Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Óvænt trúlofun
Julia Morgan kveikti á síðustu eldspýtunni, ákveðin í að eyðileggja bréfið sem hún hélt á. Hún var afar meðvituð um mistökin
sem hún hafði gert í lífinu en að sjá þau prentuð á bréf með fínum haus var meira en hún þoldi núna. Hún færði titrandi logann
að bréfinu en annar rakur vindgustur slökkti hann.
Fjöllin sem umkringdu heimabæ hennar, Brevia í NorðurKarólínu, voru alræmd fyrir rakann á seinni hluta vetrar. Jafnvel
þótt ekki hefði rignt í nokkra daga, hékk rakinn í köldu marsloftinu þetta síðdegi og kuldinn náði inn að beini.
Með gremjuandvarpi vöðlaði hún bréfið saman í litla kúlu. Á
mistakalistann mátti bæta við því að geta ekki eyðilagt eitt blaðsnifsi. Hún kraup niður á raka jörðina og henti notuðu eldspýtunni í rusladall, þar sem hinar voru.
Hún hunsaði sírenuvæl frá hraðbrautinni fyrir ofan sig. Nokkrum mínútum fyrr hafði hún keyrt út af veginum og klifrað niður
brekkuna, hafði þurft smástund til að bæla niður kvíðann sem
kraumaði innra með henni.
Í nokkrar sekúndur horfðu hún á greinar furutrjánna fyrir neðan
hrygginn sem hún var á og hjartslátturinn varð eðlilegur á ný.
Síðan hún hafði komið til heimabæjar síns fyrir tæpum
tveimur árum, hafði ást hennar á skóginum komið henni á
óvart. Hún hafði aldrei verið mikið fyrir náttúruna, sígaunatilveran hafði leitt hana frá einni borginni til þeirrar næstu. Það
var hennar fallega syni að þakka að Julia var nú í Brevia og
þéttur skógurinn sem umkringdi bæinn fyllti hana friði sem hún
hafði saknað árum saman, án þess að átta sig á því.
Að kveikja eld hafði ekki verið merkileg áætlun en það var
ekkert nýtt fyrir Juliu að gera hlutina óundirbúna. Hún dró andVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hinn eini sanni
Hann snerti handlegginn á henni en hún hristi hann af sér.
–Lainey, bíddu...
Hún sneri sér aftur að honum og hristi fingurinn fyrir framan
hann.
–Eitt enn áður en þú sendir dýraeftirlitið á eftir mér. Ég á þennan hund bara eiginlega.Hún hefur þvælst í kringum húsið mitt í
nokkrar vikur. Ég hengdi upp mynd af henni í hverfinu en flækingshundar eru mjög algengir í Nýju-Mexíkó.
Hún hélt áfram að veifa fingri og færði sig nær honum uns
hann var kominn með bakið að húsveggnum. –Hún faldi sig aftur í
jeppanum hjá mér... gaf ekki frá sér hljóð fyrr en ég var komin að
Oklahoma. Of seint til að snúa við.
Á meðan hún hikaði til að draga andann, beit hún í neðri vörina. Ethan fann hjartað sleppa úr slagi.
Rödd hennar mýktist og hún leit á hundinn. –Trúðu mér, Ethan,
ég veit vel að ég get ekki einu sinni verið góð hundamamma.
Hann skildi ekki sorgina sem kom í augu hennar. Eflaust tengdist það ekkert Pítu, sem horfði á hana með aðdáun sem enginn gat
sýnt nema hundar og táningsstrákar. –Ég sagði ekki...
Hún bandaði hendinni. –Ég hef keyrt stanslaust í tvo daga. Ég
ætla á sjúkrahúsið og tek hundinn með mér. Ef þér finnst ég vera
svo slæm, finndu þá gott heimili fyrir tíkina. En núna á hún engan
að nema mig.
Hún starði á hann með blöndu af ögrun og tortryggni, eins og
hún byggist við að hann véfengdi rétt hennar til að gæta hundsins.
Vindurinn gerði vart við sig og hún strauk burt lokk sem slapp
undan derhúfunni. Meira að segja andlit hennar hafði breyst.
Mjúkt og kringluleitt barnsandlitið hafði vikið fyrir háum, áberandi kinnbeinum og hvössum kjálka. Breytingin gerði hana fallega
en hún var alls ekki stelpan sem hann hafði eitt sinn þekkt. Augun
voru eins. Grænn litur sem breyttist í óveðursgrænan þegar húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar glæður
Herra Capelli yrði ekki ánægður.
Mary Jane æfði afsakanir sínar þegar hún beygði inn veginn
að Capelli-verkstæðinu. Hún vissi að það var löngu kominn tími
til að litli bíllinn hennar kæmi í skoðun en þetta var byrjunin á
sumarvertíðinni og hún hafði verið svo upptekin á Spruce Bayhótelinu. Það hafði verið skrýtið hljóð í bílnum í nokkurn tíma,
það yrði hún að viðurkenna, en hljóðið var hærra núna en það
hafði verið í fyrstu svo hún hafði alls ekki verið að hunsa eitthvað afar áberandi.
Meira að segja í eigin huga hljómaði þetta ömurlega og herra
Capelli var svo fær í að gefa manni samviskubit með augnaráðinu. Cherry-fjölskyldan hafði komið með alla bíla sína til hans í
þjónustu og viðgerðir eins lengi og hún mundi.
Verkstæðið, sem var gamaldags og huggulegt, stóð við fáfarna
hliðargötu. Art Capelli var bifvélavirki sem sagði satt og rukkaði
aldrei of mikið. Hann átti ekki skilið að þurfa að gera við bílinn
hennar Mary Jane af því að hún hunsaði að sinna honum. Pabbi
hennar var alltaf svo vandvirkur með svona viðhald en hún...
Hún var syndari að því leytinu og vissi það vel.
Núna leið henni illa vegna hljóðsins í bílnum, svona svipað og
henni liði ef hún kæmi til dýralæknis með horaðan kettling með
flís í loppunni sem sýking væri komin í.
Hún lagði fyrir framan verkstæðið, skildi rúðurnar eftir skrúfaðar niður og lykilinn í kveikjulásnum. Það var enginn á skrifstofunni en hún heyrði hljóð frá verkstæðinu og fór því í gegn,
þurfti þó að hika aðeins á meðan augun vöndust minni birtu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Besta gjöfin
Um leið og þeir voru búnir að troða sér inn allir þrír
lokaði hann hurðinni, setti læsingajárnið fyrir, kveikti
ljósið og beið eftir að heyra undrunarandköf þeirra.
–Hvaða drasl er þetta?
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Breytt staða
Mary Jane hló. Það heyrðist í þrjátíu metra fjarlægð, í gegnum lokaðar dyr og þéttvaxna runna, og þetta var yndislegt
hljóð við fjallavatnið, á mildum mánudegi í október.
Daisy Cherry kom upp tröppurnar, inn úr ferska loftinu og
beint inn á skrifstofu hótelsins. Þar sá hún systur sína með
titrandi axlir og tár á vöngunum. Gamlar ljósmyndir voru allt
í kringum hana og flutningakassar rétt hjá. –Heyrðu, hvað er
svona fyndið?
Mary Jane hallaði sér aftur á hælunum, setti lófann yfir
brjóst kassann á sér og saup hveljur. –Yfirvaraskeggið á pabba.
Hatturinn sem mamma var með þegar þau giftust. Fötin þeirra.
Sundbolurinnhennar. Fyrirgefðu, þetta er ekkert svo fyndið.
Ég veit ekki af hverju ég...
–Nei, þetta er fínt, sagði Daisy ákveðin.
Mary Jane var elst Cherry-systranna þriggja, þrjátíu og
fjögurra ára gömul. Hún var of alvarleg og oft of ábyrgðarfull. Núna stóð meðalsítt, brúnt hárið út í loftið, það voru
ryk klessur á ljósri peysunni og hún leit út eins og kona sem
hafði unnið of mikið, of lengi.
Daisy og Mary Jane höfðu þegar átt nokkrar erfiðar stundir
síðan Daisy hafði komið aftur austur fyrir nokkrum vikum og
satt að segja fannst Daisy hún ekki eiga sök á því. Það var
gott að sjá Mary Jane missa stjórn á sér, slaka á, og Daisy gat
ekki annað en brosað þegar hún sá það.
Því miður entist þetta ekki lengi.
–Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Mary Jane náði stjórn á sér,
reis á fætur, þurrkaði tárin úr augunum með krumpaðri servíettu og raðaði albúmunum í stafla sem hún setti í pappVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Skuldbinding
–Ég geri ráð fyrir að þið vitið bæði af hverju þið eruð hérna,
sagði lögmaðurinn og leit fyrst á Emmy og svo á Dylan.
Að sjálfsögðu vissi Emmy það. Ally og Pete höfðu beðið
hana um að verða forráðamaður sonar þeirra, Tyler, ef það
óhugsanlega myndi gerast.
Ef. Hún kyngdi ákaft. Það var nákvæmlega ástæða þess að
hún var hér. Því að hið óhugsanlega hafði gerst. Og Emmy gat
varla trúað því enn að hún sæi ekki bestu vini sína aftur.
Hún leit upp. Í dag átti að ganga frá lagalegu hliðinni. Og
hvað Dylan Harper varðaði, eina manninn að hennar mati sem
gat litið út eins og viðskiptajöfur íklæddur gallabuxum og bol,
þá hlaut hann að vera hér vegna þess að hann var besti vinur
Pete og Pete og Ally höfðu beðið hann um að vera skiptaráðandi erfðaskrár þeirra. –Já, sagði hún.
–Já, bergmálaði Dylan.
–Gott. Lögmaðurinn pikkaði með pennanum á skrifblokk
sína. –Svo, fröken Jacobs, herra Harper, getið þið bæði staðfest
það að þið séuð tilbúin til að verða forráðamenn Tylers litla?
Emmy fraus eitt augnablik. Bæði? Hvað var maðurinn að tala
um? Það var ekki möguleiki að Ally og Pete hefðu beðið þau
bæði um að verða forráðamenn Tylers. Þetta hlutu að vera mistök.
Hún leit á Dylan, hann horfði beint á hana og hann var jafn
undrandi á svipinn og hún.
Eða kannski hafði þeim misheyrst. Misskilið eitthvað. –Eigum við bæði að vera forráðamenn Tylers? Spurði hún.
Í fyrsta sinn, sýndi lögmaðurinn einhvern annan svip en
alveg hlutlausan. –Vissir þú ekki að þau nefndu þig sem forráðamann Tylers í erfðaskrá sinni, fröken Jacobs?
Emmy blés frá sér. –Jú. Ally bað mig um það áður en húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vegurinn heim
Nei, hún var ekki hans.
Undir sársaukanum kraumaði reiðin sem var við það að
vella upp úr og flæða út um allt eins og heitt hraun.
Hann sagði það eina sem hann gat sagt til að hún skildi nákvæmlega
hvar hún stóð.
–Þú skalt kalla mig fulltrúa, fröken Cavanaugh.
Var það þá svona sem þetta átti að vera?
Caitlyn Cavanaugh var í rauninni ekki hissa. Hún hafði auðvitað
vonast til þess að Nate hefði fyrirgefði henni eftir öll
þessi ár, eða í það minnsta hætt að hata.
Greinilega ekki. Og það var alls ekki líkt þeim Nate sem
hún þekkti einu sinni. Sá var afslappaður, rólegur og vildi
engin átök. Hún gat talið á fingrum annarar handar hversu oft
þau höfðu rifist á þeim tveimur árum sem þau voru saman.
Þegar hún hugsaði út í það þá hafði hún í rauninni aldrei séð
hann reiðan.
Fyrr en núna.
Það var ólga undir kuldalegu yfirborðinu og þó að hún
myndi aldrei viðurkenna það þá var sárt að sjá það eftir öll
þessi ár. Virkilega sárt. En hún neitaði að vera stimpluð sem
vondi kallinn í þessu þegar hann hafði sjálfur gerst sekur um
svik. Það má vera að hún hafi farið úr bænum og hún neitaði
ekki að það var hálf aumingjalegt að senda afsökunarbeiðni í
pósti en hann virtist vera búinn að gleyma að hann kvæntist
bestu vinkonu hennar aðeins þremur mánuðum eftir að hún
fór.
Hún skyldi aldrei láta hann vita hversu sárt það hafði verið.
–Afsakaðu þetta, fulltrúi, sagði hún og setti upp kurteislegt
og svolítið áhugalaust bros... sem hann endurgalt ekki.
Reyndar hafði hún ekki búist við því. Bros hans hafði alltaf
verið fallegt, svolítið skakkt og hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á valdi örlaganna
Grace Preston starði á beru fæturna sem gægðust undan síða kjólnum hennar. Strandbrúðkaup systur hennar hafði verið rómantískt og
afslappað... einmitt það sem brúðhjónin vildu. En þess vegna var
Grace skólaus og fannst hún meira en lítið berskjölduð.
Grace hafði ekki fyrir því að lyfta upp kjólnum þegar hún gekk
að flæðarmálinu. Fjandinn hafi það... hún myndi aldrei aftur nota
blágræna kjólinn aftur. Vatnið var kalt og hún hunsaði blauta sandinn sem loddi við hælana. Tunglið hékk neðarlega á himninum og
kastaði ljósrönd yfir hafflötinn. Öldugjálfrið var dáleiðandi og hún
slakaði aðeins á, fékk sér stóran sopa úr kampavínsglasinu í hægri
hendinni. Þegar glasið tæmdist, fyllti hún á það úr flöskunni sem
hún hélt í þeirri vinstri.
Það var ekki eins og hún ætlaði sér að verða full. Það var ekki
hennar stíll. Hún þurfti bara að vera ein. Fjarri gestunum og veislunni, sem þrengdu að henni.
Fimm dagar voru síðan hún kom heim og henni fannst strax
kominn tími til að fara aftur.
En ég geri það ekki.
Hún hafði mánuð. Fjórar vikur til að hlaða batteríin og taka sig
taki. Húntaldi sig ekki þurfa á því að halda. Yfirmaður hennar
var á annarri skoðun. Líka þerapistinn hennar. Hún hafði fengið
fyrirmæli... fara heim og njóta dálítils tíma með fjölskyldunni. Fara
heima og gleyma bílslysinu sem kollegi hennar hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný fjöldskylda
Þetta var í þriðja skipti sem hún sá hann á tveimur dögum. Og þar
sem ímyndunarafl hennar var líflegt hafði Fiona Walsh skapað alls
konar mögulegar útskýringar á því af hverju myndarlegasti maður
sem hún hafði nokkurn tímann séð virtist elta hana á röndum.
Hver var hann? Aðdáandi? Fulltrúi frá lottóinu? Eltihrellir?
Daginn áður hafði hún séð hann um morguninn, beint á móti
húsinu hennar, að halla sér að bíl og tala í farsíma. Hún hafði farið
út til að sækja blaðið og verið þar í nokkrar mínútur, þóst vera
að skoða hálfvisnaða kryddjurtabeðið. Svo hafði hann birst aftur
seinna um daginn, á meðan hún hljóp með hundinn á ströndinni.
Sami bíll. Sömu vel sniðnu fötin. Sama dökka hárið og sterku and
litsdrættirnir.
Nú var hann í reiðskólanum þar sem hún geymdi hestinn sinn.
Fiona stöðvaði Titan, hreinræktaða geldinginn sinn, á sandvell
inum og lyfti hjálminum ofar á höfuðið. Maðurinn var við bílinn
sinn, hallaði sér að hurðinni og fylgdist með henni. Það var ekkert
ógnandi í fasi hans. Hann virtist vera forvitinn, frekar en eitthvað
annað. Fiona fann fyrir yl þegar hún hafði útilokað þá hugmynd að
hann ætlaði sér að ráðast á hana og troða í skottið á bílnum sínum.
Myndarlegur maður, fallegur bíll, föt sem tjáðu sjálfstraust... hún
gat ekki annað en verið forvitin.
Aftur var hann að tala í farsímann, horfa á hana og tala. Fiona
hvatti Titan áfram. Stóri hesturinn hlýddi strax og hún hélt að
hliðinu. Ekki fleiri ágiskanir. Hún ætlaði sér að komast að því hver
maðurinn væri og hvað hann vildi. Núna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Blekkingarleikur
Þegar Linda Delaney vaknaði var hún bjartsýn á lífið og
ástina. Engu að síður togaði svefninn hana til sín á ný. Hún
ýtti honum frá sér og þráði faðmlag ástmanns síns. Ekkert
var eins gott og að kúra í faðminum hans.
Hún bylti sér og ætlaði að hjúfra sig upp að Tony undir
hlýrri sænginni en fann hann ekki. Um leið varð hún hrædd.
Skelfingu lostin.
Hún galopnaði augun og settist upp. Hún var ein í rúminu.
Þegar hún leit á klukkuna sá hún að hún var bara þrjú. Svefn
herbergisdyrnar voru hálfopnar svo að ljósið af ganginum
smaug inn. Tony hafði sennilega smogið fram jafn hljóðlega
og ljósið og gætt þess vandlega að vekja hana ekki.
Hún lokaði augunum og reyndi að bægja hugsunum sínum
frá sér. Grunsemdunum. Tilhugsuninni um svik. Því sem hún
vissi að hún yrði að gera. En það stoðaði ekkert.
Tony gæti verið að horfa á sjónvarpið. Hann gæti verið að
lesa. Hann gæti verið að gera hitt og þetta, allt saman siðlegt
og venjulegt, en innra með sér vissi hún að hann hafði læðst í
burtu af einhverjum öðrum ástæðum. Til að hafa samband
við birginn sinn. Til að skipta á peningum og deyfilyfjum
sem tóku burt manninn sem hún unni og skildu eftir ókunnan
mann í staðinn.
Samkvæmt Tony hafði hann einskis neytt síðan rúmu ári
áður en þau hittust. Hún hafði ákveðið að trúa honum, enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.