Ást og óvissa

Leyndarhjúpur
Leyndarhjúpur

Leyndarhjúpur

Published September 2023
Vörunúmer 363
Höfundur K. D. Richards
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Nadia var með gæsahúð á handleggjunum og hún spenntist upp þar sem hún stóð í anddyrinu
í blokkinni sinni. Hún horfði vel í kringum sig til þess að sjá hvort það væri einhver að fylgjast
með henni. Það eina sem hún sá, eins og alla aðra morgna, var fólk á sömu leið og hún. Á leið
í vinnuna. Nema það fór aðeins hraðar yfir en aðra morgna vegna þess að það rigndi.
Nadia þrýsti veskinu og skjalatöskunni að sér og vonaði að hún næði að skýla sér betur fyrir
rigningunni undir regnhlífinni. Hárin aftan á hálsinum risu þegar hún gekk inn á gangstéttina.
Hún hafði ekki tíma fyrir vænisýki. Hún var nú þegar orðin tíu mínútum of sein í vinnuna. Það
skipti reyndar litlu máli þar sem hún var sinn eigin yfirmaður en hún átti að mæta á fund sem
hún vildi ekki verða of sein á.
Þú hefðir átt að hugsa um það á meðan þú gerðir þig fína fyrir vissan öryggissérfræðing
með kynþokkafull, brún augu.
Nadia sá spegilmynd sína í búðarglugga og hún hægði á sér til þess að skoða sig. Hún var í
þröngum, plómulituðum kjól sem undirstrikaði dökka húð hennar. Hann var alveg passlega
fleginn, ekki of kynþokkafullur og vinnuhæfur.
Svo fullkomnaði hvíta kápan útlitið. Hún hafði klætt sig svona til þess að líða vel og þegar hún
sá sjálfa sig í glugganum þá fannst henni hafa tekist vel til.
Hún átti skilið hamingju. Síðustu mánuðirnir höfðu verið þeir erfiðustu sem hún hafði upp
lifað. Hún gekk frá glugganum en snarstoppaði þegar hún sá mann hinu megin við götuna

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is