Flýtilyklar
Morðin í Arnarfjöllum
Á refilstigu
Lýsing
Gage Walker taldi sig ekki vera hjátrúarfullan mann, en hann hann vildi samt ekki storka örlögunum. Ekki monta sig af ríkidæmi því að þá var eins víst að kæmi að skuldadögum og allt færi í súginn. Ekki ætla í veiðitúr í apríl og skilja regnfötin eftir heima af því að það var sólskin þegar lagt var af stað. Ekki kvarta undan ekkert væri að gera í vinnunni því að þá var eins víst að krafist yrði yfirvinnu út næstu viku.
Ef maður vann sem lögreglufulltrúi í fáfarinni sveit var gott að ekkert væri að gera og hann minnti alltaf nýliða og varamenn á það.
Ef ekkert var að gera var lítið um afbrot og allir voru ánægðir. Það gæti látið tímann líða hraðar og verið spennandi ef alvöru glæpir voru framdir, en það þýddi líka að einhver beið tjón eða meiddist. Í versta falli væri þá einhver dáinn.
Maðurinn og konan á tjaldstæðinu upp undir Dakotaási voru svo sannarlega dáin. Hvort um sig hafði verið skotið í hnakkann eins og um aftöku hefði verið að ræða. Bæði voru á fertugsaldri og að öllum líkindum verið fallegt
par áður en einhver hafði bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þau í höfuðið. Samkvæmt ökuskírteininu í veski mannsins var þetta Greg Hood, búsettur í Denver.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók