Flýtilyklar
Brauðmolar
Alison Roberts
-
Stolin nótt
Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Vælandi bremsuhljóð. Skellur þegar höfuðið á Abigail Phillips small á hnakkapúðanum og bíllinn kipptist til
þegar drapst á vélinni. Óttinn við að eitthvað verra myndi gerast fékk Abby til að klemma augun aftur í nokkrar sekúndur og grípa um stýrið eins og líf hennar lægi við.
Myndi bíllinn hennar verða fyrir öðru höggi og kastast inn í umferðina eða á næsta ljósastaur?
En það var bara þögn núna og bíllinn hennar var jafn stöðugur og hann hafði verið fyrir ákeyrsluna, þegar Abby
hafði verið fyrst til að stöðva við rautt ljós. Hún gerði sér grein fyrir að það hafði bara verið keyrt aftan á hana og
það var sjálfsagt ekkert stórmál. Hún myndi gjarnan vilja stökkva út og kanna skemmdirnar á bílnum en það var ekki
að fara að gerast. Það sem hún gerði var að draga andann djúpt nokkrum sinnum og reyna að ná stjórn á því hvernig
hjartað í henni barðist upp við rifbeinin. En í stað þess að hægja á sér missti það úr slag þegar einhver barði á gluggann og gerði henni aftur bylt við.
Augu hennar galopnuðust. Það var andlit á glugganum hennar núna. Mjög áhyggjufullt andlit.
–Guð minn góður... heyrði hún hann segja. –Mér þykir þetta svo leitt. Ertu meidd?
Hann reyndi að opna en dyrnar voru læstar. Abby varEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Feimnin sigruð
–Hvað er þetta?
–Ekkert. Annalise Phillips reyndi að brjóta blaðið saman aftur og troða því ofan í umslagið á sama tíma. Yfirvegun
hennar virkaði ekki alveg og Abby yngri systir hennar pírði augun með vantrúarsvip.
–Þetta umslag er með glugga. Þetta er reikningur, er það ekki?
–Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég með allt undir stjórn. Lisa fylgdist með þar sem Abby stýrði hjólastólnum
sínum að hinni hlið eldhúsborðsins. Hún hafði alltaf haft lag á að sannfæra Abby um að hún gæti bjargað sér og það hafði reynst vera raunin í svo mörg ár að það var orðin sjálfkrafa og einlæg fullvissa. Af hverju var Lisa þá vör við að einhver andsstyggðar kvíði læddist upp að henni í þetta skiptið?
–Sjáðu... Það var gott að það var eitthvað til staðar sem fékk hana til að hugsa um annað. –Það er líka bréf til þín.
Enginn gluggi.
–Í alvöru? Abby færði fartölvuna sína af hnjánum á sér yfir á borðið og teygði sig eftir bréfinu. –Kannski er þetta
staðfesting á tíma í bílprófið. Hún brosti breitt til Lisu. –Ég trúi ekki ennþá að þér hafi tekist að fjármagna breytingarnar
á bílnum mínum. Það er það mest spennandi sem hefur gerst...
Það var góð tilfinning að geta brosað og baðað sig upp úr ljóma þess að hafa afrekað eitthvaðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einhleypur pabbi
–Ó, nei... þér getur ekki verið alvara.
–Mér þykir það leitt, doktor Cunningham, en svona er þetta. Ég er viss um að þú skilur að við skipuleggjum ekki
bráðatilfelli botnlangabólgu. Við gerum okkar besta til að finna einhvern sem getur leyst af, en ef við erum raunsæ
mun það ekki gerast fyrr en eftir áramótin. Fólk vill vera með fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar og... þetta er svo
stuttur fyrirvari. Það er tuttugasti desember, í guðanna bænum. Veistu, það eru bara nokkrir dagar til jóla.
Auðvitað vissi hann það. Það var englahár á undarlegustu stöðum á bráðadeildinni hérna á Cheltenham Royal sjúkrahúsinu og lítið jólatré í biðstofunni. Nokkrir starfsmenn voru farnir að ganga með eyrnalokka með blikkandi ljósum eða hárspangir með hreindýrshornum eða litlar rauðar húfur með dúskum og hann var sífellt að heyra fólk raula jólalög. Það hafði meira að segja komið maður í jólasveinabúningi með sjúkrabíl fyrr um daginn, eftir að hafa hugsanlega fengið hjartaáfall þegar hann var að takast á við allt smáfólkið sem vildi sitja á hné hans og láta taka af sér mynd í stærstu verslun bæjarins.
Og auðvitað vissi hann að fólk vildi vera með fjölskyldum sínum. Eða fannst því bera skyldaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Föðurbróðirinn
Jafnt og þétt óx efi Finns um að hann væri að gera rétt og á endanum fékk hann snert af höfuðverk. Ýmis siðferðisleg vafamál fylgdu áætlun hans, enda þótt það hefði verið auðvelt að bægja þeim frá sér þegar hann fékk þessa fáránlegu flugu í höfuðið. Ef til vill var líf hans í þann veginn að gjörbreytast.
–Eruð þið orðnar svangar? spurði hann og leit aftur í.
–Ég á epli, flögur og rúsínur. Ykkur þykja rúsínur góðar, er það ekki?
–Nei.
–Eruð þið þyrstar?
–Nei.
–Það er farið að kólna, ekki satt?
Finn vissi að hann var að tapa baráttunni en varð að halda áfram að tala. Hann varð að láta sem allt væri með
felldu, enda þótt ekkert gæti verið fjær sanni.
Hann var heldur ekki svangur. Það hafði reynst þrautin þyngri að innbyrða hálfa samloku þegar þau gerðu hádegishlé á ferðalagi sínu. Honum hafði næstum því orðið ómótt.
–Sjáið þessi stóru, svörtu ský þarna uppi, sagði hann og reyndi að sýnast glaðlegur. –Er ykkur nógu hlýtt, stelpur?
Hann leit aftur í spegilinn. Fjögur stór, brún augu störðu á hann. Hvernig gátu þriggja ára börn verið svona tortryggin á svipinn? Kannski væri telpurnar bara varkárar.
Hann láði þeim það ekki.
Hann reyndi einu sinni enn. –Ellie? Emma? Viljið þið að ég stansi og finni yfirhafnirnar ykkar? Þessar bleiku og fallegu?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamla húsið
Hvernig gat svo margt farið svona skelfilega úrskeiðis?
Ellie Thomas fann útlínur símans sem hún hélt upp að eyranu. Brúnirnar urðu skarpari þegar hún herti takið á símanum, urðu áþreifanlegar og raunverulegar.
Það sem hún hafði heyrt gat alls ekki verið raunverulegt.
Eða hvað?
–Ava…ertu þarna ennþá?
Það var andartaksþögn og síðan heyrði hún aftur rödd vinkonu sinnar. Bestu vinkonu eins lengi og hún mundi eftir sér.
Sambandið hafði enst alla barnæskuna, í gegnum áfallið sem fylgdi skurðaðgerð og lyfjameðferð Övu þegar þær voru unglingar. Hún átti góðar minningar frá því að hún var brúðarmær Övu tveimur árum áður og dekkri minningar tengdar örvæntingu bestu vinkonu sinnar yfir því að geta ekki orðið móðir, sem var fylgifiskur meðferðarinnar sem hafði bjargað lífi hennar. Vinskapurinn hafði virst órjúfanlegur, þar til fyrir tveimur vikum…
–Já…ég er ennþá hérna. Hún heyrði niðurbælt snökt. –Mér þykir þetta leitt, mér þykir þetta svo leitt, Ellie.
Leitt? Eins og það kippti bara öllu í lag?
–Hvar ertu? Ellie heyrði hljóðið í einhvers konar tilkynningu og hávær umhverfishljóð. Var Ava stödd á lestarstöð?
–Talaðu við mig, Ava. Við getum leyst úr þessu. Ég hef verið að reyna að hringja í þig í heila viku.
Alveg síðan að hún hafði heyrt að Marco, glæsilegur en heldur hviklyndur eiginmaður Övu, hefði pakkað saman ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Töfrar jólanna
Það sem Emma Sinclair þurfti núna var töfrasproti. Töfrasproti sem hún gæti veifað yfir dagatalinu og látið desembermánuð hverfa. Breytt honum í janúar og byrjun á nýju ári. Nýju lífi. Eða ekki.
Kannski gæti hún notað sprotann til að frysta tímann. Svo alltaf yrði byrjun desembermánaðar, þar sem henni leið svo vel að hún gat ímyndað sér að síðustu ár hefðu aðeins verið slæmur draumur.
Loftið var orðið þungt í pínulitlu íbúðinni í London. Emma opnaði rifu á gluggann til að hleypa fersku lofti inn. Loftið var mjög ferskt. Himinninn var dökkur og skýin greini lega full af raka sem varla félli í formi fallegra snjókorna. Kannski kæmi bítandi slydda. Eða ísköld þoka.
London gat verið svo grá á þessum árstíma.
Svo nöpur. Það var bara komið fram á mitt síðdegi en ljós höfðu alls staðar verið kveikt. Á götunni fyrir neðan og í glugg um húsanna sem hún sá. Ekki bara venjuleg ljós. Sumir höfðu þegar sett upp jólatré og búðirnar á neðstu hæðinni höfðu þau með marglitum blikkljósum. Einhver var í jólasveinabúningi á götunni, að dreifa auglýsingum, líklega að bjóða afslátt af einhverju.
Fólk var á hlaupum, klætt í yfirhafnir og með trefla. Regnhlífar birtust á götunni þegar skýin ákváðu að sleppa svolitlu
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Björgunarleiðangurinn
Mannvera, sem var svartklædd frá hvirfli til ilja, steig út úr
bílnum farþegamegin.
Hávaxin. Sterkleg. Teygði sig í eitthvað sem hlaut að vera
þungur bakpoki í aftursætinu og lyfti honum fyrirhafnarlaust á
aðra öxlina.
Og svo sneri hann sér við og Rebecca sá andlitið undir hárinu
sem var eins svart og einkennisbúningurinn. Hún sá miskunnarlausa
andlitsdrætti mannsins sem hún hataði svo heitt að
áfallið rændi hana andardrættinum og fékk hjartað til að slá svo
hratt að það var sársaukafullt við rifbeinin.
–Getur ekki verið.
–Hvað? Gráhærður maður í einkennisbúningi með merki
stærstu þyrlubjörgunarsveitar Nýja Sjálands færði sig frá
litlum hópi fólks framan við stórt kort sem þakti vegg
inni á skrifstofu hans á annarri hæðinni. –Sagðirðu eitthvað,
Bec?
Orðin höfðu verið eins og kvalafull stuna innra með henni
en hún hafði greinilega sagt þau upphátt. Kannski höfðu þau
meira að segja borist lengra en til eyrna yfirmannsins, Richards.
Það gæti útskýrt af hverju maðurinn fyrir utan hafði snúið
höfðinu svona snöggt til að líta upp. Af hverju augnaráðið
hafði lent beint á andliti hennar.
Hún fann hvernig hann varð grafkyrr þegar hann þekkti
hana. Var erfitt að bera svona þunga sektarkennd?
Hún vonaði það.
–Aha... nú var röddinVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kvennagullið
Hvað í ósköpunum var að gerast hérna? Þegar dr. Kate Graham steig út úr lyftunni starði hún á gólfdúk sjúkrahúsgangsins. Ljós dúkurinn var með... dekkjaförum?Afar skrýtið.Það voru svo sem mörg tæki sjúkrahússins á hjólum, sérstaklega þau þyngri, en þessi dekkjaför bentu til þess að þau væru eftir farartæki sem þyrfti veg til að komast á milli staða.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sönn hetja
Tíminn stóð kyrr. Þennan frasa hafði Rick Wilson aldrei skilið áður. En núna gerði hann það.Þetta var eins og atriði í kvikmynd þar sem tökuvélinni er snúið í heilan hring, þar sem eitthvað er frosið en allt annað heldur áfram í kringum það. Hann var hluti af atriðinu en allt í einu skipti engu máli hvar hann var og af hverju.Það var merkilegt að enginn hafði tekið eftir þessu. Eða hvað? Það eina sem hafði í raun og veru stansað var í huga hans.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heiðvirður einfari
Mennirnir þrír stóðu þétt saman. Háir. Dökkir. Hljóðir. Þeir voru klæddir í svart leður og héldu á mótorhjólahjálmum. Í hinni hendinni héldu allir á ískaldri bjórflösku. Þeir hreyfðu sig sem einn, lyftu flöskunum og létu þær snertast svo það glamraði í glerinu. Raddir þeirra voru alvarlegar. –Fyrir Matt, sögðu þeir bara. Þeir drukku. Fengu sér stóran sopa af gylltum drykknum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.