Paige McCord lá uppi á hæð einum og hálfum kílómetra frá búgarði Travis Foley og fylgdist með öllu með sterkum sjónauka þriðja daginn í röð.Þetta var snemma í nóvember, það var frekar hlýtt miðað við árstíma en alls ekki of heitt fyrir þetta utandyra verkefni. Sveitin var í fallegum haustbúningi. En Paige hafði hvorki komið til að njóta náttúrunnar né veðurs ins.
Ja, hún hefur annaðhvort gleymt eigin aldri eða þykist vera fimm árum yngri en hún er til að ganga í augun á karlmanni. Segðu mér að við eigum ekki eftir að kæra okkur um að ganga í augun á karlmönnum þegar við verðum áttatíu og eins árs. Hver kærir sig um svoleiðis á þeim aldri, hvort sem er? Þeir hljóta að vera til heilmikilla vandræða á níræðisaldri.