Ástarsögur

Nótt með svaramanninum
Nótt með svaramanninum

Nótt með svaramanninum

Published Júní 2016
Vörunúmer 365
Höfundur Amanda Berry
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Hvernig líður brúðinni? Penny Montgomery steig inn í skiptiherbergi kirkjunnar þar sem æskuvinkona hennar, Maggie Brown, var að búa sig undir að ganga að altarinu. Þessi kirkja, ein af fimm í smábænum Tawnee Valley, var sú sem móðir Maggie hafði dregið Maggie og Penny í þegar þær voru litlar.
–Hún er taugaóstyrk. Spennt. Reynir að muna eftir að anda.
Maggie hafði ekki hætt að brosa. Kjóllinn hennar var fallegur og einfaldur. Ljóst hárið var tekið upp í lausan hnút og nokkur hár fengu að falla niður að hálsinum. Hún var gullfalleg og Penny þekkti enga hjartahreinni.
–Þú ert gullfalleg, sagði Penny. –Móðir þín hefði elskað að sjá þig svona.
Maggie kinkaði kolli. Það glitraði á tár í augum hennar en þau féllu ekki. Árum saman höfðu Penny og Maggie verið klettur hvor fyrir aðra. Nú hafði Maggie fundið draumamanninn sinn og var að stofna fjölskyldu. Penny átti Maggie að, það var næg fjölskylda fyrir hana.
–Mamma væri ánægð.
Kökkur myndaðist í hálsinum á Penny og hún hóstaði. –Brady vildi að ég gæfi þér þetta.
Hún rétti fram litla öskju.
–Takk, Penny. Maggie hélt í höndina á Penny. –Ég meina það. Fyrir allt. Fyrir að vera með mér þegar allt var svo erfitt og ýta mér í rétta átt þegar þess gerðist þörf.
–Til þess eru bestu vinkonur. Penny passaði vel upp á síða kjólinn þegar hún settist á antíksófa. Gyllt silkið straukst við húð hennar.
Hún strauk fingri yfir snjáð flauelið sem klæddi sófann. Ef sófinn fengi hressingu fengist ágætt verð fyrir hann í antíkbúðinni hennar, en hann hentaði gömlu kapellunni eins og hann.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is