Flýtilyklar
Tara Taylor Quinn
Sonarhvarfið
Lýsing
Girnileg.
Johnny Brubaker klemmdi aftur augun og opnaði þau ekki fyrr en hann var viss um að sjá ekkert annað en pappaskálarnar sem þöktu bekkinn í matarbílnum.
Hann leit á seðlana sem héngu á snúrunni fyrir ofan töfluna.
Hann jós hrísgrjónum, svörtum baunum og grænum og lauk í skál og bætti síðan við blaðsalati og sinni frægu salatsósu. Hann lokaði skálinni, festi seðilinn á hana og sneri sér að þeirri næstu. Þar var beðið um nautakjöt og síðan kom ein með svínakjöti. Það tók hann aðeins tæpa mínútu að útbúa skálarnar þrjár og hann gætti þess að láta augun ekki hvarfla annað á meðan.
Það gekk ágætlega þangað til kona nokkur við afgreiðslugluggann á bílnum hans, Englafæði, lagði spurningu fyrir konuna sem tók við pöntununum.
–Johnny?
Tabitha Jones, hjúkrunarfræðingurinn sem aðstoðaði hann á frídögum sínum, kallaði á hann og auðvitað leit hann ósjálfrátt á hana.
Þarna var þessi yndislegi bakhluti aftur. Hvernig stóð á því að hann hafði fríkkað svona frá í gær? Í hálft ár höfðu þau
unnið saman þarna. Þau höfðu verið nágrannar í níu mánuði og orðið góðir vinir. Var hann allt í einu að taka eftir henni á þennan hátt núna?
–Já?
Hann sneri sér aftur að skálunum og fann að karlmaðurinn við lúguna horfði á hann, en honum var hjartanlega sama. Bíllinn hafði staðið á götu við ströndina í San Diegó í rúma þrjár stundir og allan þann tíma höfðu viðskiptavinir verið að glápa á hann inn um lúguna.
–Heilbrigðisfulltrúinn spyr hvort hann megi koma inn, sagði Tabitha hikandi.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók