Ákvörðun Paxton Samuels um að yfirgefa Boston hafði verið úthugsuð. Hann efaðist ekki um þá ákvörðun sína að bjóðast til að leysa af sem læknir í vestur Oklahoma. Það var leið hans út úr þeirri andlegu martröð sem líf hans var orðið. Hann þarfnaðist þessarar breytingar á umhverfi, og hann þarfnaðist næðis. Nauðsynlega. Miðað við reynslu hans og þjálfun sem heimilislæknir og læknir á bráðamóttöku hentaði afleysingastarfið honum fullkomlega. Sú staðreynd að það var yfir hálft landið að fara frá Boston gerði starfið bara enn meira heillandi. Samt sem áður hafði hann ekki gert ráð fyrir að þurfa að keyra gegnum snjóbyl í lok nóvember í miðjum óbyggðum. Hann hafði verið búinn undir menningarsjokk en ekki þessa hríð og endalausan veg. Burtséð frá óvæntu og grimmilegu óveðrinu var flutningurinn fyrirhafnarinnar virði. Það forðaði honum frá kröfum foreldra hans sem og hrifningu fjölmiðla á klúðrinu á tilkomumiklu brúðkaupi hans, sem hafði verið hampað sem viðburði ársins í félagslífinu. Hann skimaði yfir auða, hvíta sléttuna eftir einhverri vísbendingu um siðmenningu en kom eingöngu auga á stöku tré. Samkvæmt GPS tækinu átti Last Stop, Oklahoma, að vera nokkrar mílur framundan. Skyggnið var orðið svo slæmt að hann var farinn að velta fyrir sér að bíða úti í kanti þangað til það skánaði. En hann hafði áhyggjur af því að þá myndi hann fenna á kaf og sitja fastur. Hann varð að halda áfram. Stuttu síðar reis landið nóg til að skyggja á veginn framundan. Paxton ók upp á hæðina og eðlishvötin fékk hann til að stíga fast
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Ástríðufulla nóttin þeirra hafið byrjað svo sakleysislega. Gabriel Marks læknir hafði tekið eina lausa sætið við borðið. Fíngerða unga konan með ljósbrúna hárið og skörpu gáfurnar sem hann mundi eftir frá nefndarfundinum sex mánuðum áður sat við aðra hlið hans. Hún brosti og sagði halló, sama gerðu aðrir meðlimir nefndarinnar. Formaðurinn hafði skipulagt kvöldverðinn fyrir það nefndarfólk sem ætti flug um kvöldið. Daginn eftir myndu þau öll sækja fundinn á High hótelinu á Chicago O´Hare flugvellinum. Sem ígræðslulæknir var það Gabe heiður að sitja í lifrarnefnd Landssamtaka um líffæraígræðslur. Hópurinn hittist tvisvar á ári til að ræða málefni varðandi lifrargjafir og stefnu. Fagfólkið sem skipaði nefndina, sem og fjölskyldumeðlimir sjúklinga, komu alls staðar að á landinu og voru fulltrúar mismunandi sviða lifrargjafar. Það sem þau gerðu var mikilvægt og bjargaði mannslífum. Ef hann mundi rétt var konan sem sat við hlið hans Zoe einhver, fyrrum hjúkrunarfræðingur sem nú starfaði fyrir lifrarbandalagið, félag sem fræddi fólk með lifrarsjúkdóma og aðstoðaði sjúklinga í þörf fyrir lifrarígræðslu. Lifrarbandalagið vann gott starf. Hann hafði haft einhver samskipti við félagið undanfarið varðandi sjúklinga sem þurftu sérstaka umhyggju, en hann hafði aldrei hitt Zoe áður en hann gekk til liðs við nefndina. Umræðurnar við borðið voru líflegar meðan á máltíðinni stóð og hann kunni vel að meta skarpar gáfur og smitandi hlátur Zoe. Morguninn eftir höfðu þau heilsað hvort öðru með hlýlegu halló en höfðu setið við gagnstæða enda borðsins meðan á sex tíma fundinum stóð. Þegar Zoe hafði tekið til máls voru ummæli
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Grant Smythe læknir gjóaði augunum á vögguna. Aðeins einn dagur var liðinn frá því að faðir hans og stjúpa voru lögð til hinstu hvílu og barnfóstran hafði hætt. Gekk bara út. Hvað annað gæti farið úrskeiðis? Faðir hans snéri sér eflaust við í gröfinni núna vegna þess að Grant hafði verið veitt forræði yfir litlu hálfsystur sinni. Hann var nokkuð viss um að faðir hans hafi aldrei ætlað sér að segja barninu frá því að það ætti systkini. Grant gekk um gólf í anddyrinu á fyrrum heimili föður síns. Hvar er barnfóstran? Hvenær ætlar þessi kona að koma? Hann leit á klukkuna á símanum. Hún ætti að vera komin. Það var beðið eftir honum á skurðstofunni. Lifrin sem átti að græða í sjúklinginn gæti ekki beðið að eilífu. Barnið kjökraði. Grant renndi fingrunum í gegnum hárið. Þetta var enn ein leið föður hans að láta honum líða eins og hann gæti ekki gert neitt rétt. Síðasti sjúki brandarinn. Kjökrið breyttist í grát. Hvar var...? Hvað hét hún aftur...? Sydney, Sara, Sharon eða eitthvað. Barnið gaf frá sér kröftugt öskur. Hvað var að? Hann hafði ekki komið nálægt börnum síðan hann var í læknaskólanum. Þá hafði það líka varað stutt. Barn. Hann var svo bitur að hann gat ekki einu sinni kallað litla krílið sínu rétta nafni. Grant leit á grettið lítið andlit barnsins sem bjó sig undir að gefa frá sér aðra roku. Lily. Hann ætti ekki að láta gremjuna í garð föður síns bitna á saklausu barni. –Lily, hvíslaði hann. Hún lokaði munninum og horfði á Grant. Hann rak í rogastans. Barnið var gullfallegt. Hún var svo lík Evelyn. Móður sinni. Konunni sem hann hafði ætlað að kvænast. Lily hefði getað verið dóttir hans. Í það minnsta
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
–Hjartaígræðslu? Barnið mitt er bara tveggja ára. Hanna Quinn starði á dr. Scott McIntyre, hjartaskurðlækninn sem sat á móti henni við borðið. Augu hans voru kunnugleg, blá eins og Miðjarðarhafið og full samúðar. Svipurinn var alvarlegur.Það var áfall að sjá Scott aftur en sársaukinn sem fylgdi orðum hans var mun meiri. Sonur hennar var að deyja.Hvenær hafði hún fallið úr venjulega lífinu og inn í þennan óraunverulega heim á barnasjúkrahúsinu?