Marion Lennox

Jólaævintýri
Jólaævintýri

Jólaævintýri

Published Febrúar 2016
Vörunúmer 361
Höfundur Marion Lennox
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

–Gerðu það, herra, við viljum endilega koma til Craigie-kastala
um jólin. Þar fæddumst við. Við viljum sjá hann aftur áður en
hann er seldur. Það er nægt pláss. Við verðum ekki fyrir. Gerðu
það, herra minn.
Herra minn. Angus var ekki vanur svona virðingu og yrði það
líklega ekki. Hann hafði ætlað að vera herra Craigie-kastalans
eins stutt og hann gæti áður en hann færi.
En þetta voru hálfbróðir hans og -systur, börn úr seinna hjónabandi föður hans, og hann vissi hve illa það hjónaband hafði
farið. Hann hafði sloppið til Manhattan og móðir hans hafði
verið vel stæð. Þessir krakkar höfðu aldrei sloppið úr fátæktinni
og vanrækslunni sem tengdust gamla jarlinum.
–Mömmu líður ekki vel, sagði strákurinn, orðinn ákafur af því
að hann hafði ekki fengið neitun samstundis. –Hún getur ekki
komið með okkur þangað í heimsókn. En þegar þú skrifaðir okkur og sagðir að það ætti að selja kastalann og hvort hún vildi eitthvað... Jæja, við viljum svolítið. Faðir okkar sendi okkur burt án
viðvörunar. Mary... hún er þrettán ára... var svo mikið uppi í
hæðunum með greifingjum og öðrum villtum dýrum. Ég veit að
það hljómar heimskulega en hún elskaði dýrin og grætur enn
þegar hún hugsar um þau. Það er ekkert þannig í London. Hún
vill tækifæri til að kveðja. Polly er tíu ára og vill búa til virki í
kjallaranum aftur, taka myndir af öllu saman til að sýna vinum
sínum að hún bjó í raun og veru í kastala. Og ég... Vinir mínir
eru í Craigenstone. Ég var í hljómsveit. Að fá tækifæri til að
spila aftur með þeim, og um jólin... Mamma er svo veik. Það er
svo ömurlegt hérna. Þetta væri bara..

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is