Flýtilyklar
Brauðmolar
Traci Douglass
-
Játningin
Stacy Williams, yfirvarðstjóri í slökkviliðinu, steig út um afturdyrnar á brunabílnum um leið og hann stansaði við innkeyrslu sjúkrabíla við spítalann í Key West. Með henni í för voru flestir manna hennar. Aðeins örfáir höfðu orðið eftir á slökkvistöðinni til að sinna neyðarútköllum, eins og verklagsreglur kváðu á um. Hinir voru þangað komnir vegna þess að einn úr hópnum lá á börunum þennan dag. Hún rölti á eftir sjúkraflutningamönnunum sem ýttu börunum á undan sér. Á þeim lá Reed Parker, varaslökkviliðsstjóri. Stacy gat ekki horft framan í náfölan manninn. Hann hafði verið í slökkviliðinu í tvo áratugi og helgað líf sitt björgun hinna ágætu íbúa Key West. Þennan dag var það þriggja barna faðirinn sem þurfti á björgun að halda. –Hvernig hljóðar samantektin? spurði læknirinn á bráðamóttökunni þegar bráðaliðarnir óku sjúklingnum inn. Stacy horfði stöðugt á Reed og lét ekki ysinn á slysadeildinni, sem barst út um dyrnar í hvert sinn sem rennihurðin hreyfðist, trufla sig. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður í Kew West, svaraði annar sjúkraflutningamaðurinn, Jackson Durand að nafni. –Hann kastaðist af mótorhjólinu sínu og missti meðvitund. Opið beinbrot á vinstra læri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stormurinn
Yfirvofandi stórslys ollu því yfirleitt að fólk flúði háskann. Sjúkraflutningamaðurinn Jackson Durand var ekki í þeim hópi. Sjúkrabíllinn hans nam staðar við dyrnar að bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu í Key West. Jackson hoppaði út um bakdyrnar ásamt Ned, félaga sínum. Kjörbróðir Jacksons, læknirinn Luis Durand, beið þeirra í dyrunum, tilbúinn að taka málið að sér. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður, sagði Jackson um leið og þeir Ned létu sjúkrabörurnar síga niður á jörðina. –Hann var á mótorhjólinu sínu og kastaðist af því. Hélt meðvitund allan tímann á vettvangi. Augljóslega brotinn á vinstra læri. Sjúklingurinn á börunum stundi hátt og reyndi að setjast upp, en Jackson hélt honum föstum með annarri hendi á meðan þeir rúlluðu honum inn á slysadeildina og inn eftir björtum gangi í átt að lausri stofu. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar slógust í hópinn á leiðinni. –Herra minn, geturðu sagt mér hvað þú heitir? spurði Luis. Sjúklingurinn kveinkaði sér þegar hann var færður af börunum yfir í sjúkrarúm. Einn hjúkrunarfræðingurinn lyfti teppinu sem huldi hann til að skoða áverkann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda að eilífu
–Hvar er þjónninn? spurði bráðahjúkrunarfræðingurinn Wendy Smith þegar hún og mágkona hennar, Aiyana, settust við borð á Snaggle Tooth. Kráin var nærri tóm og hún var vonsvikin yfir að sjá hvergi starfsmann. –Velkomnar! hrópaði loks náungi úr eldhúsdyrunum, hann leit með skelfingarsvip á risastóran maga Aiyanu.
–Ég verð með ykkur eftir augnablik.
Fyrir utan að vera gift eldri bróður Wendy, Ned, var mágkona hennar einnig gengin þrjátíu og sjö vikur með tvíbura. Wendy vorkenndi henni, og öfundaði einnig örlítið, ef hún átti að vera hreinskilin.
Ekki að hún myndi deila þeim hugsunum með nokkrum.
Að eignast sín eigin börn var ekki í spilunum.
Það hafði verið ósk Aiyanu að borða síðbúinn hádegisverð á kránni í dag og gegn betri dómgreind Wendy sagði hún já.
Mágkona hennar átti sérstakar minningar tengdar þessum stað. Það var hérna sem hún og Ned höfðu farið á fyrsta stefnumótið. Kráin var líka staðurinn sem vinur og yfirmaður Wendy, doktor Jake Ryder, hafði farið með nýju konuna sína, doktor Molly Flynn, eftir fyrsta stefnumótið þeirra. Það virtist sem staðurinn væri morandi í turtildúfum. Wendy gerði sitt besta til að pirrast ekki.
En maturinn var í það minnsta góður. Og þegar svöng ófrísk kona stakk upp á veitingastað sem bauð upp á uppáhaldsmatinn hennar, þrætti maður ekki.
Aiyana tók matseðil upp af snjáðu viðarborðinu, hagræddi sér í sætinu og reyndi að finna þægilega stellingu. Þar sem hún var nærri fullgengin myndi það ekki takast.
–Þarftu hjálp? spurði Wendy.
–Það sem ég þarf er kúbein. Það virtist sem það eina sem virkaðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.