Ást og afbrot

Vitfirring
Vitfirring

Vitfirring

Published Ágúst 2016
Vörunúmer 359
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Braydon Thatcher rannsóknarlögreglumaður leit á bryggjuna með reiði sem hann hafði lært að byrgja inni. Það skipti ekki máli hvað langur tími leið, þessi staður var hans persónulega helvíti.
–Ég skil það bara ekki. Við Amanda rifumst stundum en aldrei svo heiftarlega að hún myndi fara.
Brandon leit af bryggjunni, sem bar ekki lengur nafn Bartlebee heldur nafn Alcaster, og leit á Marinu Alcaster. Hún var að rúmlega sextug en leit út fyrir að vera áttræð. Horaðir útlimir virtust brothættir og hún var hokin. Allir í Culpepper vissu þó að hún var afar skapstygg. Skrækirnir hennar gátu heyrst um allan bæinn.
Þess vegna var enginn, hvorki Braydon né félagi hans Tom Langdon, hissa á að heyra að Amanda væri farin. Mamma hennar neitaði þó að trúa því.
–Hvenær rifust þið síðast? spurði Tom og gjóaði augunum á Braydon þegar Marina hikaði. –Rifust þið í gærkvöldi?
Marina herpti saman varirnar. –Ég myndi ekki kalla það rifrildi... en við töluðum saman.
Braydon lyfti brúnum og Tom skrifaði hjá sér. –Hvernig var samtalið?
Marina setti aðra hönd á mjöðmina. –Hávært samtal. Hún hnussaði.
–Var Amanda reið þegar þessu háværa samtali lauk?
–Jæja, já. Hún settist inn í bílinn sinn og fór. En hún kom aftur seinna! bætti hún við áður en Braydon eða Tom gátu sagt nokkuð. –Sjáið... Hún benti yfir öxlina á sér, á bláa Hondu.
–Þetta er bíllinn hennar.
–Og hefurðu ekki séð hana síðan?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is