Flýtilyklar
Ástarsögur
Verndargripurinn
Lýsing
Hinum fimmtán ára gamla Felix Suarez fannst ilmurinn af sófrító-sósu vera unaðslegur á morgnana. Og síðdegis.
Og á kvöldin. Honum var nokkuð sama. En honum þótti sósan hennar ömmu sinnar alveg svakalega góð. Og þar
sem hún á og rak vinsælasta, kúbverska veitingastaðinn í sunnanverðu Indíana-ríki og af því að sófrító-sósan var
uppistaðan í mörgum af réttunum hennar ilmaði litla íbúðin þeirra tveggja á hæðinni fyrir ofan La Mariposa af sófrító
daginn út og inn. Sannkölluð guðafæða. Paprika, laukur, hvítlaukur, kóríander…
–Heilaga kusa, hvað ilmar svona vel?
Spurningin kom frá einum af bestu vinum Felix, Max Travers, sem var að vakna. Hann hafði sofið á gólfinu í
stofunni.
–Guðafæða, sagði Felix.
–Þetta er sófrító-sósan hennar frú Suarez, sagði annar góður vinur Felix, Chance Foley, sem lá hinum megin
við Max.
–Vitið þið, ég hélt að ekkert gæti ilmað betur en eþíópíski kjúklingarétturinn hennar mömmu, en amma þín
veitir henni sko harða samkeppni, sagði Max.
–Amma mín og mamma þín ættu að heyja matreiðslueinvígi, sagði Felix. –Kúba gegn Eþíópíu. Við gætum selt
miða og grætt helling og loksins komist burt úr þessum leiðindabæ.
–Ég myndi sko kaupa miða á það, sagði Chance.– Mamma ætlar að elda kjöthleif í kvöld, bætti hann við þurrlega. –Vei.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók