Flýtilyklar
Brauðmolar
Kate Hardy
-
Þrekraun
Hún stundi með sjálfri sér. Alex hafði aðeins starfað á deildinni í nokkra mánuði. Hann var afar laginn við sjúklingana,
en félagfærni hans virtist hverfa um leið og hann þurfti að ræða við samstarfsfók sitt eða einhverja aðra um mál sem ekki snertu vinnuna. Hann fór aldrei með vinnufélögunum á krána, snæddi ævinlega hádegisverð einn síns liðs og þegar hann sat á kaffistofunni tók hann aldrei þátt í samræðum.
Hann var áreiðanlega enginn uppskafningur, en Dani taldi líka ólíklegt að hann væri feiminn. Af einhverjum ástæðum hélt hann sig til hlés. Dani samdi vel við alla en vissi ekki hvernig hún ætti að ná sambandi við Alex. Hann sat ásamt henni í skipulagsnefndinni fyrir jólaveislu deildarinnar og var án efa sá erfiðasti sem deildin hefði getað kosið til að gegna því hlutverki, en Dani yrði bara að gera gott úr öllu eftir föngum.
–Vildirðu tala við mig? spurði hann.
–Við þurfum að ræða um jólamálsverð deildarinnar. Ertu upptekinn í hádeginu í dag eða getum við talað um þetta
yfir samloku?
–Ég fer á fund í hádeginu, því miður.
Dani trúði honum ekki, en einhvern veginn urðu þau að skipuleggja jólamáltíðina. Ef hún gæfi Alex frest myndi hann að lokum neyðast til að velja dag. Og ef hann veldi annað af þeim tveimur kvöldum þegar hún var upptekin myndi hún breyta dagskránni sinni, enda vildi hún virkilega koma þessu frá.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sumarást
Hlaupið var Dani mikið hjartans mál. Með því var hún að afla fjár til að kaupa skanna fyrir nýbura á fæðingardeildinni.
–Kannski leyfa skipuleggjendurnir mér að hlaupa í staðinn fyrir þig, sagði Hayley.
Danielle góndi á hana. –Þér finnst hundleiðinlegt að hlaupa.
–Já, en málstaðurinn er góður. Mundu að við ætluðum báðar að vera jákvæðar í ár. Síðasta ár var hörmulegt fyrir okkur báðar.
Tilvera Hayley hafði hrunið fyrir rúmu ári þegar unnusti hennar, Ethan, beið bana við að reyna að bjarga fólki úr brennandi húsi. Leo, eiginmaður Danielle, hafði óvænt yfirgefið hana fyrir níu mánuðum. Þær stöllur höfðu stutt hvor aðra í gegnum hörmungarnar og fyrir mánuði, þegar bráðabirgðaskilnaður Danielle gekk í gegn og ár var liðið frá andláti Ethans, höfðu þær
ákveðið að segja já við öllum tækifærum sem þeim byðust.
Þær töldu að það myndi hjálpa þeim að halda sínu striki og lifa lífinu til fulls. Danielle sagði að besta hefndin fælist í því að hafa það gott og hún ætlaði ekki að eyða ævinni í að gráta mann sem elskaði hana ekki lengur.
–Við ákváðum að lifa sem best og grípa sérhvert tækifæri, sagði Hayley. –Þess vegna verðurðu að segja já viðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuldbinding
–Ég geri ráð fyrir að þið vitið bæði af hverju þið eruð hérna,
sagði lögmaðurinn og leit fyrst á Emmy og svo á Dylan.
Að sjálfsögðu vissi Emmy það. Ally og Pete höfðu beðið
hana um að verða forráðamaður sonar þeirra, Tyler, ef það
óhugsanlega myndi gerast.
Ef. Hún kyngdi ákaft. Það var nákvæmlega ástæða þess að
hún var hér. Því að hið óhugsanlega hafði gerst. Og Emmy gat
varla trúað því enn að hún sæi ekki bestu vini sína aftur.
Hún leit upp. Í dag átti að ganga frá lagalegu hliðinni. Og
hvað Dylan Harper varðaði, eina manninn að hennar mati sem
gat litið út eins og viðskiptajöfur íklæddur gallabuxum og bol,
þá hlaut hann að vera hér vegna þess að hann var besti vinur
Pete og Pete og Ally höfðu beðið hann um að vera skiptaráðandi erfðaskrár þeirra. –Já, sagði hún.
–Já, bergmálaði Dylan.
–Gott. Lögmaðurinn pikkaði með pennanum á skrifblokk
sína. –Svo, fröken Jacobs, herra Harper, getið þið bæði staðfest
það að þið séuð tilbúin til að verða forráðamenn Tylers litla?
Emmy fraus eitt augnablik. Bæði? Hvað var maðurinn að tala
um? Það var ekki möguleiki að Ally og Pete hefðu beðið þau
bæði um að verða forráðamenn Tylers. Þetta hlutu að vera mistök.
Hún leit á Dylan, hann horfði beint á hana og hann var jafn
undrandi á svipinn og hún.
Eða kannski hafði þeim misheyrst. Misskilið eitthvað. –Eigum við bæði að vera forráðamenn Tylers? Spurði hún.
Í fyrsta sinn, sýndi lögmaðurinn einhvern annan svip en
alveg hlutlausan. –Vissir þú ekki að þau nefndu þig sem forráðamann Tylers í erfðaskrá sinni, fröken Jacobs?
Emmy blés frá sér. –Jú. Ally bað mig um það áður en húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Konungborni dýralæknirinn
Skrýtið að sjá þig hér Lovak læknir, sagði Melinda brosandi þegar Dragan lét bílrúðuna síga niður. –Maður gæti haldið að ég hefði sett vaktalistann minn upp eftir þínum. Dragan vissi að hún hafði einmitt gert það þegar hún hringdi í hann eftir að hún var búin að sinna sjúklingum á stofunni um morguninn... en fyrsta vitjunin hans hafði tekið lengri tíma en hann hafði reiknað með sem var ástæðan fyrir því að hann kom að hundahótelinu á sama tíma og þegar hún var að fara... og brosti á móti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.