Tracy Madison

Nýtt hlutverk
Nýtt hlutverk

Nýtt hlutverk

Published Nóvember 2015
Vörunúmer 358
Höfundur Tracy Madison
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Hún hefði átt að gera það því þegar húseigendurnir reyndu
að ná sambandi við hana og gátu það ekki, héldu þeir að hún
hefði hætt við allt saman. Rökrétt ályktun við þessar kringum
stæður og líklega hefði hún ályktað það sama í þeirra
sporum. En þótt hún skildi ástæðuna breytti það núverandi
stöðu hennar ekkert.
Hún var föst.
Chelsea skalf bæði af tilfinningum og kulda þegar hún
opn aði afturdyrnar. –Sestu inn, elskan, sagði hún eins glaðlega
og hún gat. –Áætlunin okkar breyttist. Hvernig líst þér á
kvöldmat? Þú ert örugglega orðinn svangur.
–Ég hélt að við ættum að vera hérna. Henry brölti upp í
bílstólinn og nuddaði augun þreytulega. Ólíkt flestum börnum
svaf hann aldrei vel í bílum og löng ökuferðin hafði því
reynt á hann. Líka hana, en hún var orðin vön þreytu. –Ég vil
ekki keyra lengur.
–Við förum ekki langt, lofaði hún. –Ég sá nokkra veitinga
staði í miðbænum. Við getum fengið okkur borgara og
franskar. Eftir að hún hafði spennt beltið hans ýfði hún ljósbrúnt
hárið á kollinum á honum. –Eða viltu kannski enn eina
hnetusmjörssamloku?
Til að spara fyrir ferðinni höfðu þau að mestu borðað
hnetusmjörssamlokur síðustu vikurnar. Hún var viss um að
sonur hennar yrði ánægður með að fá uppáhaldsmatinn sinn
á alvöru veitingastað. Það var munaður sem hún hafði ekki
efni á en strákurinn varð að fá mat og hún varð að ákveða
hvað þau gerðu næst.
–Borgara! Henry brosti breitt. –Og rótarbjór!
–Mjólk, sagði hún. –Þú fékkst gos þegar við tókum
bensín.
–Ávaxtasafa?
–Mjólk, endurtók hún og lokaði bíldyrunum hans. Sonur
hennar reyndi alltaf að semja. Hún settist við stýrið, fór með
bæn í huganum og stakk lyklinum í kveikjulásinn

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is