Flýtilyklar
Tracy Madison
Fjallamaðurinn hennar
Lýsing
Heitu, letilegu sumardagarnir gætu ekki komið nógu fljótt.
Jæja, að minnsta kosti hvað hitann varðaði. Enginn sem bjó í
Steamboat Springs myndi lýsa sumrunum sem letilegum. Tíminn núnavar letilegur. Afslappandi. Kannski endurnærandi.
Ekki hjá Haley Foster. Henni hundleiddist.
Það var furðulegt. Vetrarvertíðin með öllum skíðamönnunum var að baki og áður en sumarvertíðin kæmi á fullu, ætti hún
að njóta rólegheitanna. Þannig hafði það alltaf verið. Þetta árið
var hún hins vegar... eirðarlaus.
Meira en það. Henni fannst hún stöðugt vera að bíða þess að
eitt hvað... hvað sem er... gerðist. Hún vissi ekki hvað. Bara
eitt hvað.
Og þess vegna gat hún ekki beðið eftir sumrinu. Túristarnir
kæmu til að eyða fríunum sínum hérna og fara í flúðasiglingar,
gönguferðir, á kanóa og gera annað sem var í boði. Þá myndi
syfjulegur bærinn vakna á ný. Þá yrði hún önnum kafin allan
daginn og hefði ekki tíma til að velta fyrir sér eirðarleysi.
Hún andvarpaði og hallaði sér aftur í sætinu á Beanery,
kaffi húsinu í bænum, og reyndi að fylgjast með Suzette
Solomon vinkonu sinni. Þær höfðu farið saman í spinningtíma
snemma á laugardagsmorgninum, nú áttu þær að gera vel við
sig með heitum drykk og spjalli.
Suzette var að segja fyndna sögu um einn af nemendunum
hennar í fjórða bekk. Haley hló og skaut inn orði hér og þar,
samt gat hún ekki slakað á. Fjandinn! Hún hafði talið að púl