Flýtilyklar
Alice Sharpe
Svikráð
Lýsing
Skylar Pope tók járnhliðið við bakdyrnar að listhúsi frænku sinnar úr lás og opnaði það. Þetta
hafði hún gert flesta morgna síðustu sex vikur.
Næst kom röðin að glerhurðinni og viðvörunarkerfinu. Síðan fór hún inn. Það glumdi í nýbónuðu viðargólfinu er hún gekk á hælaskónum
gegn um vinnustofuna og inn í sjálft galleríið og
kveikti ljósin í leiðinni.
Hún gekk rakleiðis að aðaldyrunum og tók þær
úr lás. Svo fór hún út á gangstéttina í Traterg með
felliskilti þar sem afgreiðslutími listhússins var
auglýstur. Hún skalf er kaldur vetrarvindurinn
næddi um fæturna á henni og upp undir pilsið.
Að þessu loknu fór hún aftur inn á vinnustofuna, fór úr yfirhöfninni og setti hana og hliðartöskuna sína í læstan skáp. Hún greiddi sér og
lagaði fjólubláa og gula kjólinn, sem hún hafði
lokið við að sauma kvöldið áður. Flíkina hafði
hún hannað sjálf og var ánægð með árangurinn.
Skylar saumaði næstum öll föt sín sjálf. Eleanor
frænka hennar hafði ekki beðið hana um að klæðast skárri fötum í vinnunni. Það eitt var skýrt
merki þess hversu veik hún var orðin.
Næst opnaði Skylar fjárhirsluna og tók út
skeljar, prýddar gimsteinum, sem hún stillti upp í
glugganum ásamt nokkrum glerstyttum og fáeinum öðrum verðmætum munum. Hún dáðist að
ljóma þeirra og gæðum.
Vel sterkt kaffi að hætti heimamanna í
Kanistan, sem var lítið ríki á Balkanskaga, var
næst á dagskrá. Meðan það var að renna á könnuna opnaði Skylar bleiku pappaöskjuna sem hún
hafði komið með úr bakarínu. Hún innihélt smákökur með sultufyllingu, sem voru skreyttar
gulln um og rauðum blómum. Þ