Flýtilyklar
Brauðmolar
Joanna Sims
-
Þrumuklettur
–Ég er að leita að Dallas Dalton. Nick Brand stóð í dyrunum á einum bragganum sem smalarnir höfðu til afnota á búgarðinum Bogna tré.
–Dally! kallaði einn kúrekinn svo hátt að hann yfirgnæfði hávært spjall félaga sinna. Kúrekinn var í stígvélum og með
handklæði um sig miðjan. –Gestur!
Nick tók af sér speglasólgleraugun og stakk þeim í brjóstvasann á bláa jakkanum sínum. Hann stakk í stúf í jakkafötunum á búgarði föðurbróður síns. En hann var ekki þangað kominn til að taka sér frí frá lögmannsstörfunum í Chicago.
Hann var þarna í viðskiptaerindum.
Annar smali, stuttur og nokkuð digur, kallaði á hana aftur.
–Jeremías Jósepsson, hvað gengur eiginlega á? Dallas settist upp leiftursnöggt eins og kassatrúður.
Smalinn benti á Nick. –Þessi stífi þarna.
Dallas barðist við að taka óstýriláta, dökka hárið frá augunum. Hún stundi af gremju, sparkaði af sér sænginni og stökk svo niður úr kojunni. Berfætt, í rifnum gallabuxum og snjáðum Johnny Cash-bol gekk hún til Nicks.
–Ég er að leita að Dallas Dalton, sagði Nick ringlaður.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Dallas neri stírurnar úr augunum og geispaði hástöfum áður
en hún svaraði. –Þú ert búinn að finna hana.
Nick starði steinhissa á svartlakkaðar neglurnar á konunni.
–Ert þú Dallas Dalton?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekinn og kennarinn
–Endurreikna.
Casey Brand hafði verið í þungum þönkum en hrökk upp úr þeim þegar ferðaleiðsögutækið truflaði dagdraumana.
Hún tók fastar um stýrið á sendibílnum og leit á skjáinn.
–Endurreikna.
–Nei! hrópaði Casey á apparatið. –Þú átt ekki að endurreikna.
–Endurreikna.
Kortið á skjá leiðsögubúnaðarins var horfið og í staðinn birtist aðeins eitt orð. Leita. Hún hafði ekki komið á búgarð
frændfólks síns frá því að hún var unglingur og treysti því
ekki að hún fyndi hann hjálparlaust. Hún þurfti á leiðsögutæki að halda. Casey sló létt á skjáinn.
–Fari það og veri. Hún yrði að stansa.
Ferðin frá Chicago til Montana hafði verið þyrnum stráð.
Ferðalagið hafði meðal annars einkennst af svakalegu þrumuveðri, vegavinnu, vondum mat, hræðilegum tíðaverkjum og bíl sem var svo kraftlaus að hún dreif varla upp brekku. Þessa stundina var hún einmitt að silast upp eina brekkuna.
–Svona nú, heimski bíll, þú getur þetta!Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Þegar hún var komin hálfa leiðina upp blikkaði vélarljósið nokkrum sinnum og slokknaði svo.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjallakúrekinn
–Vertu snöggur að því. Snúðu þér svo við. Maðurinn renndi upp, en festi ekki beltið. Skyrtan var fráhneppt. Hann lyfti höndunum upp á nýjan leik og sneri sér hægt við. –Af hverju ertu að elta mig? spurði Taylor höstug og miðaði byssunni á hann. –Stjórinn skipaði mér að gera það, svaraði maðurinn og horfði án afláts á byssuhlaupið. –Föðurbróðir þinn bað mig um að veita þér eftirför og sjá til þess að þú værir örugg. Það er ég einmitt að gera. Taylor hvessti augun á úfna kúrekann án þess að láta byss una síga. Aðeins var sólarhringur síðan hún lagði af stað í leiðangurinn upp á vatnaskilin miklu. Hún hafði gleymt ýmsu varðandi hálendisferðir í áranna rás, en hún hafði ferðast víða um heim í viðskiptaerindum og var ævinlega vel á verði. Þegar hún varð þess vör að henni var veitt eftirför hafði hún beðið dögunar og síðan farið í hring til að læðast að kúrekanum og koma honum að óvörum. Það hafði reynst auðveldara en hún hugði. Líklega var tóma áfengisflaskan sem lá hjá pjönkum hans skýringin á því. Maðurinn var drykkjurútur. –Vinnurðu á búgarðinum Bogna tré? Kúrekinn kinkaði kolli. Hann var reyndar kunnuglegur. Hún mundi eftir kúreka sem hafði tekið ofan fyrir henni daginn sem hún kom á búgarð Hanks, frænda síns. En það þýddi ekki að Hank hefði beðið hann um þetta. Hann hafði ekki minnst á það einu orði áður en hún fór. –Ég ætla að láta hendurnar síga, kona góð. Heyrirðu það? sagði maðurinn, eins og hann gengi með þá grillu að það væri hann, sem hefði töglin og hagldirnar á þessari stundu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sveitajól
London Davenport stansaði við útidyrnar á bústað Tylers Brand, fór úr kúrekastígvélunum og stakk þeim undir handlegginn. Engin ljós voru kveikt í stóra íbúðarhúsinu og ekki heldur í bústaðnum. Það var sumar og lífið á nautgripabúgarði Brand-fjölskyldunnar í Montana byrjaði yfirleitt fyrir sólarupprás. London virtist vera sú eina sem var nógu vitlaus til að vera að sniglast eftir miðnætti. Þetta er bilun. Það var henni efst í huga er hún tók um húninn og opnaði dyrnar gætilega. Á ganginum í stóra, opna rýminu í fábrotna bjálkakofanum hans Tylers logaði aðeins næturljós. Inn af ganginum voru nokkur lítil herbergi en svefnherbergi Tylers var hinum megin í kofanum. Þangað stefndi London, eins hljóðlega og henni var unnt. Systir Tylers var að fara að gifta sig og svaramaðurinn, Logan Wolf, lögregluþjónn frá San Diego, gisti í kofanum. Síst af öllu vildi hún láta hann koma að sér þar sem hún var að læðupokast inni í herbergi Tylers eins og lostafull unglingsstúlka. Þegar hún kom að herberginu stóð hún kyrr í myrkrinu um stund og velti því fyrir sér hvort hún ætti að taka í húninn eða ekki. Ef hurðin var læst gæti hún læðst
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Kapellan
–Svo sannarlega, sagði Logan. Logan rétti félaga sínum ratsjána, tók blokk sína og skriffæri og arkaði yfir veginn að bílnum sem hann hafði stöðvað. Það yrði síðasta verk hans áður en hann færi í fríið að láta ökumanninn fá vel útilátna sekt. Josephine Brand leit um öxl og sá bifhjólalögregluþjóninn skálma í áttina til hennar. Hún opnaði hanskahólfið og leitaði sem óð væri að skráningarskírteininu og tryggingakvittuninni. Hvort tveggja var jafnan í umslagi ofan á leið beiningabæklingnum með bílnum, en nú var umslagið horfið. –Ég trúi þessu ekki. Josephine lokaði hólfinu og leitaði í veskinu sínu. Hún var þegar orðin of sein. Það þoldi hún ekki og því kom það afar sjaldan fyrir hana. En hún hafði lent í rifrildi við Brice, kærastann sinn, kvöldið áður og ósamkomulagið hafði enst alla nóttina. Þau deildu sjaldan, en þegar þau gerðust það varð rifrildið langt og sárt. Hún var vansvefta og þreytt, tilfinningalega örmagna eftir rifrildið og nú fengi hún fyrstu hraðasektina í áraraðir. –Frábært, muldraði hún, alveg frábært. Ekkert fannst í veskinu svo að Josephine stundi af gremju og stakk því aftur í töskuna sína. Ökuskírteinið var hins vegar tilbúið. –Góðan dag, sagði Logan sem hafði virt fyrir sér bílinn og ökumanninn þegar hann gekk yfir veginn. Ekkert undarlegt virtist vera á seyði, svo að þetta var áreiðanlega eins og hver annar hraðakstur. –Góðan dag, svaraði hún og rétti honum ökuskírteinið. Logan kom sér vel fyrir við hliðarspegilinn, tók við skírteininu og skoðaði það. –Veistu hvað þú ókst hratt?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Þrenningin
Mackenzie Brand lagði Lettanum sínum, árgerð 1960, og drap á vélinni. Hún studdi sig við stýrið og horfði í baksýnisspeglinum á glæsilegu fjölbýlishúsin í Mission Beach í Kaliforníu. Hún las heimilisfangið sem Jordan, frænka hennar, hafði látið hana fá og fann von bráðar rétta húsið, hvítt þriggja hæða fjölbýlishús á vinstri hönd. Mackenzie stundi, tók af sér sætisbeltið og kippti lyklinum úr kveikjunni. –Jæja, ekki alveg þinn þjóðfélagshópur, en verkefni er verkefni og greiði er greiði. Mackenzie sté út úr bílnum, læsti dyrunum og stakk lyklinum í skjóðuna sína. Þegar hún gekk að útidyrunum heyrði hún rokktónlist, hávært spjall og hlátur. Líklega var valentínusarveislan, sem Jordan ætlaði að halda ásamt Ian, unnusta sínum, þegar byrjuð. Mackenzie hringdi bjöllunni tvisvar og barði svo að dyrum. Meðan hún beið virti hún fyrir sér götóttu strigaskóna sína. Þeir máttu muna sinn fífil fegri og það var sannarlega kominn tími til að fá sér nýja skó. Eftir að hafa virt aumlegu skóna sína fyrir sér um stund ýtti Mackenzie enn á bjölluhnappinn. Enginn kom til dyra, en þegar hún hafði snúið sér við og var um það bil að fara niður tröppurnar heyrði hún að dyrnar voru opnaðar. –Halló! Dylan Axel galopnaði dyrnar. –Hvert ertu að fara? Mackenzie hafði ekki heyrt rödd þessa manns mjög lengi. Hún hríslaðist um taugakerfi hennar eins og gamalt, gleymt lag. Hún sneri sér í áttina að honum og hörfaði af undrun. Eitt andartak horfðust þau í augu, en svo féll hún aftur fyrir sig. –Halló... Dylan sá að fallega, dökkhærða stúlkan á tröpp
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Draumastúlkan
Jordan Brand opnaði fyrir bensíngjöfina á svarta Ducatimótor hjólinu sínu og brunaði yfir gatnamótin áður en ljósið
varð rautt. Hún hallaði sér fram og stýrði hjólinu á milli bílanna tveggja fyrir framan, ákveðin í að spara tíma með því að
búa sér til þriðju akreinina. Henni var sama þótt öðrum
ökumönnum líkaði ekki við það hvernig hún stytti sér leið.
Þetta var Kalifornía. Hér hafði enginn efni á því að kasta steinum.
Jordan fór fram úr skærgulum Escalade og beygði til hægri
inn á Broadway. Hún lét sem hún sæi ekki hámarkshraðaskiltið, enda þurfti stundum að brjóta svona veigalitlar reglur.
Hún gaf í, beygði til hægri og keyrði í öfuga átt eftir einstefnugötu. Hún vék sér fimlega hjá bíl sem kom á móti,
sveigði upp að gangstéttinni á stað þar sem ekki mátti leggja og
hemlaði snögglega. Síðan setti hún standarann á og drap á vélinni.
–Hvaða geðsjúklingur lagði til að þú fengir ökuleyfið aftur?
Jordan tók af sér hjálminn og brosti breitt til digra, húðflúraða mannsins sem stóð fyrir utan húðflúrsstofuna. –Hvort
okkar heldurðu að nái að verða gamalt, Chappy? Ökufanturinn
ég eða reykingamaðurinn þú?
Chappy glotti og saug ofan í sig reykinn úr síulausu sígarettunni sinni. –Það er spurning.
Jordan vatt sér af hjólinu, stakk hjálminum undir handlegginn og gekk til mannsins. Hún teygði sig í sígarettuna, tókVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn fyrir jólin
Luke Brand höfuðsmaður var kominn heim fyrir jólin. Gegn vilja sínum. Sveitin hans var enn í Afganistan og því átti hannlíka að vera þar. Þannig var það. Það skipti ekki máli að óvinur hafði skotið byssukúlu í gegnum vinstri fótlegginn á honum. Það skipti ekki máli að hann hafði næstum misst fótlegginn. Næstum taldist ekki með. Fótleggurinn hékk enn á; hann ætti að fara aftur. En landgönguliðarnir litu ekki þannig á það.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.