Ástarsögur

Óskin sem rættist
Óskin sem rættist

Óskin sem rættist

Published Október 2023
Vörunúmer 453
Höfundur Elizabeth Bevarly
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þetta er asnalegt.
–Mér finnst maturinn frábær.
–Hver málar loftið svona?
Hinn fimmtán ára Chance Foley togaði í bindið sitt í milljónasta skiptið og horfði á vini sína þrjá við borðið á
stjörnuballinu. Bróðir hans, Logan, var að sjálfsögðu sá sem kvartaði af því að hann var nítján ára og kvartaði undan öllu og hélt hann væri betri en allir aðrir. Hann var alla vega betri en fimmtán ára strákarnir sem móðir hans fékk hann
til að hafa auga með. Felix Suarez skóflaði eftirréttinum í sig eins og það væri síðasti maturinn á jörðinni þrátt fyrir
að búa fyrir ofan veitingastað ömmu sinnar. Og hinn vinur Chance, Max Travers, var í jakkafötum sem pössuðu alveg
jafn illa á hann og gömlu jakkafötin hans Logans pössuðu illa á litla bróður hans, og starði upp í loftið heillaður.
Chance leit upp í loftið líka. Þetta var góður punktur hjá Max. Salurinn heima hjá frú Barclay var rosalegur en
loftið var flottast. Það var skærblátt með stjörnum, síðan var stór sól og máni og allar pláneturnar. Yfir miðjan himininn
skaust svo halastjarnan. Halastjarnan Bob. Hún var með formlegra nafn, nafn austur evrópsks vísindamannsins sem
uppgötvaði hana, en það voru fleiri samhljóðar en sérhljóðar og fleiri atkvæði en nokkur gat borið fram þannig að hún
var kölluð Bob.
Hún var ástæðan fyrir ballinu þetta kvöld. Frú Barclay hélt stjörnuballið í lok mánaðar og við lok götuhátíðarinnar
í Endicott þar sem þau fögnuðu halastjörnunni Bob á fimmtán ára fresti. Halastjarnan Bob flaug alltaf yfir
Endicott á fimmtán ára fresti í þriðju vikunni í september.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is