Amy Ruttan

Frost og funi
Frost og funi

Frost og funi

Published 1. nóvember 2014
Vörunúmer 320
Höfundur Amy Ruttan
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Við höfum fullkomnar aðstæður hér á Bayview Grace og á
meðal starfsfólks okkar eru sumir af bestu skurðlæknum landsins. Dr. Virginia Potter gnísti tönnum en brosti svo sínu besta
brosi til stjórnarinnar og fjárfestanna.
Hún þoldi ekki þennan hluta starfsins en sem yfirmaður
skurðdeildarinnar neyddist hún til að sinna því. Hún vildi frekar
skíta sig út, vinna með hinum neyðarlæknunum, en hún var vön
smjaðrinu. Að vinna fyrir styrkjum og vera á listum ótal skólastjóra hafði kennt henni að sannfæra fólk. Þannig hafði hún
komist í gegnum skólann. Barnæska hennar hafði vissulega ekki
búið hana undir það.
Virginia saknaði þess samt að bjarga mannslífum. Hún fékk
enn tíma á skurðstofunni en alls ekki eins mikinn og hún vildi.
Þetta er það sem þú vildir, sagði hún við sjálfa sig. Það var
frami eða fjölskylda. Enginn millivegur. Faðir hennar hafði
sannað það fyrir henni. Hann hafði eytt meiri tíma með fjölskyldunni í stað þess að rísa upp í starfi. Vegna þess, og af því
að hann hafði lent í slysi, hafði honum strax verið sagt upp
þegar verksmiðjan færði sig suður á bóginn. Virginia hafði lært
á því. Til að ná árangri, gat maður ekki átt bæði.
Það voru gildin sem faðir hennar hafði kennt henni. Að reyna
alltaf það besta, að teygja sig til toppsins. Það var fórn sem maður
þurfti að færa. Það var staðan sem hún vildi.
Að gera ekki sömu mistök í lífinu og hann hafði gert. Tryggja
þak yfir höfuðið og mat á borðið. Það var það sem henni hafði
verið kennt að væri merki árangurs.
Aðrir eiga bæði.Hún ýtti þeirri hugsun frá sér. Nei. Hún vildi
ekki fjölskyldu. Hún gat ekki misst fleiri. Hún ætlaði ekki að

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is