Veröld Shaye Griest hafði alltaf verið full af demöntum og perlum og hún hafði aldrei þurft að hugsa um eitthvað sem hún átti ekki... starfsfólkið sá um allt fyrir hana og hana hafði aldrei skort hluti. Pabbi hennar var forsætisráðherra Alsír og landið var auðugt af olíu og gasi. Þegar hún var 5 ára hafði hún fengið gullsleginn Rolls Royce að gjöf frá forseta Nígeríu sem sagði kæruleysislega, –handa þér þegar þú getur farið að keyra bíl.
15 árum síðar stóð bíllinn í bílskúr í felustað föður hennar í Alsír... og hún myndi aldrei sjá hann aftur og pabba sinn ekki heldur.
Í sannleika sagt hafði hún aldrei verið hrifin af bílnum eða manninum sem gaf henni hann eða af pabba sínum sem geymdi bílinn hjá sér. Gott að vera laus við þá alla.
Hún dró kragann á kápunni betur saman um hálsinn meðan hún gekk að Combine matsölunni í Mystery, Montana. Það var farið að hvessa og desemberkuldinn varð ennþá naprari við það.
Úti var 12 stiga frost en henni leið eins og hún væri komin á dimma hlutann á tunglinu. Hún gæti alveg eins verið þar því pabbi hennar myndi frekar leita að henni þar en hérna í Montana.
Eða það vonaði hún að minnsta kosti. Mannfjandinn fann alltaf einhverja leið til að finna hana.
Skiltið utan við matsöluna skrölti í keðjunum sem það hékk í og hljómaði eins og vofa liðinna jóla. Hljóðið bergmálaði í
snævi þöktu umhverfinu og minnti hana á sáran einmanaleika sinn.
Hún vissi hvernig kuldi var því hún hafði ferðast mikið en hafði ekki reiknað með einmanaleikatilfinningunni sem fylgdi
svona ískulda.
Hún hefði átt að flýja á heitari stað. Tahítí var fínn staður á
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Það kemur að þeim tímapunkti í lífinu að maður verður að taka afstöðu og sýna öðrum hver maður er í raun og veru. Í skáldsögum var góðmennum alltaf stillt upp á móti illmennum og sá sem var hjartahreinastur sigraði. Í raunveruleikanum var samt ekkert svona einfalt.
Þegar Zoey var barn hafði hún eytt mörgum klukkutímum í einu við að klifra í uppáhaldstrénu sínu í garðinum og hvísla
leyndarmálum sínum að því meðan hún ímyndaði sér hvernig framtíðin yrði... framtíð sem yrði bara full af hamingju og velgengni. Draumarnir voru mismunandi en enduðu alltaf á því að hún var riddarinn á hvíta hestinum sem bjargaði saklausu fólki.
Hún hafði litið á tréð og styrk þess sem sjálfsagðan hlut, það var alltaf þarna og veitti henni alltaf skjól og hún vonaði að hún gæti veitt öðrum skjól einhvern daginn. Tréð var nokkurs konar hetja í hennar augum.
Einn daginn brotnaði trjágrein undan henni, trjágrein sem leit út fyrir að vera sterk og heilbrigð, og hún féll til jarðar.
Hún hafði verið 9 ára en ef hún lokaði augunum og einbeitti sér heyrði hún ennþá hljóðið þegar fótleggurinn brotnaði við það að lenda á hörðum trjárótunum.
Þegar fyrsti kærastinn hélt framhjá henni með bestu vinkonu hennar og þegar kærastinn hennar í framhaldsskólanum hafði allt í einu látið eins og hún væri ekki til varð henni hugsað um tréð. Þar hafði hún lært sína fyrstu lexíu um réttlætið... þó að allt liti vel út á yfirborðinu og virtist heilbrigt þýddi það ekki að innrætið væri ekki rotið.
Zoey Martin hafði treyst fáum eftir það, bara nokkrum
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Það var ómögulegt að breyta manneskju. Hins vegar var mögulegt að breyta áliti viðkomandi ef hvötin til þess var
fyrir hendi. Það vildi þannig til að dauðinn var ansi sterk hvöt.
Jarrod Martin horfði á manninn sem var bundinn við stólinn í miðju yfirheyrsluherberginu í Delta-búðunum, öðru
nafni Guantanamo Bay. Það var heitt, sem minnti hann á daga hans í Írak, en loftið var rakt og lyktaði af svita og hræðslu.
Þegar þessu væri lokið færi hann aftur út í daglegt líf þar sem var ekki hægt að sjá að stríð væri í gangi. Það var samt
sama hvar hann var staddur í veröldinni, þar var alltaf einhvers konar stríð í gangi og meira segja á nýja heimilinu hans
í Montana. Þess vegna var hann ekkert að flýta sér heim.
Hann var hingað kominn til að annað fólk væri öruggt, hann sjálfur meðtalinn. Hann var maðurinn sem var sendur af
stað til að lagfæra ástand sem ógnaði örygginu og til að losa aðra við hryðjuverkamenn.
–Losið hann, skipaði hann og horfði á fulltrúana tvo sem hann hafði fengið með sér sem verði.
–Herra, þetta er þekktur glæpamaður, sagði sá sem stóð nær. Hann leit út fyrir að vera 25 ára gamall eða svo og
Jarrod hefði getað svarið að það vottaði fyrir mjólkurskeggi á honum.
Hann bældi niður hlátur. –Hvað heitir þú? spurði hann
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Hún opnaði byssutöskuna og í ljós kom M24 riffill fyrir leyniskyttur, afskaplega fallegur riffill. Trish þurfti ekki að skjóta
einu einasta skoti úr honum til að vita hvernig tilfinning það var að toga í gikkinn, finna púðurlyktina og horfa á óvinina
falla á hnén.
Það var besta tilfinning í heimi sem fylgdi réttlætanlegri aftöku og það yrði auðvelt að losa umheiminn við mennina sem
stóðu í kringum hana, menn sem útdeildu dauða til annarra.
Hún strauk eftir byssunni og fann ójöfnu á henni þó að hún væri ný. Þessi byssa var ætluð fyrir annars konar aftöku, árás úr fjarlægð en ekki skot í höfuðið í návígi.
Sumir voru fljótir að dæma hana og fjölskyldu hennar fyrir starfið sem þau sinntu en henni var alveg sama. Henni var
sama þó að hún verndaði fólk sem kunni ekki að meta þessa vernd þó að sama fólk kynni að meta aðra verndara. Hún var veiðimaður sem barðist fyrir sitt svæði og lífi eins og hún þekkti það.
Það dimmdi meðan hún beið eftir Bozkurtlar, sem sumir kölluðu Gráu úlfana. Það var vægt til orða tekið að kalla þá
tyrknesk glæpasamtök því þetta var miklu meira en það. Samtökin voru ástæðan fyrir því að hún og fjölskylda hennar voru hérna í Adana, ástæðan fyrir því að hún svaf ekki á næturnar út af öllum ómerktu gröfunum sem voru á víð og dreif um hæðirnar. Nafnið passaði vel við samtökin því það skipti engu máli
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók