Ást og óvissa

Mannvonska
Mannvonska

Mannvonska

Published Apríl 2018
Vörunúmer 4. tbl. 2018
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Colin O‘Brien krosslagði hendurnar og reyndi eftir bestu getu að leyna því hvaða áhrif það hafði á hann að sjá Melissu Roark, sem nú hét Melissa Rancic, aftur. Colin var fjórði í röðinni af sex sonum hinna auðugu O‘Brienhjóna og hafði ekki orðið fyrir mikilli höfnun um ævina, enda heillandi maður og glæsilegur á velli. En Melissa hafði hafnað honum.
–Hvernig slapp nafnið hennar í gegnum skoðun öryggisvarðanna? spurði hann.
–Hún bað um að koma sem gestur Carolinu Jordan og fyrst hún var ekki á lista yfir hugsanlega ógnvalda samþykktu þeir hana, svaraði Cynthia og fórnaði höndum af áhyggjum.
Hún hafði unnið á búinu í rúm fimm ár, var orðin nátengd fjölskyldunni og vissi að það mátti ekki tala um Melissu. –Ég hélt að hún hefði flust burt fyrir ári. Ég vissi ekki að hún hefði skotið upp kollinum aftur.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is