Judy Duarte

Fósturbörnin
Fósturbörnin

Fósturbörnin

Published Maí 2022
Vörunúmer 436
Höfundur Judy Duarte
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Rannsóknarlögregluþjónninn Adam Santiago fór aldrei í grímubúning. Stundum þurfti hann reyndar að fara í dulargervi þegar hann var í leynilegri eftirlitsaðgerð, en það taldist varla með. Nú var hann hins vegar kominn á fjáröflunarsamkomu fyrir góðgerðarsamtök, klæddur eins og Zorró. Náunginn í búningaversluninni hafði reynt að fá hann til að kaupa skylmingasverð, en Adam hafði hafnað því þó að sverðið væri vitaskuld ekki ekta. Búningurinn var nógu hallærislegur. Hann bjóst ekki við að þurfa á leikmunum að halda til að flækja málin. Hann hafði að sjálfsögðu keypt svörtu augnagrímuna, sem lá í farþegasætinu. Ef hann væri ekki með augnaumbúnað Zorrós myndi fólk kannski halda að hann hefði bara gleymt að strauja skyrtuna sína. Eða að hann væri nautabani. Margir yrðu hissa að sjá hann þarna, enda var hann mun hrifnari af minni samkvæmum, til dæmis nokkrum ölglösum með vinunum á uppáhaldskránni sinni. Ekki var verra að eiga rómantískt stefnumót að kvöldlagi sem endaði með morgunverði. En samkvæmi kvöldsins var undantekning frá reglunni. Adam hafði meira að segja greitt hundraði dali til þess að koma til þessarar kvöldstundar, sem myndi koma sér vel fyrir tvö eftirlætis góðgerðarsamtök hans í Brightondal, búgarðinn Ruggustólinn og barnaheimilið Krakkabæ. Þegar hann frétti af því að til stæði að halda fjáröflunarsamkomuna ákvað hann að gefa væna fúlgu til málstaðarins og segja fólkinu sem fyrir samkomunni stóð að hann þyrfti því miður að vinna

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is