EAGLE MOUNTAIN

Illur grunur
Illur grunur

Illur grunur

Published September 2023
Vörunúmer 115
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Courtney Baker var búin að læra að lifa við ótta. Hún var orðin dofin gagnvart honum eins
og villt dýr sem stirðnar upp í ljósgeislanum frá veiðimanninum. Hún hafði sagt sjálfri sér
svo lengi að hún gæti ekkert gert. Að hún væri of hjálparvana til að sigra í orrustum við Trey
Allerton. Að hún yrði bara að þola þetta.
En það kom í ljós að meira að segja afkróað dýr getur barist. Kvöldið áður höfðu þau Trey
rifist og hann sló hana utanundir. Höggið hafði losað um eitthvað innra með henni og þegar hún
lá við hliðina á honum í rúminu um nóttina, eftir að hann hafði sagt henni að hún væri einskis
virði og veikgeðja og kæmist ekki af án hans, hafði hún lofað sjálfri sér því að finna leið til
að fara frá honum.
Þessi ákveðni var ennþá til staðar morguninn eftir. Það var þriðjudagur og Trey þurfti að sinna
erindum í bænum. Hann hlaut að hafa fundið það á sér að Courtney ætlaði sér eitthvað því
hann heimtaði að taka Ashlyn, dóttur hennar með sér. Courtney hafði látið eins og henni væri
alveg sama um það þó að reiðin brynni í henni.
Þetta var aðferðin sem Trey notaði til að stjórna henni: Hann notaði dóttur hennar sem vopn. –Ef
þú reynir að fara frá mér, hafði hann sagt, –þá meiði ég Ashlynn og það verður þér að kenna
að hún þjáist.
Ashlynn elskaði Trey. Auðvitað. Hún var ekki nema þriggja ára og Trey var eini pabbinn sem
hún hafði þekkt. Hún hlakkaði til að fara með honum því hann gaf henni ís og ný leikföng
og sagði henni að hún væri dásamleg.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is