Flýtilyklar
Brauðmolar
Cindi Myers
-
Útlaginn
Dane Trask stóð aftast í hópnum og fylgdist með konunni sem var að ávarpa blaðamennina og borgarana. Fólkið stóð fyrir framan höfuðstöðvar úrvalssveitanna nálægt innganginum að Svartagljúfri í Gunnison-þjóðgarðinum. Lágvaxin, grönn kona í einkennisbúningi úrvalssveitanna hafði bundið dökka hárið í hnút í hnakkanum. Það fór henni ágætlega af því að hún var mjög fíngerð. Faith Martin, lögreglufulltrúi, minnti á ballettdansmey í dulargervi. Nokkrir lokkar sem vindurinn hafi kippt úr hnútnum milduðu yfirbragð hennar enn frekar. Hún reyndi að breiða yfir mýkt sína með því að standa bein í baki og tala með valdsmannslegri rödd. Þegar hún talaði lagði fólk við hlustir. Einnig Dane Trask. –Við erum enn að leita að Dane Trask og yrðum þakklát fyrir upplýsingar frá almenningi sem gætu orðið til þess að hann fyndist, heill á húfi, sagði hún. Nokkrir úrvalssveitarmenn og foringi þeirra, sem stóðu fyrir aftan Martin á málmpallinum sem reistur hafði verið við bygginguna, tvístigu og voru greinilega eirðarlausir. Allir höfðu þeir leitað að Dane svo vikum skipti. Hvað myndu þeir segja ef þeir vissu að hann stóð þarna á sólbökuðu bílaplaninu, tæpa fimmtíu metra frá þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf
Fikniefnalögregluþjónninn Mark Hudson, sem jafnan var kallaður Hud, var ánægður í starfi. Honum fannst gott að vera í starfi sem hann hafði trú á. Hann kom í veg fyrir að fólk gerði eitthvað slæmt og verndaði saklausa borgara. Nokkrir þeirra sem hann hafði tekið höndum höfðu meira að segja snúið við blaðinu og hann taldi sig hafa átt þátt í ákvörðun þeirra. Hins vegar hafði hann lítið gaman af að kljást við menn eins og þann sem stóð andspænis honum þessa stundina. Dallas Wayne Braxton var stór, herskár maður. Brotinn handleggur, tvö brotin rifbein, brotið nef og tvö glóðaraugu drógu aðeins lítið eitt úr baráttufýsn hans. Með bólgnum augum starði hann eins og reitt dýr, en röddin minnti á vælugjarnt barn. –Hann birtist bara allt í einu og réðst á mig, sagði hann við Hud og félaga hans í úrvalssveitinni, Jason Beck. –Þetta er stórhættulegur brjálæðingur. Þið verðið að stöðva hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannvonska
Manns saknað:
Talinn hættulegur 25 þúsund dala verðlaun Stóra tilkynningin sem hékk á korktöflunni á pósthúsinu vakti athygli næstum hvers einasta viðskiptavinar, en það var ljósmyndin fyrir neðan orðin sem olli því að Eve Shea fékk hnút í magann. Myndin af dökkhærða, skarpleita útivistarmanninum með hvössu, bláu augun hafði sennilega verið tekin af fyrirtækjakorti en minnti meira á fangamynd þegar samhengið var haft í huga.
Eftirlýstur: Dane Trask 43 ára, 188 cm, 82 kg Blá augu, dökkt hár Vopnaður og hættulegur Hringdu í númerið hér að neðan ef þú veist um dvalarstað þessa manns. Dane, hvar ertu og hvað hefurðu gert? hugsaði Eve með sér meðan hún starði á myndina af fyrrverandi ástmanni sínum, sem hana hafði eitt sinn dreymt um að giftast. Eve fann til með honum enda þótt þau hefðu slitið sambandinu fyrir hálfu ári. Hann hafði ekki verið maðurinn sem hún þarfnaðist en hún trúði því að hann væri góðmenni. Nú sögðu fjölmiðlarnir að hann hefði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg rannsókn
Sólin blikaði á vélarhlíf svarta pallbílsins sem nálgaðist gilbrúnina. Klettaveggirnir voru rauðir í morgunsólinni en maðurinn sem sat undir stýri bar ekkert skynbragð á fegurð náttúrunnar. Hann hélt svo fast um stýrishjólið að hnúarnir hvítnuðu, beit á jaxlinn og einbeitti sér að því að standa á bensíngjöfinni þótt eðlisávísunin segði honum að stíga á bremsuna.
Framdekkin voru komin fram á brúnina og svo var þetta eins og hann hafði alltaf haldið að væri bara í bíómyndum að allt gerðist hægt, afturdekkin héldu í brúnina eitt andartak áður en bíllinn sveif fram af, fór kollhnís í loftinu og lenti af miklu afli á gilbotninum og glerbrot og járn tvístraðist í allar áttir.
Hvellurinn bergmálaði um allt gilið en það var enginn sem heyrði það. Enginn sem sá bílinn hendast fram af klettunum og hverfa ofan í hyldýpið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stórhríð
En allan tímann beið hann og lét svo til skarar skríða þegar tækifæri gafst. Greindin var ekki síður vopn hans en vöðvarnir. Konan sem lá fyrir framan hann núna var mjög gott dæmi um það. Hún hafði ekki hikað við að stansa þegar hann stöðvaði hana á þjóðveginum. Hann var bara ökumaður sem þurfti á hjálp að halda. Hann var myndarlegur og
gæddur miklum persónutöfrum. Hvaða kona myndi ekki vilja aðstoða hann?
Þegar hún loksins skildi hvað hann ætlaðist fyrir var það um seinan. Hún hafði vanmetið hann eins og löggæslumennirnir sem leituðu hans. Þeir töldu ólíklegt að hann gæti unnið traust fórnarlambanna og báru lotningu fyrir drápshraða hans og hæfileikum til að forðast að skilja eftir sig vísbendingar og ummerki.
Hann lyfti líki konunnar upp og kom því fyrir eins og sýningargrip í sætinu. Ekki hafði blætt mikið og í bílnum var ekki vottur af blóði. Fingraför fyndu lögreglustjórinn og menn hans ekki. Þeir myndu leita og skoða og rannsaka, taka ljósmyndir og spyrja mann og annan, en ekki finna nokkurn skapaðan hlut.
Hann lokaði bíldyrunum og þrammaði burt.
Það var farið að snjóa meira og mjöllin huldi nú blóðflekkina í vegkantinum, fótspor hans og öll merki um átök.
Morðinginn skaust á bak við ruðning og í hvarf frá tómum veginum. Skafrenningurinn olli því að snjór festist við lambhúshettuna. En morðinginn fann varla fyrir kuldanum, svo niðursokkinn var hann í að fara yfir nýjastaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ófærð
–Donna! kallaði Jamie aftur, ákveðin.
Donna leit upp. –Ég er að koma! hrópaði hún og tók á rás.
–Ekki hlaupa. Þú dettur bara og meiðir þig, sagði Jamie og gekk til móts við systur sína, en hafði ekki farið langt þegar Donna hrasaði og datt kylliflöt.
Jamie hljóp óðara til hennar, en fór svo sem ekki hratt yfir í snjónum. –Meiddirðu þig?
Donna leit upp og tárin streymdu niður búlduleitt andlitið. –Ég er blaut, snökti hún.
–Komdu, ég skal hjálpa þér á fætur, sagði
Jamie og tók um handlegginn á Donnu. –Bíllinn er ekki langt í burtu.
Þó að Downs-heilkennið hefði heft þroska Donnu var hún næstum því jafn há og Jamie og um tíu kílóum þyngri. Það var því ekkert áhlaupaverk fyrir Jamie að hífa hana á fætur, enda voru þær báðar kappklæddar og í kuldaskóm. Hundarnir sýndu því sem um var að vera mikla athygli og flýttu ekki beinlínis fyrir.
Þegar Donna var loksins staðin upp voru báðar systurnar holdvotar og þreyttar.
Þegar Jamie var sannfærð um að Donna gæti bjargað sér ein og óstudd tók hún í tauminn á Sjeyenne og hinum hundunum tveimur. En í sama bili heyrðist einhver hávaði í lággróðrinum vinstra megin við þær.
Targa gelti, reif sig lausa og æddi af staðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Veðurteppt
Löggur. Hún var ekki hrifin af þeim heldur og var á leiðinni á heimili sem var fullt af löggum. Ef Lacy Milligan væri ekki ein af bestu vinkonum hennar í öllum heiminum hefði hún snúið bílnum við og ekið rakleiðis aftur til Denver en Lacy var vinkona hennar og það var ekki á hverjum degi sem vinkonur giftu sig. Svo að ekki sé minnst á að það var mikið mál að sjá um veitingarnar í þessu brúðkaupi. Lacy var vel þekkt í Colorado og fjölmiðlar áttu örugglega eftir að fjalla um brúðkaup hennar og Travis Walker lögreglustjóra. Fjölmiðlar höfðu slefað yfir kaldhæðninni í þessu... Lacy ætlaði að giftast manninum sem hafði átt þátt í að koma henni í fangelsi fyrir morð sem hún framdi ekki.
Lögreglustjórinn hafði bætt fyrir það með því að hjálpa til við að fá Lacy látna lausa og þetta allt saman var saga sem fjölmiðlar fengu ekki nóg af.
Þetta gæti verið stóra tækifærið sem Bette þurfi að fá til að koma veitingaþjónustu sinni á kortið. Hvað var smávegis snjór í samanburði við að hjálpa vinkonu sinni og koma starfsframanum betur af stað? Hún hafði þurft að fást við
erfiðari aðstæður en þetta. Hún hafði ekki alltaf valið vel áður fyrr en nú var hún breytt manneskja og í þetta skipti ætlaði hún að láta þetta heppnast.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Innilokun
–Hvað eru þetta orðin mörg skipti, Alton? spurði Ryder og virti ökumanninn fyrir sér.
–Fyrsta í ár, fjórða í allt. Alton horfði á bílinn.
–Ég lenti ansi djúpt núna. Mér sýnist að þetta ár verði slæmt með tilliti til snjóflóða.
–Veðurfréttamaðurinn sagði að það myndi snjóa mikið í ár. Ryder horfði til himins, á skýin sem sátu neðarlega og líktust mest skítugri bómull. –Þetta er í annað skiptið sem við þurfum að loka þjóðveginum í þessari viku. Það er ekki víst að hann opnist aftur fyrr en eftir nokkra daga ef veðrið heldur svona áfram.
–Þið ættuð að vera vön þessu hérna, sagði Alton, –það gerist nógu oft til þess. Ég get samt ekki sagt að mig langi til að vera lokaður frá umheiminum á þennan hátt.
–Bara fjórir dagar síðasta vetur, sagði Ryder.
–Og hvað, þrjár vikur þar á undan?
–Fyrir þremur árum, en já. Ryder yppti öxlum. –Þetta er það sem við borgum fyrir að búa í paradís. Þannig litu flestir íbúar Eagle Mountain á bæinn, litla fallega bæinn sem fylltist af ferðamönnum á sumrin og haustin. Það var ekki nema
ein leið inn og út úr bænum sem lokaðist stundum í snjóflóðum á veturna en það jók bara á að dráttaraflið fyrir suma.
–Ég þarf greinilega að finna gistingu í bænum þangað til veðrinu slotar, sagði Alton og horfði á snjóbreiðuna yfir veginum fyrir framan þá.
–Hefur þér dottið í hug að biðja um að fá annað svæði? spurði Ryder. –Svæði þar sem snjó flóð eru ekki svona tíð?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gistihúsið
Á göngu sinni eftir stígnum upp á Dakótahrygg sagði Paige Riddell við sjálfa sig að það, sem hún hygðist fyrir, væri ekki ólöglegt.
Ekki var víst að vinur hennar, lögreglufulltrúinn Gage Walker, væri henni sammála, en hún hafði ekki leitað álits hans. Larry Rowe, bæjarstjóri í Arnarfjöllum, myndi hreyfa mótmælum, en Larry tók hvort eð var ævinlega afstöðu með fyrirtækjum og félögum gegn fólki eins og Paige, og ekki síst Paige sjálfri.
En hún vissi að hún hafði rétt fyrir sér.
CNG-byggingafélagið var að brjóta lög og í vasanum var hún með afrit af dómsúrskurði sem sannaði það.
Það glamraði í verkfærunum þegar hún arkaði upp skógarstíginn. Hún hafði fengið lánaða járnsög hjá nágranna sínum. Klippurnar hafði hún keypt í byggingavöruverslun í næsta bæ. Það hafði verið spennandi að skipuleggja þennan leiðangur og góð tilbreyting frá venjubundnu tilverunni hennar á gistiheimilinu Bjarnarhíði, sem hún stýrði, og
sjálfboðastörfum af ýmsu tagi.
Hún nam staðar til að kasta mæðinni og lagfæra ólarnar á bakinu. Svöl vindhviða feykti nokkrum fölnuðum asparlaufum yfir stíginn og bar með sér furuilm. Eftir viku eða svo yrði kominn snjór uppi á hryggnum, sem
blasti við í fjarska hægra megin við hana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Staðfastur vörður
Gult var alltof glaðlegur litur fyrir morðhótun.
Brenda Stenson starði á blaðið sem lá á borðinu fyrir framan hana. Fjörleg teikning af blómum var neðst á blaðinu svo að orðin sem skrifuð voru á það með kolsvörtu bleki hljómuðu næstum eins og brandari. En það var samt ekkert fyndið við skilaboðin, öll með stórum stöfum.
BRENNDU BÓKINA EF ÞÚ VILT HALDA LÍFI.
Þessi stuttu skilaboð á þessu fjörlega blaði höfuðu verið í samskonar gulu umslagi sem var límt á hurð aðalinngangsins á Sögusafni Eagle Mountain. Brenda kom auga á það er hún mætti til vinnu á mánudagsmorgni og gladdist yfir því
að einhver vinkvenna hennar væri áreiðanlega að senda henni fyrirfram afmæliskveðju. Það voru að vísu tíu dagar í afmælið hennar en eins og Lacy, besta vinkona hennar, hafði bent á fyrir tveim dögum var þrítugsafmæli svo stór áfangi að því bar að fagna í heilan mánuð.
Skilaboðin komu henni svo sannarlega á óvart, en ekki ánægjulega. Fyrst þegar Brenda las þau varð hún ringluð eins og um væri að ræða orð á útlensku eða fornmál. Þegar hún áttaði sig á hvers kyns var fann hún til ógleði og svima. Sá sem sendi svonalagað gat ekki verið með öllum mjalla. Hvað átti þetta eiginlega að þýða? Hún hafði aldrei gert flugu mein, og átti þetta alls ekki skilið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.