STEALTH

Eftirförin
Eftirförin

Eftirförin

Published Nóvember 2023
Vörunúmer 415
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var gjöf að vera við dauðans dyr. Eftir að hafa eitt ævinni í fremstu víglínu í mörgum styrjöldum innan fjölskyldunnar var það ekki fyrr en hún særðist, og var talin af, sem hún fann frelsið til að lifa lífinu.
Sárið undir vinstra viðbeininu minnti Kendru Spade á það daglega hvað hún hafði komist nálægt brúninni. Þetta
hafði líka verið það sem hún þurfti til að komast út úr fjölskyldufyrirtækinu. Kúla sem hún væri sátt við að fá í
sig aftur.
Hún klæddi sig í silkiskyrtuna og hneppti henni, en ekki alveg upp í háls til að það sæist í demantshálsfestina. Eins
og annað sem glitraði hafði hún aðdráttarafl fyrir stórlaxana með stærstu ginin. Giuseppe dómari sagði alltaf eitthvað
um hálsfestina hennar eftir réttarhöld. Hún efaðist ekkert um, miðað við blikið í augunum sem voru orðin sljó af að
horfa upp á alla illskuna, að það væri ekki bara hálsfestin sem honum fannst falleg. Að því sögðu myndi hún aldrei
selja sál sína fyrir greiða frá dómara. Það voru til miklu betri og auðveldari leiðir til að fá það sem hún vildi.
Hún tók dragtarjakkann, lagði hann yfir handlegginn og smeygði sér í háhæluðu skóna með rauðu sólunum. Setti á
sig varalit áður en hún gekk út af skrifstofunni og kíkti á sig í speglinum við dyrnar. Fullkomin í útliti eins og alltaf.
Það var gott að spegillinn sýndi ekki inn í sál hennar.
Þá sæist allt baslið sem fylgdi því að vera saksóknari og kona með fortíð. Allt í lífi hennar var fullt af sárum
og tilfinningalegum sprengjubrotum en bestu hlutarnir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is