Morðin í Arnarfjöllum

Staðfastur vörður
Staðfastur vörður

Staðfastur vörður

Published Nóvember 2019
Vörunúmer 69
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gult var alltof glaðlegur litur fyrir morðhótun.
Brenda Stenson starði á blaðið sem lá á borðinu fyrir framan hana. Fjörleg teikning af blómum var neðst á blaðinu svo að orðin sem skrifuð voru á það með kolsvörtu bleki hljómuðu næstum eins og brandari. En það var samt ekkert fyndið við skilaboðin, öll með stórum stöfum.
BRENNDU BÓKINA EF ÞÚ VILT HALDA LÍFI.
Þessi stuttu skilaboð á þessu fjörlega blaði höfuðu verið í samskonar gulu umslagi sem var límt á hurð aðalinngangsins á Sögusafni Eagle Mountain. Brenda kom auga á það er hún mætti til vinnu á mánudagsmorgni og gladdist yfir því
að einhver vinkvenna hennar væri áreiðanlega að senda henni fyrirfram afmæliskveðju. Það voru að vísu tíu dagar í afmælið hennar en eins og Lacy, besta vinkona hennar, hafði bent á fyrir tveim dögum var þrítugsafmæli svo stór áfangi að því bar að fagna í heilan mánuð.
Skilaboðin komu henni svo sannarlega á óvart, en ekki ánægjulega. Fyrst þegar Brenda las þau varð hún ringluð eins og um væri að ræða orð á útlensku eða fornmál. Þegar hún áttaði sig á hvers kyns var fann hún til ógleði og svima. Sá sem sendi svonalagað gat ekki verið með öllum mjalla. Hvað átti þetta eiginlega að þýða? Hún hafði aldrei gert flugu mein, og átti þetta alls ekki skilið. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is