Flýtilyklar
Brauðmolar
Carla Cassidy
-
Morðhugur
Jordon James alríkislögreglufulltrúi hataði tvennt... veturinn og morð... og var um það bil að sökkva sér niður í hvort tveggja. Hún hrukkaði ennið og starði út um litla gluggann á þyrlunni sem flutti hana frá Kansas City til ferðamannabæjarins Branson í Missouri.
Þegar þau fóru frá Kansas City hafði jörðin verið vetrarbrún og milt veður. Því miður seig hitamælirinn eftir því sem
þau nálguðust Branson og 10 sentimetra snjólag hafði fallið í bænum um nóttina.
Þyrlan flaug inn til lendingar en Jordon sá fyrir sér strönd og skært sólskin, sólstól og áfengan ávaxtadrykk. Hún hafði
pantað sér langþráð frí í Flórida í lok næstu viku. Vonandi yrði þetta mál í Branson fljótleyst svo hún þyrfti ekki að fresta þessu langþráða fríi.
Hún hafði verið send hingað sem ráðgjafi, sem greiði yfirmannsins við bæjarstjórann í Branson. Það eina sem hún vissi
var að þrjú morð höfðu verið framin á jafnmörgum mánuðum á vinsælu gistiheimili. Nýjasta fórnarlambið hafði verið stungið til bana og þerna hafði fundið líkið í herberginu daginn áður.
Jordon gat alveg unnið með öðrum þegar þess þurfti en kaus að vinna ein. Hún hafði á tilfinningunni að Tom Langford yfirmaður hefði valið hana í starfið vitandi það að hún yrði að reyna að vinna með lögreglustjóra sem vildi örugglega
ekki hafa hana þarna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bærinn við vatnið
Það er ekki hægt að segja fyrir um aðgerðir morðingja sem breytir um reglur í miðjum leik.
Bókin er 7 tímar í hlustun.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK995 kr. -
Hver er morðinginn?
Daniel Carson sat við litla skrifborðið á lögreglustöðinni í Lost Lagoon. Rimlagardínurnar voru lokaðar svo það var fullkomið næði á skrifstofunni. Fyrir utan litla glerbúrið heyrðist í mönnunum í vaktherbergi lögreglumannanna, samræðurnar hljómuðu eins og lágvært suð.
Þeir voru allir að ræða um komu nýja lögreglustjórans sem ríkissaksóknari hafði tilnefnt til að taka við stöðunni og uppræta alla spillingu sem gæti verið að finna í deildinni áður en hægt væri að kjósa nýjan lögreglustjóra í litla bænum.
Það var tæpur mánuður síðan Trey Walker, fyrrum lögreglustjóri, og Jim Burns bæjarstjóri höfðu verið handteknir fyrir eiturlyfjasölu og morðtilraun. Þeir höfðu flutt varning sinn í undirgöngum frá fenjamýrinni að húsi Trey og þaðan fóru eiturlyfin í bíla og ekið var með þau út úr fylkinu.
Hneykslið hafði skekið litla bæinn í fenjamýrum Mississippi.
Daniel var næstráðandi lögreglustjórans og hafði þar af leiðandi verið settur lögreglustjóri til bráðabirgða en þetta var starf sem hann hafði ekki viljað fá og gat ekki beðið eftir að tæki enda.
Hún ætti að koma á hverri stundu. Olivia Bradford lögreglustjóri sem hafði verið send hingað frá Natchez. Daniel vissi ekkert um konuna en átti von á kvenskörungi sem hafði ekki einungis vald til að reka þá sem hún vildi heldur var með
alla forkólfa í ríkinu á bak við sig.
Það var ekkert skrýtið þó að menn kviðu fyrir að hitta nýja yfirmanninn, væru bæði kvíðnir og órólegir. Hausar fengju að
fjúka ef hún fyndi eitthvað eða einhvern sem ekki væri viðeigandi í deildinni. Allir höfðu áhyggjur af starfi sínu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Afturgangan
Þetta var fullkomið kvöld fyrir draugagöngu. Tunglið í
Mississippi var næstum falið bak við þokuna sem skreið yfir
landið og göturnar í litla bænum Lost Lagoon.
Savannah Sinclair batt vasaljósið með tvöfalda geislanum,
sem hékk við mittið á henni undir hvítum, þunnum, skósíðum
kjólnum, betur við sig. Hún hafði lýst andlitið með púðri og
vissi að flestir myndu telja að það sem hún aðhafðist væri
meira en lítið undarlegt.
Kannski hafði hún verið meira en lítið undarleg síðustu tvö
árin eftir að eldri systir hennar og besta vinkona, Shelly, hafði
verið myrt og fundist fljótandi í lóninu.
Líf Savannah hafði breyst til frambúðar þessa nótt. Hún
hafði breyst til frambúðar og það sem hún ætlaði sér að gera
núna, á miðnætti, sannaði að dauði Shelly hafði ennþá djúpstæð áhrif á hana sem hún gat ekki hrist af sér.
Hún starði á draugalega spegilmynd sína og velti því fyrir
sér hvort hlutirnir væru öðruvísi ef morðið á Shelly hefði verið
upplýst og morðingi hennar handtekinn.
Hún sneri sér snöggt frá speglinum og gekk út af baðherberginu. Klukkan á náttborðinu í svefnherberginu sýndi tölurnar
23:30. Tímabært að leggja í hann.
Hún slökkti öll ljós í fjögurra svefnherbergja húsinu sem
hafði einu sinni verið heimili fjölskyldu hennar, greip vasaljós
sem passaði í lófann og smeygði sér út um bakdyrnar.
Dimm nóttin umlukti hana og hún leit snöggt á hús næsta
nágranna, ánægð með að öll ljós voru slökkt og nágranninn,
Jeffrey Allen, var örugglega kominn í háttinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Draumaprinsinn
Jimmy tók fastar um stýrið er hann hugsaði
um varnarlausu konuna í höndum drukkins
manns með byssu. Hann sveigði inn á slóð sem
hann vissi að lá að bústað Sheri.
Við bústaðinn fallega stóð guli pallbíllinn
hennar, en engir aðrir bílar. Jimmy fór út úr
bílnum og gekk að húsinu, reiðubúinn að grípa
til vopna ef með þyrfti. Hann bankaði, en enginn kom til dyra. –Sheri? Þetta er Carmani
rannsóknarlögregluþjónn.
–Ég er hérna baka til, kallaði hún. Engin
streita var í röddinni, en hann var þó enn við
öllu búinn er hann gekk meðfram húsinu.
Þegar hann kom fyrir hornið stirðnaði hann.
Sheri stóð með haglabyssu og miðaði á Travis
Brooks, sem stóð skelfdur í skógarjaðrinum
með hendurnar á lofti.
–Guði sé lof að þú ert loksins kominn, hrópaði Travis upp yfir sig. –Hún er orðin snarbrjáluð. Hún hefur miðað á mig haglabyssu í tuttugu
mínútur og segist skjóta ef ég hreyfi mig.
Jimmy kinkaði kolli til Travis og virti litlu,
grannvöxnu byssukonuna fyrir sér. Hún var
klædd þröngum gallabuxum og svörtum stuttermabol með merki verslunarinnar við þjóðveginn, sem hún átti.
Það kom honum verulega á óvart að sjá að
hún var greinilega þaulvön skotvopnum. Við
hlið hennar stóð stór, svartur blendingshundur.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Hugarangur
Hún ríghélt sér í handriðið neðst í stiganum.
Blóð. Það var svo mikið blóð. Sársaukinn
var svo mikill að hún gat varla hugsað skýrt.
Nei, öskraði heilinn í henni. Þetta gat ekki verið að gerast. Hún var í þann mund að missa
takið á handriðinu sem kom í veg fyrir að hún
skylli í gólfið.
Blóð. Það var of mikið blóð. Hún gerði örvæntingarfulla tilraun til að halda aftur af sársaukaópinu, en það slapp út, fyrst sem lág stuna
og síðan svo hátt öskur að það hefði getað vakið látinn mann.
Marlene Marcoli settist snöggt upp í rúminu.
Hjartað sló allt hvað af tók. Smám saman
komst hún út úr martröðinni, sem orðin var
býsna kunnugleg. Sólin skein inn um gluggann
í litla svefnherberginu hennar og þegar hún leit
á klukkuna sá hún að hún var farin að ganga
níu.
Að ganga níu! Hún var komin hálfa leið
fram úr þegar hún mundi að það var ekki lengur í hennar verkahring að vakna eldsnemma,
keyra að mannlausu íbúðinni hennar Liz,
móðursystur sinnar, og baka þar kökur og bökur, kanilsnúða og annað sem Roxy, systir hennar, þurfti á að halda á vinsæla veitingastaðnumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Dúkkuhúsið
Í fyrsta sinn í þrjú og hálft ár var Liz frænka sein fyrir. Roxy Marcoli leit á úrið sitt í þriðja skipti á fimm mínútum og reyndi að æðrast ekki.
Roskna konan hafði aldrei fyrr komið of seint með brauðið og kökurnar sem Dúkkuhúsið bauð viðskiptavinum sínum upp á daglega. Hún kom ævinlega klukkan hálfsjö, hálftíma áður en Roxy opnaði veitingahúsið.
Klukkan átti nú eftir fjórðung í sjö og ekkert bólaði á Liz frænku. Roxy hafði þegar hringt tvisvar heim til hennar en enginn svarað. Hún hafði líka reynt að hringja í farsímann.
–Kannski hefur hún tafist í umferðinni, sagði framkvæmdastjórinn hennar Roxy, Josephine Landers, og kannaði stöðuna á bökunum í ofninum.
–Já, umferðarteppur eru nefnilega svo algengar í Wolf Creek í Pennsylvaníu, sagði Roxy þurrlega. Hún minntist þess ekki að hafa heyrt um öngveiti í umferðinni í litla ferðamannabænum í fjöllunum um þrjátíu kílómetra frá borginni Hershey.
–Hún svarar aldrei í símann ef hún er að keyra. Hún kemur ábyggilega á hverri stundu, sagði Josie og lét óstundvísi Liz sér auðheyrilega í léttu rúmi liggja.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Háskalegur leikur
Hjartað tók bara svolítinn kipp þegar hann sá hana. Alexander
Harkins var í rauninni ekki hissa. Hjartað hafði tekið kipp
þegar hann sá hana í fyrsta sinn og meira að segja núna,
tveimur árum eftir skilnaðinn, voru þetta ósjálfráð viðbrögð
sem hann hafði á tilfinningunni að geta aldrei stjórnað.
Dökkt hár Georginu Beaumont fulltrúa var kannski strákslega stutt en það var ekkert strákslegt við stóru grænu augun,
sem voru umlukin löngum, dökkum augnhárum, eða klassíska
fegurð hennar.
Það var ekki vottur af neinu karlmannlegu við þrýstin brjóstin,
mjótt mittið og löngu, grönnu fótleggina. Þó að hún væri í hvítri
stutterma blússu og vel sniðnum svörtum buxum tókst henni að
vera kvenleg án fyrirhafnar og fáránlega kyn þokkafull.
Hann sat hinum megin í stóra fundarsalnum þegar hún gekk
inn og fór að spjalla við tvo aðra alríkisfulltrúa sem stóðu nálægt dyrunum.
Eftir skilnaðinn höfðu þau unnið í sömu byggingunni en
ekki verið sett saman í mál og ekki hist nema af og til. Það að
bæði skyldu vera stödd í sama herbergi benti til þess að það
færi að breytast.
Alexander fann fyrir kvíðahnút í brjóstinu þegar hann hugsaði um verkefnið sem þau myndu fá. Það þurfti eiginlega ekki
að hugsa mikið um það. Hann vissi að fólkið í herberginu hafði
verið kallað saman til að mynda starfshóp til að sjá um máVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leyndarmálið við vatnið
Jackson Revannaugh leið eins og hann væri að nálgast til Oz
þegar þotan steypti sér niður á milli gróinna akra í endalausum
röðum. Hvergi að sjá merki um þéttbýli þarna í nágrenni alþjóðaflugvallar Kansasborgar. Klukkan var að ganga átta um kvöld og
hann gat ekki beðið eftir að komast út úr vélinni.
Flugið frá Baton Rouge hafði verið ríflega þriggja tíma langt
og ekki var nóg með að ungbarn hafði gaulað alla leiðina, heldur
hafði krakkinn í sætaröðinni fyrir aftan sparkað með reglulegu
millibili í stólbakið hjá honum.
Jackson var vægt sagt úfinn í skapi þegar hann reis upp úr
sætinu. Of lítill svefn síðastliðnar tvær vikur ofan á langa og
þreyt andi flugferð í litlu olnbogarými ásamt þeirri staðreynd að
lítill poki með kartöfluflögum var eina næringin sem hann hafði
látið inn fyrir sínar varir síðustu átta tímana olli því að hann var
síður en svo hamingjusamur.
Sem betur fór tók það hann einungis örfáar mínútur að koma
sér frá borði. Hann greip stóru íþróttatöskuna úr farangursgeymslunni fyrir ofan sætið en í henni rúmuðust helstu nauðsynjar fyrir fyrirhugaða dvöl hans í Kansasborg í Missouri. Síðan
arkaði hann aftur eftir flugvélinni og að næsta útgangi.
Tvöfaldar dyr lágu út úr flugstöðvarbyggingunni. Rakur júlíhiti Miðvesturríkjanna reyndist ansi frábrugðinn andrúmsloftinu
í Bachelor Moon í Lousiana þar sem hann hafði síðustu vikurnar
unnið sleitulaust að rannsókn á hvarfi hjóna og ungrar stjúpdóttur þeirra. Honum hafði verið kippt úr því máli án þess aðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.