Alison Roberts

Björgunarleiðangurinn
Björgunarleiðangurinn

Björgunarleiðangurinn

Published 1. september 2014
Vörunúmer 318
Höfundur Alison Roberts
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Mannvera, sem var svartklædd frá hvirfli til ilja, steig út úr
bílnum farþegamegin.
Hávaxin. Sterkleg. Teygði sig í eitthvað sem hlaut að vera
þungur bakpoki í aftursætinu og lyfti honum fyrirhafnarlaust á
aðra öxlina.
Og svo sneri hann sér við og Rebecca sá andlitið undir hárinu
sem var eins svart og einkennisbúningurinn. Hún sá miskunnarlausa
andlitsdrætti mannsins sem hún hataði svo heitt að
áfallið rændi hana andardrættinum og fékk hjartað til að slá svo
hratt að það var sársaukafullt við rifbeinin.
–Getur ekki verið.
–Hvað? Gráhærður maður í einkennisbúningi með merki
stærstu þyrlubjörgunarsveitar Nýja Sjálands færði sig frá
litlum hópi fólks framan við stórt kort sem þakti vegg
inni á skrifstofu hans á annarri hæðinni. –Sagðirðu eitthvað,
Bec?
Orðin höfðu verið eins og kvalafull stuna innra með henni
en hún hafði greinilega sagt þau upphátt. Kannski höfðu þau
meira að segja borist lengra en til eyrna yfirmannsins, Richards.
Það gæti útskýrt af hverju maðurinn fyrir utan hafði snúið
höfðinu svona snöggt til að líta upp. Af hverju augnaráðið
hafði lent beint á andliti hennar.
Hún fann hvernig hann varð grafkyrr þegar hann þekkti
hana. Var erfitt að bera svona þunga sektarkennd?
Hún vonaði það.
–Aha... nú var röddin

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is