Delores Fossen

Makleg málagjöld
Makleg málagjöld

Makleg málagjöld

Published 1. september 2014
Vörunúmer 9
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Hún bar fingur að vörum, gaf honum merki um
að hafa hljótt.
Hver fjandinn?
Til að gera þetta enn furðulegra, gaf hún hon-
um merki um að koma nær.
Declan velti því fyrir sér. Hann velti líka fyrir
sér að kalla til hennar en hún hristi höfuðið ákaft
og gaf honum aftur merki um að hafa hljóð.
Hann reyndi að sjá hvort hún væri vopnuð en
gat ekki verið viss. En þar sem hún hafði haft gott
tækifæri til að skjóta á hann án þess að gera það,
ákvað Declan að taka áhættu. Hann stakk byss-
unni ekki í slíðrið en gekk nær.
Já, þetta var kona. Um það bil 165 sentímetrar
á hæð. Nokkur hár höfðu sloppið undan derhúf-
unni og honum sýndist hún vera dökkhærð.
–Inn, hvíslaði hún og kinkaði kolli að bakdyr-
unum. –Gerðu það, bætti hún við.
Ef hún var glæpamaður var hún kurteis glæpa-
maður, svo mikið var víst. Síðustu orðin höfðu
engin áhrif á Declan en annað mátti segja um ótt-
ann sem hann heyrði í rödd hennar. Eða eitthvað.
Það var eitthvað sem sagði honum að hún væri
ekki morðingi.
Líklega ekki.
Hann hafði áður haft rangt fyrir sér. Og var
með ör á bringunni til að sanna það.
En stöðvaði það hann?
Honum til vanþóknunar, stöðvaði það hann
ekki. Hann hafði aldrei verið varkár maður og þótt
þetta virtist vera góður tími til að byrja á því, gekk
Declan enn nær og leitaði enn að merkjum um að
hún væri vopnuð.
Allt í lagi, hún var vopnuð.
Dularfulli gesturinn færði jakkann til hliðar og í
ljós kom skammbyssa... Glock... í axlarhulstri. Þar
sem hún gerði enga tilraun til að draga byssuna
upp, gekk Declan enn nær, upp hliðartröppurnar.
Hann benti lík

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is