Scarlet Wilson

Snjóflóðið
Snjóflóðið

Snjóflóðið

Published Október 2023
Vörunúmer 427
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Stefan Bachmann skálmaði um tómu bygginguna og reyndi að leyna reiði sinni. Hann var skreflangur og
verktakinn átti fullt í fangi með að halda í við hann.
–Hvað með hin herbergin? Hvenær eiga þau að vera tilbúin? Og af hverju vantar enn búnað og tæki?
Opna átti einkaspítalann eftir tæpar tvær vikur. Ljóst var að svo yrði ekki.
–Við urðum fyrir seinkunum, muldraði verktakinn.
Þetta var það sama og hann hafði sagt síðustu vikur.
–Sjö stofur eru tilbúnar. Rafmagn og vatn er komið á í helmingi hússins. Í þessari viku flísalögðum við
og tengdum lagnir á baðherbergjunum í stofunum sjö og á starfsmannasvæðinu. Skurðstofurnar þrjár
og vöknunarstofan eru tilbúnar, en okkur vantar enn dálítið af búnaði. Eldhúsið er að verða klárt.
Þetta mátti teljast eðlilegt. En bygging lúxussjúkrahússins var á eftir áætlun. Aðeins helmingur þess var
tilbúinn.
Hann gekk inn í stórt rými. Það var gömul deild frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá hafði spítalinn verið
notaður sem endurhæfingarstöð fyrir stríðsfanga sem voru sendir þangað til að jafna sig í fjallaloftinu.
Hann fékk hnút í magann. Langafi hans hafði verið einn þessara manna. Hann var frá Belgíu, hafði særst
og kynnst langömmu Stefans þarna. Hún hafði verið hjúkrunarfræðingur á spítalanum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is