Flýtilyklar
Brauðmolar
Kay Stockham
-
Sú eina rétta
Hún er svo lítil. Skilur hann ekki að stærðin skiptir máli? Hvað ef hann nær henni ekki upp? Hvað á ég þá að gera? Alexandra Tulane kyngdi taugaóstyrk og kreisti fram bros á meðan hún velti fyrir sér hvernig væri best að taka á málunum. Fara um borð, loka augunum og vona það besta? Eða fara rólega í sakirnar?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vegir fortíðar
Hún vissi alltaf að fullkomna systirin hennar myndi verða fullkomin eiginkona, sem bjó í fullkomnu húsi í fullkomnu sveitaþorpi. Jafnvel bíllinn hennar var fullkominn. Fullkomið, hvíslaði Megan Rose. Fingur hennar krepptust um stýrið. Megan hafði aldrei verið í góðu sambandi við systur sína. Jenn hugsaði áður en hún framkvæmdi, en Megan var vön að framkvæma áður en hún hugsaði.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Týndar slóðir
Shelby Brooks greip andann á lofti og virti fyrir sér rándýru, ítölsku leðurskóna, sem hún hafði eyðilagt. Hún vissi betur en að eyða lágum laununum í merkjavöru þegar hægt var að fá jafngóðar eftirlíkingar. En Luke Tulane hafði alist upp við allsnægtir og vissi greinilega ekki að konur vildu ekki láta sjá sig með manni, sem hafði efni á betri skóm en þær. Fyrirgefðu, muldraði hún lágt.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fjölskyldubönd
–Falsaðirðu undirskriftina mína? Þú ert aðeins átta ára gamall! Nick Tulane horfði agndofa á son sinn. Honum fannst eins og sagan væri að endurtaka sig, vegna þess að hann hafði svo oft setið andspænis föður sínum á meðan hann beið eftir ákúrunum
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.