Staðan hefði verið allt önnur ef Bella Greene hefði hitt nýjasta starfsmann lögregludeildar Dawn héraðs sex mánuðum fyrr. Þá hefði hún getað fylgst með honum stíga út úr sportbílnum sínum, klæddan gallabuxum sem fóru honum syndsamlega vel og skartandi brosi sem fengið hefði hvaða kvenpersónu sem var til þess að kikna í hnjánum og samræður þeirra hefðu hafist á áhugaverðum nótum. Þær samræður hefðu hæglega getað innifalið svo lítið daður og jafnvel örlítinn kinnroða þar sem hún var aldrei þessu vant ekki klædd vinnugalla heldur í sínum fínasta kjól og á háum hælum. En orðsendingin sem hún hélt í hendi sér... svo fast að neglurnar skárust inn í lófa hennar... klippti á öll eðlileg viðbrögð af hennar hálfu. Bella kærði sig því kollótta um hve myndarlegur náunginn var með sitt sólbrúna hörund, dökku augu, breiðu augabrúnir, hvassa nef, sterklega vangasvip og hrafnsvarta, sléttgreidda hár. Útlitið gerði það samt að verkum að æskuást hennar á A.C. Slater í kvikmyndinni Bjargað af bjöllunni var það fyrsta sem kom upp í huga hennar þegar hún sá hann stíga út úr bílnum. En ekkert af þessu skipti máli því staðreyndin var sú að hún þekkti þennan náunga ekki nokkurn skapaðan hlut og bláókunnugur karlmaður var ekki manneskja sem Bella kaus að hitta þarna við bilaða pallbílinn sinn á fáförnum sveitavegi. Allra síst eftir að hún hafði verið að enda við að rekast á orðsendinguna í verkfærakassanum sínum þegar hann ók í kant og stöðvaði bifreiðina handan vegarins til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Þegar Annie McHale var saknað leitaði allur bærinn að henni. Þremur árum síðar hvarf Fallon Dean. Aðeins þrír leituðu hans. Gordon rannsóknarlögregluþjónn var þriðji leitarmaðurinn. Hann var kominn undir sextugt, átti aðeins viku eftir þar til hann settist í helgan stein og var viss um að Fallon hefði bara stungið af. En ekkert hafði verið svo ein falt í Kelby Creek í Alabama. Ekki síðan hneykslið sem kallað var Flóðið hafði skekið Dawn-sýslu og næstum eyðilagt litla bæinn. Eftir hvatningu frá settum lögreglustjóra hafði Gordon frestað starfslokum sínum til að ganga úr skugga um að ekkert illt hefði hent hinn tuttugu og þriggja ára gamla pilt. Þreytti, skapstyggi maðurinn hafði fyrir vikið orðið enn þreyttari og skapstyggari. Hann hafði rannsakað málið súr á svip. Hann var ekki sérlega nærgætinn þegar hann lagði spurningar fyrir fólk og það hafði ekki mikinn áhuga á að svara honum. Bærinn átti sér sögu sem íbúarnir vildu fegnir gleyma. En Fallon hafði valdið slysi sem sumir voru ekki tilbúnir að láta liggja á milli hluta. Svo var það Larissa Cole. Larissa hafði boðið fram aðstoð sína áður en Gordon var falið að rannsaka málið. Þegar Dean-fjölskyldan kom til Kelby Creek fimm árum áður hafði hún tekið henni tveim höndum og sýnt systkinunum móðurkærleika sem hvorugt þeirra hafði fengið mjög lengi. Engu
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók