Sjúkrasögur

Ný byrjun
Ný byrjun

Ný byrjun

Published Maí 2021
Vörunúmer 398
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Mamma hins fimm ára gamla Eleazar Rohal kraup fyrir framan hann og tók um axlir hans. Hann gat ekki munað það sem hún sagði, en hann gat munað nákvæmlega það augnablik þegar veröld hans breyttist að eilífu. Augu hans skynjuðu alvarlegu mennina sem stóðu við sitt hvora hlið hennar, menn með svip sem hræddu hann, og það hvernig munnur mömmu hans skalf þegar hún sagðist þurfa að fara burt um tíma.
Hann leit til hliðar þar sem Maddie frænka stóð í dyragættinni og fylgdist með, tárin runnu niður andlit hennar. Þegar mamma hans stóð loksins upp kinkaði hún kolli til Maddie, sem gekk að honum og tók í hönd hans. Ellis hristi sig lausan, reyndi frekar að komast nær mömmu sinni. En hún tók skref til baka, nóg til að vera utan seilingar.
Hann stoppaði. –Mamma?
–Vertu góður, Ellis. Mundu að mamma elskar þig. Núna og alltaf.
En hún gerði það ekki, þá hefði hún verið um kyrrt hjá honum.
Fimm ár liðu. Síðan tíu. Og þó Maddie væri góð og ástrík, hafði Ellis aldrei verið fær um að þurrka út sársaukann við
skyndilega brottför móður hans, eða óttann um að Maddie yrði líka tekin burt af fólki sem hann þekkti ekki. Maddie hafði forðast spurningar hans um það hvort mamma hans væri í fangelsi eða hefði verið rænt, og endurtók einfaldlega orðin sem hún hafði sagt ótal sinnum áður... Mamma varð að fara burt en hún myndi aldrei hætta að elska hann.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is