Christine Rimmer

Jólakofinn
Jólakofinn

Jólakofinn

Published September 2023
Vörunúmer 452
Höfundur Christine Rimmer
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Alexandra Herrera hafði ekki hugmynd um að líf hennar væri að taka stakkaskiptum fyrr en hún opnaði spádómskökuna.
Alex var vinnusöm og metnaðargjörn kona á hraðri uppleið á lögmannsstofunni Kauffman, Judd og Tisdale
í Portland. Hún var að massa þetta og það vissu allir á stofunni.
Í janúar, eftir tvo mánuði, ætlaði einn meðeigandinn loksins að setjast í helgan stein. Alex tæki við stöðunni
hans. Aðeins þrjátíu og þriggja ára yrði hún meðal þeirra áhrifamestu í fyrirtækinu og myndi eiga hlut í því. Hún
hafði nefnilega aldrei haft áhuga á að vera meðeigandi án þess að eiga hlutabréf. Hún vildi fá allan pakkann, ekki
bara fínan titil. Hún vildi fá sinn hlut af völdunum og hagnaðinum og myndi öðlast það sem hún sóttist eftir. Í
því skyni hafði hún lagt gríðarlega hart að sér, nurlað og sparað til að geta borgað námslánin og keypt hlutabréfin.
Allt gekk henni í hag. Þó glímdi hún við svolítið vandamál. Það var ekki stórt en afskaplega þreytandi og að
undanförnu hafði það ekki látið hana í friði. Hún var alltaf að hugsa um föður sinn.
Fyrsta dag júnímánaðar, fyrir tæpu hálfu ári, hafði hinn áttatíu og þriggja ára gamli Leandro Herrera, sem
sagður var í fínu formi miðað við aldur, fengið hjartaáfall á golfvellinum við sveitaklúbbinn í Los Angeles. Hann
hafði andast í sjúkrabílnum á leiðinni að spítalanum.
Leandro hafði arfleitt Alex að öllum eigum sínum í 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is