Scarlet Wilson

Fjölskylda í jólagjöf
Fjölskylda í jólagjöf

Fjölskylda í jólagjöf

Published Maí 2018
Vörunúmer 362
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Flýttu þér, Riley. Það er komið að þér. Harkalegt höggið í öxlina henti honum næstum úr stólnum. Riley hló og sneri sér við.
Frank Cairney, einn af hjúkrunarfræðingunum í endurhæfingunni, stóð þarna með bakpokann á öxlinni. –Á ég að fara að taka frá pláss við barinn fyrir okkur?
Riley kinkaði kolli. –Ég þarf bara að klára nokkrar skýrslur og svo kem ég. Takk, strákar.
Hann vélritaði hratt inn í rafrænu skýrsluna og gerði ítarlega skýrslu um ástand Jake Ashford, hermanns sem hafði slasast í
Afganistan og lá nú inni á endurhæfingarspítala hersins í Waterloo Court.
Það var seint um eftirmiðdag á föstudegi. Þeir sem gátu farið heim höfðu farið heim. En sumir sjúklinganna myndu ekki geta farið heim til sín á næstunni. Jake var einn af þeim.
Starf í endurhæfingarstofnun hafði ekki verið á planinu hjá Riley. En vegna fjölskylduaðstæðna hafði kollegi hans ekki
getað hafið störf á tilsettum tíma, svo að spítalann vantaði einhvern til að fylla í skarðið. Skurðlækningareynsla Rileys í bæklunarlækningum hafði vakið athygli og tilflutningi hans hafði verið frestað um nokkrar vikur.
En í dag var síðasta vaktin hans. Satt best að segja var hann feginn. Starfsfólkið og stuðningsteymið á Waterloo Court var frábært og endurhæfingarstarfið í heimsklassa, en Riley kunni við hraðann á neyðarvaktinni. Næsta mánudag yrði hann kominn til Sierra Leone, þar sem önnur hrina af ebólu virtist vera að brjótast út.
Hann lauk við skýrslurnar og gekk niður ganginn að rúmum sjúklinganna. Hann heyrði hlátur hennar áður en hann kom auga á hana.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is