–Gerðu það, herra, við viljum endilega koma til Craigie-kastala um jólin. Þar fæddumst við. Við viljum sjá hann aftur áður en hann er seldur. Það er nægt pláss. Við verðum ekki fyrir. Gerðu það, herra minn. Herra minn. Angus var ekki vanur svona virðingu og yrði það líklega ekki. Hann hafði ætlað að vera herra Craigie-kastalans eins stutt og hann gæti áður en hann færi. En þetta voru hálfbróðir hans og -systur, börn úr seinna hjónabandi föður hans, og hann vissi hve illa það hjónaband hafði farið. Hann hafði sloppið til Manhattan og móðir hans hafði verið vel stæð. Þessir krakkar höfðu aldrei sloppið úr fátæktinni og vanrækslunni sem tengdust gamla jarlinum. –Mömmu líður ekki vel, sagði strákurinn, orðinn ákafur af því að hann hafði ekki fengið neitun samstundis. –Hún getur ekki komið með okkur þangað í heimsókn. En þegar þú skrifaðir okkur og sagðir að það ætti að selja kastalann og hvort hún vildi eitthvað... Jæja, við viljum svolítið. Faðir okkar sendi okkur burt án viðvörunar. Mary... hún er þrettán ára... var svo mikið uppi í hæðunum með greifingjum og öðrum villtum dýrum. Ég veit að það hljómar heimskulega en hún elskaði dýrin og grætur enn þegar hún hugsar um þau. Það er ekkert þannig í London. Hún vill tækifæri til að kveðja. Polly er tíu ára og vill búa til virki í kjallaranum aftur, taka myndir af öllu saman til að sýna vinum sínum að hún bjó í raun og veru í kastala. Og ég... Vinir mínir eru í Craigenstone. Ég var í hljómsveit. Að fá tækifæri til að spila aftur með þeim, og um jólin... Mamma er svo veik. Það er svo ömurlegt hérna. Þetta væri bara..
–Jeminn, Jules, þú myndir ekki vilja vera þar núna. Allt svæðið virðist tilbúið að brenna.
Það voru tveir dagar til jóla. Ástralski fjármálabransinn lokaðist á milli jóla og nýársins en samningurinn sem Julie McDowell var að vinna að, var alþjóðlegur. Lagaatriðin voru mikilvæg.
En Blue Mountains... Eldur.
Hún losaði sig við samningabunkann og gekk að skrifborðinu hans Chris. Chris var þrjátíu og tveggja ára, eins og Julie, en vinnusiðferði kollega hennar var eins ólíkt hennar og hægt var. Chris vann frá níu til fimm og ekki mínútu lengur áður en hann fór heim til konu sinnar og barna í úthverfinu. Stundum skoðaði hann vefsíður á vinnutíma.
Mikið rétt, vafrinn var opinn í tölvunni hans núna. Hún kom aftan að honum og sá kort af eldum. Blue Mountains. Lína af rauðum stjörnum.
Hún leit beint á Mount Bundoon, smáþorp innan um stjörnurnar. Smáþorpið sem hún hafði eitt sinn búið í.
–Er það að brenna? spurði hún á innsoginu. Hún hafði verið svo önnum kafin að hún hafði ekki heyrt neinar fréttir tímunum saman. Eða dögum saman?
–Ekki enn. Chris þysjaði inn á nokkrar stjörnur. –Þetta eru viðvaranir, ekki skipanir um brottflutning. Það kom stormur í gærkvöldi, honum fylgdu eldingar en lítið regn. Gróðurinn er skrauf-
–Ef þú vilt bjarga barninu þínu með söngli og höfrungunum sem éta fiskinn okkar skaltu bara kasta peningunum frá þér. Höfrungaathvarfið er að fífla þig og þú æðir beint til þeirra. Þetta var einmitt það sem dr. Jack Kincaid vildi ekki heyra. Hann leit á fölt barnið í farþegasætinu og vonaði að Harry hlustaði ekki á. Andlit litla drengsins var tómt og sviplaust, en þannig var það líka alltaf. Harry hafði varla talað nokkuð eftir bílslysið sem kostaði foreldra hans lífið. –Athvarfið virðist vera að byggja upp gott orðspor, sagði hann og datt ekkert annað í hug. Hann vildi ekki vera hérna en þurfti að taka bensín. Náunginn sem vann inni á bensínstöðinni, feitur, sóðalegur og hafði greinilega ekkert betra að gera, hafði rölt út til að spjalla. Engin furða að honum virtist leiðast. Hér voru fáir bílar á ferð. Jack var yfir 450 kílómetra frá Perth, á leið inn í einn strjálbýlasta hluta Ástralíu, Dolphin Bay. Höfrungar. Lækningar. Hann hugsaði um öll veggspjöldin sem hann hafði séð og varð óglatt. Hvað var hann að gera hérna? –Er strákurinn veikur? spurði maðurinn og Jack notaði takka á fjarstýringunni til að loka glugganum, svo Harry heyrði ekki meira. Harry sýndi engin viðbrögð. Hann virtist ekkert taka eftir því að verið var að útiloka hann frá samtalinu. Hann virtist aldrei taka eftir því. –Hann meiddist í bílslysi fyrir nokkru, sagði hann. Bensínið
Maggie Tilden elskaði að liggja í myrkrinu og hlusta á regndropa skella á bárujárnsþakinu. Best var að liggja ein og hlusta. Stóra rúmið hafði hún út af fyrir sig. Rúmið var hennar. Hún hafði leigt íbúðina... hluta af stærsta húsinu í Corella Valley... í sex mánuði og hún naut kyrrðarinnar til fulls.