Sjúkrasögur

Ómótstæðileg freisting
Ómótstæðileg freisting

Ómótstæðileg freisting

Published 1. október 2014
Vörunúmer 319
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Hjálp!
Gabríel sneri höfðinu, reyndi að átta sig á því hvaðan ópið
hafði borist úr mannþrönginni hafnarmegin. Venezia Passegeri
var full... aðallega af áhöfn og starfsfólki hafnarinnar. Verið var
að flytja kerrur, sem voru fullar af farangri farþega og lygilega
miklu magni af ferskum matvælum, um borð í skemmtiferðaskipið fyrir framan hann og allt þetta hindraði útsýni hans.
–Hjálp! Hérna. Einhver, hjálpið mér!
Ópið barst gegnum mannþröngina, fólk sneri höfði og horfði í
áttina þaðan sem ópið kom. Það tók Gabríel ekki nema nokkrar
sekúndur að sjá að ópið barst frá hafnarbakkanum. Hann lét
töskuna sína detta og tróðst gegnum þyrpinguna. Kona stóð nálægt brúninni, náföl, andardrátturinn hraður og grunnur. Skjálfandi hönd hennar benti að sjónum.
Augnaráð Gabríels elti fingurinn. Þarna, í sjónum, var barn...
unglingur... sem braust um í öldunum sem þegar virtust hafa
náð taki á honum. Hann hlaut að vera nýdottinn út í en þessi
hluti hafnarinnar var alveg í útjaðri Feneyja næst hafinu, hann
hóstaði og tók andköf en öldurnar þeyttu honum upp og niður
og voru að soga hann með sér út á haf.
Gabríel hugsaði ekki einu sinni. Stakk sér bara. Beint í
grugg ugan  sjóinn.
Nú höfðu nokkrir áhafnarmeðlimir séð að eitthvað gekk á og
kölluðu hraðmæltir á ítölsku. Gabríel synti hratt í áttina að
drengnum. Það tók hann ekki nema nokkrar sekúndur að óska
þess að hann hefði gefið sér tíma til að fara ú

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is