem þurfti að melta. Anna hafði aldrei ætlað að verða einstæð móðir. Móðir hennar hafði dáið þegar Anna var ung, enn í grunnskóla, og sársauki þess missis hafði aldrei horfið að fullu. Hvernig væri það hægt? Allt hafði breyst svo hratt fyrir Önnu og systur hennar tvær... aðra yngri og hina eldri... þegar Ruby Rockwood hvarf úr lífi þeirra.
Á einu augabragði hafði faðir þeirra orðið harðari, strangari og reiðari en áður, ekki hafði verið neitt pláss fyrir hamingju. Það sem fylgdi voru erfiðir dagar þar sem stelpurnar reyndu eftir fremsta megni að vera hljóðar og ósýnilegar.
Guði sé lof fyrir Lolu frænku.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Nýtt hlutverk
Hún hefði átt að gera það því þegar húseigendurnir reyndu
að ná sambandi við hana og gátu það ekki, héldu þeir að hún
hefði hætt við allt saman. Rökrétt ályktun við þessar kringum
stæður og líklega hefði hún ályktað það sama í þeirra
sporum. En þótt hún skildi ástæðuna breytti það núverandi
stöðu hennar ekkert.
Hún var föst.
Chelsea skalf bæði af tilfinningum og kulda þegar hún
opn aði afturdyrnar. –Sestu inn, elskan, sagði hún eins glaðlega
og hún gat. –Áætlunin okkar breyttist. Hvernig líst þér á
kvöldmat? Þú ert örugglega orðinn svangur.
–Ég hélt að við ættum að vera hérna. Henry brölti upp í
bílstólinn og nuddaði augun þreytulega. Ólíkt flestum börnum
svaf hann aldrei vel í bílum og löng ökuferðin hafði því
reynt á hann. Líka hana, en hún var orðin vön þreytu. –Ég vil
ekki keyra lengur.
–Við förum ekki langt, lofaði hún. –Ég sá nokkra veitinga
staði í miðbænum. Við getum fengið okkur borgara og
franskar. Eftir að hún hafði spennt beltið hans ýfði hún ljósbrúnt
hárið á kollinum á honum. –Eða viltu kannski enn eina
hnetusmjörssamloku?
Til að spara fyrir ferðinni höfðu þau að mestu borðað
hnetusmjörssamlokur síðustu vikurnar. Hún var viss um að
sonur hennar yrði ánægður með að fá uppáhaldsmatinn sinn
á alvöru veitingastað. Það var munaður sem hún hafði ekki
efni á en strákurinn varð að fá mat og hún varð að ákveða
hvað þau gerðu næst.
–Borgara! Henry brosti breitt. –Og rótarbjór!
–Mjólk, sagði hún. –Þú fékkst gos þegar við tókum
bensín.
–Ávaxtasafa?
–Mjólk, endurtók hún og lokaði bíldyrunum hans. Sonur
hennar reyndi alltaf að semja. Hún settist við stýrið, fór með
bæn í huganum og stakk lyklinum í kveikjulásinnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Strokubrúðurin
Fyrir tæpum tveimur tímum hafði Daisy Lennox staðið við
svefnherbergisgluggann og andað að sér ilminum frá blómagarði
móður sinnar. Andvarinn gældi við vanga hennar með loforði um
fallegan vordag í Steamboat Springs, Colorado. Fullkominn dag
fyrir brúðkaup.
Brúðkaupið hennar.
Hún hafði lokað augunum og notið eftirvæntingarinnar, fundið
spennuna fara um sig. Þegar náttaði yrði hún frú Reid Foster. Það
hafði virst... ótrúlegt að dagurinn væri loks kominn, að draumar
hennar væru að rætast.
Það hafði verið svo náttúrulegt að verða ástfangin af Reid.
Áreynslulaust. Hann hafði verið hluti af tilveru hennar næstum
eins lengi og hún mundi eftir sér, jafnvel þótt það hefði tekið
hann fáránlega langan tíma að sjá hana sem eitthvað annað en litlu
systur besta vinar síns.
En þegar sú sýn breyttist höfðu þau ekki efast um tenginguna.
Og þegar hann hafði beðið hennar árið áður, kvöldið sem hún
útskrifaðist frá háskólanum í Colorado, hafði hún játast honum
án hiks. Hún gat ekki ímyndað sér að lifa án hans.
Með Reid fannst henni hún vera heil. Ást Reids eyddi þeirri
tilfinningu að hún ætti hvergi heima, að hún passaði ekki inn í
hópinn, tilfinningu sem hafði fylgt henni frá barnæsku.
Já. Þegar Daisy hafði vaknað og séð sólríkan dag, fundið ilminn í hlýjum andvaranum, hafði hún verið full af von og gleði,
hafði ekki haft neina ástæðu til að gruna að eitthvað gæti skemmt
framtíðina.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.