Flýtilyklar
Brauðmolar
Sue MacKay
-
Óskabarn læknisins
Hlauptu, Lily. Strax. Komdu þér burt frá Max Bryant. Í hvelli. Áður en það verður of seint. Áður en persónutöfrar hans heilla hjarta þitt svo að ekki verður aftur snúið. Hjartað sló ört en líkaminn naut þess að hvíla hjá honum og þess vegna var hún svolítið ringluð. Max var glaumgosi sem taldi að konur væru aðeins gerðar til þess að veita honum ánægju. Og nú lá hún þarna í rúminu hans. Hún hafði notað hann sér til gagns og gamans en nú langaði hana í meira. Vináttu, umhyggju og samveru. Jafnvel framtíð. En það yrði aldrei. Hann var ekki maður af því tagi sem festi ráð sitt og hún hafði þegar verið í sambandi þar sem karlmaðurinn braut öll loforð sín. Lily hryllti sig. Við tilhugsunina um að fara fram úr rúmi Max í síðasta sinn leið henni eins og hlekkir kæmu í veg fyrir að hún losnaði við þá vaxandi tilfinningu að hann væri að taka sér bólfestu í hjarta hennar og vekti hana til lífsins á þann hátt sem aldrei gengi upp með honum. Að minnsta kosti ekki til lengri tíma litið. Og til langs tíma vildi hún líta. Þau höfðu átt stórkostlega daga saman, en hún mátti ekki gleyma því að hann var sífellt að stríða henni á því hvað hún væri rík. Það var eins og það skipti mestu máli
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Barnið
–Elskaðu hana bara, sagði Emma Hayes við bestu vinkonu sína þegar þreytan eftir fæðinguna helltist yfir hana.
Hún vildi svo gjarnan sofna. En þegar hún vaknaði yrði hún að horfast í augu við þá staðreynd að hún hafði gengið með barnið fyrir Abbie og eignast það. Hennar faðmur yrði tómur.
Abbie horfði án afláts á dýrgripinn sem hún hélt á.
–Það geri ég nú þegar. Ég er algerlega heilluð. Og mér þykir ótrúlega vænt um þig líka.
Emma fékk tár í augun. Einu sinni enn. –Ég veit það.
Um það hafði hún aldrei efast. Kærleikurinn hafði verið ástæðan fyrir því að Emma hafði boðið fram aðstoð sína á
sínum tíma.
–Þetta hefði aldrei gerst ef okkur þætti ekki vænt hvorri um aðra, bætti hún við.
Abbie tyllti sér gætilega á rúmstokkinn og hallaði sér nær Emmu svo að hún sæi barnið betur.
–Ég get ekki lýst tilfinningum mínum, sagði hún. –Ég beið og vonaði svo lengi og nú er hún komin, bætti húnEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskyldudraumur
–Karlmaður sem var endurlífgaður eftir hjartastopp er að koma frá Courtney Place, sagði nýjasti hjúkrunarfræðingurinn á bráðamóttöku Wellington-sjúkrahússins og skellti símtólinu niður. –Fimmtíu og tveggja ára, endurlífgaður með hjartahnoði af vegfaranda. Kemur innan fimm mínútna. –Takk, Cody, sagði dr. Harper White. –Inn á númer tvö þegar hann kemur. Cody Brand lækkaði róminn svo aðeins hún heyrði. –Og hann er undir áhrifum. Hann hristi höfuðið. –Svolítið snemma dags, þykir mér. Harper leit á veggklukkuna. 11:45. Snemma? Varla. Ekki í heimi slysa og slæmra atvika. –Vonandi er hann rólegur núna. –Heldurðu að hann þakki heillastjörnunum og lofi að hætta að drekka? Cody glotti. –Gangi þér vel með það. Þetta bros gat fært manninum hvað sem var... en ekki frá henni. Hún varð þó að einbeita sér að því að láta ekki undan hrifningunni. –Líklega er það bara óskhyggja af minni hálfu. Harper horfði á Cody arka inn á stofu tvö og fara yfir búnaðinn þar, þótt allt hefði verið undirbúið fyrir tæpum klukkutíma, eftir að miðaldra sjúklingur hafði fengið meðhöndlun við bráðaofnæmisviðbrögðum. Nýi hjúkrunarfræðingurinn tók enga áhættu. Harper kunni að meta það en stundum pirraði það hana. Annað starfsfólk á deildinni vann sitt starf jafn vel. Hún hristi höfuðið rólega. Kannski var Brand hjúkrunarfræðingur enn að venjast nýja
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Endurfundir í París
Tori Wells stóð rétt fyrir innan innganginn að stóra
fundarsalnum á Hotel de Nice og kyngdi kekki, reyndi að
halda ró sinni á meðan hún horfði yfir mannfjöldann og
hlustaði á þau ótal tungumál sem heyrðust. Það bætti ekki
orðspor hennar ef hún brosti eins og trúður.
Spennan sem hafði verið til staðar síðan hún flaug af
stað frá Auckland tveimur dögum fyrr var við það að láta
hana dansa á staðnum, í lárperugrænu skónum sem voru
glænýir og rándýrir. Franskir, auðvitað. Þeir kostuðu jafn
mikið og það kostaði að brauðfæða litla borg en hún hafði
ekkert samviskubit yfir því að hafa leyft sér að kaupa þá.
Alls ekkert.
Það hafði verið einfalt að samþykkja að flytja ræðu fyrir
allt þetta fólk. Jafnvel þótt hún efaðist um að heimsfrægu
sérfræðingarnir hefðu áhuga á því sem hjartasérfræðingur
frá Nýja-Sjálandi hefði að segja um hjartavandamál barna
sem þjáðust af gigtsótt, hafði hún ekki getað neitað boði
nefndarinnar. Hún hefði komið þótt Monsieur Leclare hefði
beðið hana að tala um sniglakapphlaup, tækifærið til að
heimsækja Frakkland hafði verið of freistandi. Hann hefði
getað sparað margar evrur ef hann hefði vitað að hún hefði
sætt sig við að gista í tjaldi á ströndinni, en hann hafði lofað svítu á fallegu hóteli við Miðjarðarhafið og hafði staðið
við það. Miðjarðarhafið. Spennan jókst.
Og svo... Hún brosti. Svo vildi hann að hún færi til Parísar, eftir ráðstefnuna, til að segja læknanemum frá starfi sínu.
Jeminn. París? Hve flott var það? Hún kreisti hendurnar
saman og herpti saman varirnar til að öskra ekki af gleði.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Fjölskyldan um jólin
–Passaðu þig! Hrópinu fylgdi niðurbælt óp sem fékk hárin
aftan á hálsi Camerons Roberts til að rísa.
Svo heyrðist hávaði sem hlaut að koma frá hjólabretti
annars tvíburans, að lenda öfugt á stéttinni. Maginn í honum herptist saman. Hvað nú? Gátu strákarnir lent endalaust
í vandræðum? Þeir voru bara átta ára en voru á við heilt
rúgbýlið.
Hann var þegar lagður af stað og setti hekkklippurnar á
útiborðið þegar hann gekk hratt framhjá því. –Marcus?
Andrew? Eruð þið ómeiddir?
–Pabbi, flýttu þér. Hún þarf lækni. Ég gerði þetta ekki
viljandi. Ég lofa. Mér þykir það leitt. Marcus birtist við
endann á heimreiðinni þeirra og tár streymdu niður andlit
hans.
Hnúturinn harðnaði í maganum. Hvað hafði Marcus gert
núna? Og hvar var Andrew? Hafði eitthvað komið fyrir
hann? Það myndi útskýra óttann í grátnum. En hann hafði
sagt að hún þyrfti lækni. –Hvað gerðist? Hann ýfði hárið á
Marcus og bað til foreldraguðsins um miskunn.
Eins og alltaf var foreldraguðinn í fríi. –Ég bið bara um
einn rólegan dag, tautaði hann þegar hann kom að rauð-
hærðu konunni sem lá á stéttinni.
Þjáningarsvipur var á andliti hennar og í augunum sem
beindust að honum. Hún andaði ört og hann sá bringuna
rísa og hníga. Blóð var á vinstri olnboganum og hafði
runnið niður handlegginn, líklega eftir samstuð viðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Skuldbundinn
Charlie Lang lokaði fartölvunni og lagði hana á bekkinn sem
hún sat á en hélt áfram að stara á bölvaðan gripinn eins og
hann ætti sök á öllum hennar vandamálum. Kvíðinn innra
með henni óx með hverri misheppnaðri tilraun.
–Ég á aldrei eftir að finna hann, er það?
Pabbi sat á hækjum sér við eitt af blómabeðunum rétt hjá
henni og var að reyta illgresi.
–Föður Aimee? Hver veit, elskan. Þú hefur úr svo litlu að
moða.
Reyndar var það næstum ekkert. –Hversu margir læknar
eru í landhernum sem heita Marshall Hunter?
Hana svimaði af þessu öllu. –Ég hlýt að vera búin að senda
mörg hundruð tölvupósta.
–Ég reikna þá með því að sá síðasti hafi ekki skilað árangri.
–Rétt.
Eins og allir hinir. –Af hverju lét hann mig fá þetta netfang
ef hann ætlaði að loka því?
Af hverju hafði Marshall látið hana fá netfang yfir höfuð
þegar hann hafði lagt mikið á sig til að tryggja að hún skildi
það að það gæti ekki orðið neitt meira á milli þeirra eftir að
þessu stundarsambandi lyki?
Síðasta daginn þegar hann var á leið aftur í stríðið og hún
færi fljótlega aftur til Nýja Sjálands, hafði henni þá fundist
hún vera að missa eitthvað sérstakt? Hún hafði svo sannarlega
fundið fyrir missi. Hafði honum skyndiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þú ég og fjölskylda
Alexandra Katherine Prendergast, hvað segir þú? Sek...? Dómarinn hikaði og teygði á kveljandi augnablikinu svo að hjarta hennar herptist af sársauka.Þegar Alex hélt að hún myndi öskra af gremju og niðurlægingu bætti hann hæðnislega við –...eða saklaus?Munnur hennar var skraufþurr. Tungan virtist tvisvar sinnum stærri en venjulega. Tárin runnu niður vanga hennar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.