Flýtilyklar
Judy Duarte
Hermaðurinn
Lýsing
Ef Clay Masters, höfuðsmaður, hefði ekki verið svona upptekinn af kynþokkafullu, dökkhærðu konunni í rauða bikiníinu hefði hann kannski ekki fengið fótboltann í höfuðið. Fjandinn. Hann leit á gömlu félagana sína úr miðskólanum, sem hlógu báðir ógurlega, og sótti síðan boltann. Á undanförnum þrettán árum hafði hann haldið sambandi við Stegg og Ponsjó í gegnum tölvupóst, textaboð og stöku símtöl, en þeir höfðu ekki varið neinum tíma saman að ráði síðan þeir fóru hver í sinn háskólann. Margur hefði þó ætlað annað. Um leið og þeir hittust á laugardegi í komusalnum í flugstöðinni í Honolúlú var eins og þeir hefðu aldrei farið hver í sína áttina. Nú voru þeir komnir á norðurströnd eyjarinnar Óahú og nutu þess að vera í verðskulduðu fríi. Brimbrettatímabilinu hafði lokið fyrir mörgum vikum. Ströndin var því fámenn. Þar voru raunar engir nema vinirnir þrír og fíngerða, dökkhærða konan sem lá á handklæði í sandinum. Ponsjó gaf Clay olnbogaskot og kinkaði kolli í átt að konunni. –Hún tekur sig svo sannarlega vel út í rauðu bikiníi. Það voru orð að sönnu. Clay hafði ekki getað haft af henni augun síðan hún kom sér fyrir í sandinum. Og þegar hún bar á sig sólarvörnina hafði honum þótt afar freistandi að bjóða fram aðstoð sína. En hann var ekki þangað kominn til að reyna við fyrsta kvenmann sem hann sá. Hann langaði til að njóta þess að vera með vinum sínum. Þegar þeir komu hafði hann skipt um föt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók