Flýtilyklar
Brauðmolar
Tina Beckett
-
Pardísareyjan
Centre Hospitalier de Taurati var enginn staður fyrir börn.
Allra síst á þessum árstíma. Reyndar aldrei, en síst af öllu þegar skólinn var búinn. Sebastien Deslaurier beygði fyrir
hornið á leið sinni að stofu sjúklings og rakst næstum því á einhvern. Honum tókst að forðast á rekstur og sneri sér
við til að biðjast afsökunar en sá þá hver þarna var á ferð.
Fjandinn.
Þau stönsuðu bæði og horfðu hvort á annað á sama hátt og þau höfðu gert undanfarið ár. Tortryggin og með svip
sem benti til þess að þau vildu vera hvar sem vera skyldi nema augliti til auglitis. Eða líkama til líkama.
–Fyrirgefðu, sagði hún og í röddinni var einkennilegur skjálfti.
Þetta var ekki henni að kenna. Hann hafði ekki verið almennilega vakandi. En nú var hann það.
–Hvað er að? spurði hann.
Hún reigði sig. –Hver sagði að eitthvað væri að?
Það var samt eitthvað að. Hann hafði setið hjá svo mörg um áhyggjufullum foreldrum að hann þekkti óttann sem
greina mátti í hversdagslegum setningum.
–Rachel.
Svikul tungan í honum naut þess að segja þessi tvö atkvæði og halda í þau eitt andartak áður en hann sleppti
þeim út í loftið. Hann kyngdi og reyndi að muna ekki eftir öðrum stundum þegar hann hafði sagt nafn hennar. Um
nótt sem hafði verið jafn heit og eini, ástríðufulli fundurinn þeirra.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný byrjun
Mamma hins fimm ára gamla Eleazar Rohal kraup fyrir framan hann og tók um axlir hans. Hann gat ekki munað það sem hún sagði, en hann gat munað nákvæmlega það augnablik þegar veröld hans breyttist að eilífu. Augu hans skynjuðu alvarlegu mennina sem stóðu við sitt hvora hlið hennar, menn með svip sem hræddu hann, og það hvernig munnur mömmu hans skalf þegar hún sagðist þurfa að fara burt um tíma.
Hann leit til hliðar þar sem Maddie frænka stóð í dyragættinni og fylgdist með, tárin runnu niður andlit hennar. Þegar mamma hans stóð loksins upp kinkaði hún kolli til Maddie, sem gekk að honum og tók í hönd hans. Ellis hristi sig lausan, reyndi frekar að komast nær mömmu sinni. En hún tók skref til baka, nóg til að vera utan seilingar.
Hann stoppaði. –Mamma?
–Vertu góður, Ellis. Mundu að mamma elskar þig. Núna og alltaf.
En hún gerði það ekki, þá hefði hún verið um kyrrt hjá honum.
Fimm ár liðu. Síðan tíu. Og þó Maddie væri góð og ástrík, hafði Ellis aldrei verið fær um að þurrka út sársaukann við
skyndilega brottför móður hans, eða óttann um að Maddie yrði líka tekin burt af fólki sem hann þekkti ekki. Maddie hafði forðast spurningar hans um það hvort mamma hans væri í fangelsi eða hefði verið rænt, og endurtók einfaldlega orðin sem hún hafði sagt ótal sinnum áður... Mamma varð að fara burt en hún myndi aldrei hætta að elska hann.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í örmum læknisins
Amy Woodell lagfærði hlýrann á græna kjólnum sínum einu sinni enn þar sem hún gekk inn á glæsilegt hótelið. Hún hafði rakið saumana upp og saumað hann upp á nýtt í tilraun til að stytta faldinn bara örlítið. En það hafði ekki alveg leyst vandamálið.
Í flýtinum við að pakka niður fyrir ferðina til Brasilíu hafði hún tekið vitlausa skó með sér. Hælarnir á silfurlitu opnu
skónum hennar voru nokkrum sentimetrum lægri en á svörtu pinnahælunum sem hún hefði annars farið í. En hún hafði
bæst á síðustu stundu við þann hóp af fólki sem myndi taka þátt í sumarprógrami á hinu stórkostlega Paulista háskólasjúkrahúsi. Með stífri dagskránni sem fylgdi og seinkuðu flugi í kjölfarið hafði hún ekki haft neinn tíma til að fara og versla. Hún hafði sett silfurlitað belti um mittið á sér sem aðra tilraun til að koma í veg fyrir að kjóllinn hennar myndi dragast eftir gólfinu.
Hún svipaðist um á milli pálmatrjánna og suðrænna skreytinganna og kom auga á kunnuglegt andlit í fjöldanum. Krysta, hét hún það ekki? Það hafði verið löng biðröð á flugvellinum en sem betur fer hafði hún hitt Krystu, sem var einnig einn af sumarlæknunum, sérfræðingur í endurbyggingu andlita. Þær höfðu strax náð vel saman, vinalegt viðmót hinnar konunnar hjálpaði til við að róa taugar hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Föðurefni
Kaleb McBride hataði smóking.
Hann og smókingar ræddust helst ekkert við. Hann klæddist þeim aðeins þegar þess var krafist af honum. Eins og þetta kvöld.
Hann flýtti sér upp þrepin við Seattle Consortium Hotel og forðaðist augnsamband við alla sem hann skaust fram hjá.
Því hvert sem hann leit sá hann búninga. Þetta var þó ekki hrekkjavaka og hann svimaði næstum. Þarna voru kjólar í
stíl Elísabetar drottningar, álfar og konur sem virtust vera að springa úr kögri. Þetta var einstök sjón. Hann skaust meira að segja framhjá einmanalegri vampíru sem hvæsti á hann.
Ef sjúkrahúsið hefði ekki gert samkomulag um að veita hótelgestum læknisþjónustu, væri hann alls ekki þarna.
Grímubúningaveisla búningahönnuðar. Hver fékk svona hugmyndir?
Dyravörður í jakkafötum kinkaði kolli til hans og benti á gang. –Hún er í móttökunni.
Sjúklingurinn, væntanlega, og ástæða þess að hann hafði yfirgefið fínu fjáröflunarsamkomuna sem sjúkrahúsið hélt...
samkomu sem hélt áfram án hans í danssal hótelsins. Guði sé lof fyrir neyðartilfelli.
Hann gekk hratt inn í móttökuna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ómótstæðilegur eiginmaður
Það leið ekki yfir Tracy Hinton. Maginn herptist saman og kútveltist þegar dauðafnykurinn fyllti vitin en einhvern veginn hélt hún sjálfsstjórninni. Það kom ekki til greina að róa sig með rólegum og djúpum andardrætti því hún vildi síst af öllu anda að sér núna. –Hve margir? Hún setti hlífðargrímuna yfir nefið og munninn. –Sex látnir til þessa en flestir í bænum eru veikir. Pedro, einn af starfsmönnunum hennar í færanlegu heilsugæslunni kinkaði kolli að einföldu múrsteinshúsi á vinstri hönd þeirra, þar sem mannvera lá í fósturstellingu. Annað lík var á jörðinni nokkrum metrum frá. –Það eru nokkrir dagar síðan þau dóu. Hvað sem þetta var voru áhrifin skyndileg. Þau reyndu ekki einu sinni að komast á sjúkrahús. –Líklega voru þau of eik. Svo eru 30 kílómetrar í næsta sjúkrahús. Piauí, eitt fátækasta hérað Brasilíu, var viðkvæmara fyrir slæmu m sýkingum en ríkari svæði og í mörgum svona bæjum voru reiðhjól einu farartækin fyrir utan tvo jafn fljóta. Það var nógu erfitt að komast 30 kílómetra þegar maður var ungur og hraustur, það höfðu þessi grey ekki verið. Bílar voru munaður sem fæstir höfðu efni á. Hún myndi ekki vita fyrir víst hvað hafði ollið dauða fólksins fyrr en hún skoðaði líkin og tæki sýni. Næsta sjúkrahús með greiningarrannsóknarstofu var í 160 kílómetra fjarlægð. Hún yrði að láta yfirvöld vita af þessum faraldri. Sem þýddi að hún þyrfti að eiga við Ben.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Dularfulla stúlkan
Einhver var í hesthúsinu.
Miðað við höfuðhreyfingar hestsins hennar þá var einhver
þarna. Trisha Bolton lét afturfót hans hvíla á læri sínu og hikaði. Hún hélt á hófjárninu og hlustaði. Frábært. Það hafði tekið
nokkurn tíma að fá Brutus til að lyfta síðasta fætinum svo hún
gæti klárað að skrapa hófana. Hún vildi ekki gefa honum til
kynna að hún væri búin fyrr en verkinu væri í raun lokið. Hún
efaðist um að hann yrði samstarfsfús í annarri skipti... þó að
hún byði honum gulrót.
Brutus fnæsti og færði þyngdina yfir á hina hliðina. Kannski
var hann bara óþolinmóður og vildi komast út í hagann að bíta
eins og hinir hestarnir.
–Rólegur, vinur.
Hún lagfærði gripið á hófinum svo að hann rynni ekki af læri
hennar og ofan á fótinn á henni. –Við erum alveg að verða búin.
–Halló? hrópaði hún til öryggis. –Ég er hérna í stíunni.
Enginn svaraði.
Hún hleypti brúnum er hún heyrði mjúkt fótatak í fjarska
sem nálgaðist hana. Það var þá einhver þarna. Það var stigið
gætilega til jarðar og það heyrðist lítið í skósólunum. Þetta
voru greinilega ekki reiðstígvél.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vegir ástarinnar
Lucas Carvalho var heppinn maður.
Það sögðu læknarnir honum í það minnsta. Ef hann gæti
bara munað af hverju.
Það var ekki eins og hann gæti ekki munað neitt. Hann gat
það. Hann vissi hvað hann hét fullu nafni, að hann væri
lýtalæknir frá Kaliforníu og að hann hafði komið til Brasilíu til
að vera á læknaráðstefnu.
Það voru þó stórar gloppur í minni hans sem þurfti að ráða
bót á. Það var eins og mikilvægar upplýsingar hefðu þurrkast
út í einni svipan. Eins og til dæmis hvernig hann hafði endað
hér með höndina í fatla og skurð neðarlega á kviðnum... eða af
hverju hann lá í sjúkrarúmi.
Og bróðir hans... maðurinn sem hafði staðið yfir honum
þegar hann vaknaði eftir aðgerðina fyrir þremur dögum. Bróðirinn sem hann hafði ekki séð í næstum þrjátíu ár, hafði farið í
fyrradag til Bandaríkjanna í áríðandi erindagjörðum.
Erindið varðaði konu.
Viprur fóru um varir hans. Síðast þegar hann elti konu var
þegar... heili hans reyndi að finna svar.
Nei. Það hafði aldrei gerst. Og myndi aldrei gerast.
Hann vonaði að minnsta kosti að hann hafi ekki gert einhverja vitleysu á þeim tíma sem hann gat ekki munað eftir.
Sæti hjúkrunarfræðingurinn sem kom og heimsótti hann
nokkrum sinnum hafði fullvissað hann um að það var hann
sem hafði talað bróður sinn til og hvatt hann til að fara á eftirVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur að eldi
Marcos vildi ekki að faðir hans færi en hann hafði samt farið...
eins og hann gerði alla daga.
Marcos sat í rykinu fyrir utan húsið þeirra og fór gætilega í
gegnum hlassið sem pabbi hans hafði komið með deginum
áður. Plast hér. Málmur hér... Passaðu að skera þig ekki.Ryðgaður skápur sem hann og bróðir hans þurftu að draga að hrúgunni. Marcos hafði nappað skrúfjárni úr bakpoka föður síns
svo að hann gæti reynt að taka skápinn í sundur.
Hann þurfti að gera eins mikið og hann gat áður en pabbi
kæmi heim því hann verkjaði í hjartað að sjá hendurnar á
pabba titra þegar hann reyndi að stinga skrúfjárninu í skrúfuna... og svo hræðslusvipinn á andliti hans þegar hann gat ekki
gert það.
–Gættu bróður þíns.
Orð föður hans ómuðu í eyrum hans eins og alla aðra
morgna frá því hann hafði séð mömmu í þessum skrítna kassa.
Pabbi hans hafði litið út fyrir að vera virkilega hræddur þann
dag líka. Marcos hafði bara verið dapur og svangur.
Hann hélt því áfram að fylgjast með Lucas og færa hluti af
einum stað til annars. Bróðir hans teiknaði línu með spýtu í
moldina og fætur hans voru næstum svartir. Marcos gretti sig.
Hvar voru sandalarnir hans? Það var fullt af beittum hlutum
hérna úti. En Lucas hlustaði aldrei. Sama hversu oft Marcos
talaði við hann. Hann arkaði til bróður síns, sparkaði af sér
skónum og benti á þá.
Lucas herpti munninn en hann stakk fótunum í þá. Hann var
reiður. Marcosi var sama. Það var á hans ábyrgð að Lucas slasaði sig ekki.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ástir í háloftunum
Af hverju var hann hérna? Augnaráð Marks Branson færðist í hundraðasta skipti að litla barninu sem stóð hjá honum við altarið. Dökk jakkaföt stráksins og rautt bindið voru eins og hans eigin föt. Þeir hefði getað verið feðgar. En það voru þeir ekki. Augnaráð hans færðist til vinstri og hvíldi á brúðarmeynni handan gangsins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Frumskógarhiti
Við erum bara að setja plástur yfir gapandi sár.Dr. Matt Palermo var að reyna að laga slagæð í læri og leiddi hjá sér taut læknisins við hlið sér því hann vissi að kolleginn meinti þetta ekki bókstaflega. Á börunum við hliðina beið áverki sem var jafn ógnvekjandi og sá sem Matt var að reyna að laga núna. Nema hvað fótleggur sjúklingsins var löngu horfinn, týndur einhvers staðar í regnskóginum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.