Flýtilyklar
Brauðmolar
OMEGA CREW
-
Örlagafléttur
Hjón á áttræðisaldri gengu inn og settust við næsta lausa borð. Þau voru allavega ekki Vaktarinn en hún vissi þó að hann var ekki langt undan. Henni bærist næsta örugglega orðsending síðar í kvöld… bréf, tölvupóstur eða skilaboð… með tilvísan til þess hvar hún hafði verið. Venjulega var orðsendingunum rennt undir dyrnar hjá henni um miðja nótt og þar kæmi fram hvað hún hafði fengið sér, nafn þjónustustúlkunnar eða að hún bætti strásætu en ekki strásykri í kaffið sitt. Ógnvekjandi smá atriði sem staðfestu að Vaktarinn hafði ekki verið langt undan. Þannig hafði það verið í öll hin skiptin. Rosalyn svipaðist um í kringum sig í leit að manneskju sem mögulega fylgdist með henni en varð ekki vör við neitt grunsamlegt.
Ekkert frekar en í fyrri skiptin.
Svo gat líka verið að ekkert heyrðist frá honum dögum saman. Það gerðist stundum.
Rosalyn vissi aldrei við hverju var að búast og það var að gera hana geðveika. Það eina sem var öruggt var óttinn sem brann innra með henni og sem ágerðist stig af stigi.
Þjónustustúlkan… Jessie… hóf að hreinsa af næsta borði við hliðina og staðnæmdist síðan hálf vandræðaleg við borð Rosalyn. –Afsakaðu, frú, en forstjórinn sagði að ég ætti að biðja þig um að fara ef þú ætlar ekki að panta eitthvað meira að borða. Kvöldverðargestirnir fara að tínast inn hvað úr hverju.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Afl ástarinnar
Hún hafði fylgst með honum í heilt ár.
Hún hafði ferðast um landið þvert og endilangt og farið hvert sem hann fór. Aðrir myndu kannski kalla þetta aumkunarvert en henni fannst það ekki. Hvað annað átti hún að gera fyrst hann hafði tekið allt frá henni?
Joe Matarazzo hafði rænt hana manninum sem hún elskaði. Og þegar hún missti allt eftir það – vinnuna, vini sína, heimili sitt – hafði það líka verið honum að kenna. Joe Matarazzo hafði rænt hana framtíðinni.
Svo nú ferðaðist hún um og fylgdist með honum. Eða þegar hún gat ekki ferðast kembdi hún internetið eftir fréttum af honum.
Í hvert skipti sem hún heyrði nafn hans á lögreglurásinni var hún tilbúin til að rjúka á staðinn. Hún var viss um að hann myndi bjarga deginum enn einu sinni.
Af hverju hafði hann ekki getað bjargað deginum þegar það hafði skipt mestu máli?
Maðurinn sem hún elskaði hafði orðið eldi að bráð. Joe Matarazzo hefði getað komið í veg fyrir það en hafði ekki gert það. Hafði ekki reynt það nægilega ekki eins og hann myndi gera í dag. Ekki eins og hún hafði séð hann reyna í öll hin árangursríku skiptin. Hann var í mikilvægasta starfi í heimi: Að bjarga þeim sem gátu ekki bjargað sér sjálfir. Leiða þá út
úr hættunum. Leggja sitt líf í sölurnar fyrir þá.
En hann hafði ekki sinnt starfi sínu fyrir ári síðan. Næstum nákvæmlega fyrir ári núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Maður aðgerða
Handan afgirta svæðisins stóðu hópar fréttamanna mismunandi fjölmiðla með allan sinn búnað og aðstoðarmenn sem jók meira á ringulreiðina. Þar fyrir handan stóðu almennir áhorfendur… glóparnir… í von um að verða vitni að einhverju spennandi og fönguðu uppákomuna frá öllum sjónarhornum á snjallasímana sína.
Þrír náungar höfðu tekið sextán manns í gíslingu eftir misheppnaða tilraun til bankaráns í útjaðri Phoenix í Arizona. Andrea hefði verið sautjándi gíslinn ef hún hefði ekki áttað sig á hvað var í aðsigi þegar henni varð litið framan í einn ræningjann. Reiði og ofbeldi var það sem hún las úr svip hans.
Andrea var einungis nítján ára gömul en snillingur í að túlka svipbrigði og líkamstjáningu fólks og átta sig á hvenær hættu stafaði af fólki… mögulega sökum þess hve oft hún hafði þurft að beita þessum hæfileikum til að forðast hnefa frænda síns. En hvað sem því leið, þá höfðu þessir hæfileikar rekið hana til að forða sér út úr bankanum áður en ræningjarnir létu til
skarar skríða. Þeir höfðu ekki komið saman inn í bankann en hún áttaði sig strax á að þeir unnu sem teymi. Hún hafði sömuleiðis samstundisEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástir og átök
Vanessa hafði lent í báðum þessum aðstæðum á síðustu fjörutíuogátta tímum.
Vinnufélagar hennar sögðu að hún tæki starfið of persónulega og að hún þyrfti að halda faglegri fjarlægð. Vanessa hristi af sér þessar raddir. Stundum þurfti fólk hjálp umfram það sem starfið krafðist. Þegar hún gat hjálpað gerði hún það. Því það var alltof oft sem hún gat ekkert gert.
Hún bjóst við að flestir sem á annað borð vissu um það, myndu segja henni að nota eitthvað af fimm milljón dölunum sem foreldrar hennar höfðu til reiðu fyrir hana. En Vanessa gat ekki gert það. Myndi ekki gera að. Hún ætlaði aldrei að snerta þessa peninga.
Hún ýtti frá sér öllum hugsunum um fjölskyldu sína þegar hún gekk eftir sandinum við Roanoke sundið við Outer Banks í NorðurKarólínu. Hún myndi ekki láta þau skemma sjaldgæfan frið og ró hennar.
En þessi sandur, einmitt þessi sandur, á milli tánna á henni gaf henni kraft. Hjálpaði henni að muna að allt yrði í lagi. Hjálpaði henni að hreinsa hugann og skilja eftir vandamálin sem hún gat ekki leyst.
Það var byrjun október. Sólin var sest fyrir nokkrum mínútum og mannlaus ströndin var sveipuð purpuramóðu. Flestir ferðamennirnir voru löngu farnir frá Outer Banks og þeir hefðuEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Illmennið
Sherry Mitchell taldi víst að hún væri eini ferðamaðurinn á ströndinni í Corpus Christi sem klæddist langerma bol og gallabuxum til að reyna að slaka á, ekki síst þar sem spáð var allt að 38 stiga hita þennan júnídag.
Reyndar lá hún undir stórri, litskrúðugri sólhlíf sem varði hana fyrir mesta hitanum og sólskininu.
Hún var borin og barnfædd í Houston í Texas og því ögn vanari hitanum en ferðamennirnir, sem komu úr tempraðra loftslagi.
Samt sem áður litu ýmsir undrandi á hana.
Innan undir var hún í rauðu bikiníi sem hún hafði keypt viku fyrr. Af einhverjum ástæðum var hún ekki tilbúin að gerast svo léttklædd alveg strax.
Baðfötin voru svo sem efnismikil miðað við sum önnur sem hún hafði séð á þessari strönd, auk þess sem þau fóru henni býsna vel.
Vandinn snerist ekki um baðfötin og hvorki um útlit né feimni. Vandamálið var kuldinn, sem virtist hafa heltekið Sherry að undanförnu.
Henni var næstum því alltaf kalt. Hún var farin að halda að sér yrði aldrei aftur hlýtt.
Það var auðvitað fjarstæða. Hún vissi að kuldinn í hitanum var bara ímyndun hennar.
Henni var kalt á sálinni. Líkamlega var henni ekki kalt. Hún var ekki með neinn sjaldgæfan sjúkdóm. Þetta var allt í höfðinu á henni. Til öryggis hafði hún meira að segja mælt sig.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hryðjuverk
Þar skall hurð nærri hælum.
Til allrar lukku voru engir gangandi vegfarendur nálægt húsaröðinni. Fáir heiðvirðir borgarar höfðu ástæðu til að vera á ferli í þessum hluta vestanverðrar Fíladelfíu. Þeir lítt heiðvirðu höfðu horfið þegar Derek og félagar birtust og skothríðin hófst.
–Hvaða upplýsingar fékkstu nú aftur um þennan stað, Derek? spurði Jon Hatton, sem líka skýldi sér á bak við bíl skammt frá. Jon var þrautþjálfaður í bardögum og meðferð vopna eins og allir viðbragðsfulltrúarnir hjá Ómega, en starfaði þó aðallega sem atferlisfræðingur í áfalladeildinni.
–Hvað er að, Jon? Manstu ekki hvernig á að nota byssuna? Eru allar greiningarnar farnar að bitna á bardagagleðinni? sagði Liam Goetz, félagi þeirra, sem skellti í góm og glotti. Liam var liðsmaður gíslabjörgunarsveitar Ómega og engum datt í hug að spyrja hann hvort hann kynni að fara með vopn. Liam hafði nánast fæðst með skammbyssu í hendinni.
–Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver áætlun væri fyrir hendi, önnur en sú að liggja í felum á bak við bíla þangað til vondu karlarnir verða skotfæralausir, svaraði Jon.
–Mér heyrist þeir reyndar eiga nóg eitthvað fram í næstu viku.
Skothríðin var ekki alveg eins linnulaus og áður. Fólkið í húsinu hugðist greinilega ekki ætla að drepa Derek og félaga, heldur bara halda
þeim óvirkum. Derek var hins vegar tekinn að þreytast nokkuð á þessu og orðinn gramur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.