Flýtilyklar
Brauðmolar
Christy Jeffries
-
Undir stjörnuhimni
Alex Russell leit um öxl á silfurgráa fernra dyra jeppann sem nam staðar fyrir aftan hann. Liturinn var í stíl við skýin á himninum og skap hans þessa stundina. Skreytingarnar á hliðinni á bílnum voru líflegri útgáfur af þeim sem finna mátti á bátnum sem hann var að fylla af kössum, róðrarspöðum og vatnsþéttum pokum.
Afi hans hoppaði niður úr bílstjórasætinu. Hver einasti maður í vestanverðu Idaho, þar á meðal Alex, kallaði hann sjóliðsforingjann vegna þess að hann var sérfræðingur í að sigla á Sugar-ánni. Konan í farþegasætinu sat kyrr og talaði í
símann. Alex ranghvolfdi augunum. Hún var nákvæmlega kaupstaðarkona af því tagi sem hann hafði átt von á.
Þegar pabbi hans hafði hringt um morguninn, hóstandi og kvartandi um sárindi í hálsi, hafði Alex boðist til að hlaupa í
skarðið fyrir hann sem leiðsögumaður dagsins í flúðasiglingunum. Pabbi hans gæti eflaust siglt niður flúðirnar blindandi, jafnvel þótt hann væri með hita, en það væri ekki snjallt fyrir viðskiptin að smita farþegana. Nógu slæmt var að þurfa að bjóða þeim upp á eilífa ólund afans. Farþegarnir þurftu á einhverjum að halda sem gat skutlað þeim á milli upphafs- og áfangastaðar.
–Pabbi sagði að það væru fimm í hópnum í dag, sagði Alex þegar afi hans nálgaðist.
–Þeir áttu að vera fimm. Sjóliðsforinginn hafði aldrei verið félagslyndur og gekk jafnan um með tannstöngul uppi í sér, líklega til þess að þurfa ekki að tala við fólk. VeðraðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verktakinn
Julia Calhoun Fitzgerald kapteinn átti ekki í neinum vandræðum með að stjórna hópi lækna og hjúkrunarfólks á skurðstofu meðan á höfuðkúpuaðgerð stóð, en þó að hún stæði á höfði, allsnakin, og blési í gjallarhorn myndi enginn á kaffihúsinu Kúrekastelpunni taka eftir henni.
–Mætti ég fá... Julia þagnaði þegar henni var ljóst að hún var að tala við bakið á drengnum sem tók af borðunum.
Hann hafði lagt bakkann frá sér á bekkinn við hliðina á henni án þess að hirða um að spyrja hvort hana vanhagaði
um eitthvað.
Hún kom auga á laust sæti. Þangað gæti hún farið og aftur setið kyrr í tuttugu mínútur þangað til gengilbeinan tæki eftir henni. Hún gæti líka seilst í munnþurrkuna og hnífapörin á næsta borði. Hún ákvað að taka síðari kostinn.
Þegar hún hafði komið nýfengnu munnþurrkunni tryggilega fyrir í kjöltu sér skar Julia morgunverðarvefjuna sína í tvennt, snyrtilega og með nákvæmni skurðlæknisins, en klemmdi svo aftur varirnar þegar hún sá eitthvað sem líktist
brúnni sósu vella út úr vefjunni miðri. Þetta gat ekki staðist.
Hún leit upp og litaðist um í von um að fanga athygli gengilbeinunnar, sem virtist vera ein á vakt og skaust milli borð anna með minniblokkina sína.
Var þessi staður alltaf svona þéttsetinn? Julia hafði aðeins komið á veitingastað frænku sinnar tvisvarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ráðabrugg
Lögregluþjónninn Maria Carmen Delgado hafði stundum lent í mikilli skothríð þegar hún var í landgönguliði flotans og
gætti nokkurra afskekktustu herstöðva í heiminum. Síðar kvaddi hún landgönguliðið og gerðist lögregluþjónn. Þá vann
hún í erfiðustu gengjahverfum Las Vegas-borgar og átti oft langan og erfiðan vinnudag. En þeir Aiden og Caden Gregson, átta ára gamlir tvíburar frá Sugar Falls í Idaho voru erfiðasta verkefni sem hún hafði nokkurn tíma fengist við.
–Strákar, sagði hún um leið og hún opnaði dyrnar að lögreglubílnum. –Ég sagði ykkur að bíða í aftursætinu. Það var skilyrði fyrir því að þið fengjuð að fara með mér.
–Fyrirgefðu, Carmen lögregluþjónn, sagði Aiden en var alls ekkert iðrunarfullur á svipinn. –Cooper lögreglustjóri var
að kalla á þig í talstöðinni og við urðum að segja honum að þú værir tíu-sjö af því að þú hefðir þurft að spræna. Við vitum ekki hvað spræna heitir á löggudulmáli.
Carmen hafði boðið sig fram í verkefni á vegum barnaskólans í Sugar Falls sem miðaði að því að veita ráðgjöf eftir
skóla. Hún hafði talið víst að hún yrði eins konar stóra systir stúlku úr hópi þeirra sem minna mættu sín, en þess í stað
hafði verkefnisstjórinn látið hana fá eineggja tvíburadrengi sem voru bráðgreindir, en hinir mestu grallarar og einum of
hreinskilnir á köflum.
Yfirleitt var hún með Gregson-tvíburunum þegar hún varEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Áskorunin
Ísmolarnir bráðnuðu í vodkaglasinu hennar Miu Palinski. Það var táknrænt fyrir framtíð hennar og hvernig hún var að verða að engu fyrir framan nefið á henni.
Hún var nýorðin þrítug. Engu skipti þótt hún minnti sig margoft á að það væri kominn tími til að sættast við nýja lífið,
henni fannst samt að það hefði átt að vera hún sem sveif yfir gólfið í leikhúsinu í þokkafullum dansi.
Hún virti fyrir sér píanóleikarann hinum megin á barnum og velti því fyrir sér hvort þessi þunnhærði maður hefði einhvern tíma átt sér stærri drauma en að spila gamla slagara á fínum hótelbar í miðborg Boise. Flestir listamenn höfðu átt sér drauma um frægð og frama. Mia gat að minnsta kosti huggað sig við að hún var ekki sú eina sem farið hafði á mis við drauma sína.
Ekki sá hún ofsjónum yfir því að yndislegu nemendurnir hennar fengju tækifæri til að njóta sín í hlutverkum sínum sem
brúðkaupsgestir í uppsetningu Ungmennalistaklúbbs Idaho á Þyrnirós við tónlist Tsjaíkovskís. Verra þótti henni þó að vera föst baksviðs með frú Rosellino, sem var sannfærð um að sex ára gömul dóttir sín yrði heimsins frægasta dansmær.
Danskennararnir kölluðu mæðurnar sem óðu í villu og svíma varðandi framtíð barna sinna gjarnan hugsjónakonurnar. Madison Rosellino kæmist til dæmis aldrei í listaskóla nema henni tækist fyrir eitthvert kraftaverk að verða taktviss
og hætta að bora í nefið á sér meðan á sýningu stóð.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Glapræði
Á hverjum einasta morgni í þrjátíu ár, eða alla ævina, hafði Kylie Chatterson vaknað ein.
Þar til núna.
Hún velti sér á hliðina á fínu hóteldýnunni og glaðvaknaði.
Ljóshærður karlmaður, sem minnti á engil, lá við hliðina á henni og lét fara vel um sig.
Hver í ósköpunum var hann og hvernig hafði hann komist þangað?
Stæltur líkaminn var skorinn eins og marmarastytta af grískum guði, en þetta listaverk var mun hlýrra og raunverulegra.
Morgunsólin skein skært inn um gluggann, sem hún hafði greinilega gleymt að draga fyrir, og varpaði óþarfa ljósi á vaxandi skömm hennar.
Kylie hélt niðri í sér andanum og skipaði líkama sínum að halda kyrru fyrir svo að höfuðið á henni gæti áttað sig á staðreyndum málsins. Allt hringsnerist fyrir augunum á henni.
Fyrsta staðreynd var sú að hún hafði flogið til Reno til að taka þátt í blönduðu gæsapartýi vinkonu sinnar daginn áður. Þetta var herbergið sem henni hafði verið úthlutað í upphafi, vegna þess að skrautlega ferðataskan hennar stóð á töskuhillunni við fótagaflinn. Hún var að minnsta kosti þar sem hún átti að vera. Það var gott.
Önnur staðreynd: Hún mundi eftir því að hafa hitt nokkraEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Pabbi eftir pöntun
4. september
Kæri hermaður.
Ég heiti Hunter Walker. Ég er í fimmta bekk hjá ungfrú Gregson. Ég á heima í Sugar Falls í Idaho, sem er leiðinlegasti bær í heimi. Mér finnst gaman í fótbolta og hafnabolta, en mamma vill ekki leyfa mér að spila. Amma segir að pabbi hafi verið besti fótboltamaður sem Sugar Falls hafi nokkurn tíma átt, en hann dó þegar ég var lítill. Fyrst ég má ekki spila hef ég ekkert að gera þegar mamma er að vinna eða með vinkonum sínum.
Mamma er ágæt, en alltof mikið fyrir stelpudót. Hún á flott bakarí sem er frægt fyrir smákökur og vinkonur hennar eru alltaf að reyna að finna eitthvað handa mér að gera. Mia frænka fór með mig í jóga, en mér fannst hundleiðinlegt að vera eini strákurinn. Amma vill að mamma leyfi mér að spila fótbolta, en mamma neitar. Hún segir að amma sé of ýtin og þurfi að slaka á.
Amma er ágæt, nema þegar hún kaupir á mig föt sem eru ljót og alltof stór. Ég fæ aldrei að gera neitt skemmtilegt. Stundum sakna ég pabba, þó að ég muni ekki eftir honum. Það væri gaman að geta stundum talað við karlmann. Ég á eiginlega ekkert sameiginlegt með hinum strákunum í bekknum og þeir gera oft grín að mér.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.