Sjúkrasögur

Herlæknirinn
Herlæknirinn

Herlæknirinn

Published Júní 2020
Vörunúmer 387
Höfundur Dianne Drake
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Fögur var hún þar sem hún stóð úti í garði og naut morgunbirtunnar.
Hann horfði á hana um þetta leyti á hverjum degi. Hún fór í gönguna sína, sat í nokkrar mínútur á lágum steinvegg við
blómabeðin og gekk síðan inn á ný.
Einu sinni hafði hann velt því fyrir sér hvað lægi svona þungt á henni. Hún var með sama svip og margir sjúklinga
hans. Hún brosti ævinlega við honum og heilsaði honum kurteislega. En á bak við brosið bjó einhver dapurleiki.
Hún hét Lizzie.
En hvað þýddi svo sem fyrir hann að reyna að greina hana?
Ef hann hefði ekki fundið ljósmynd í pjönkum sínum hefði hann ekki vitað að hann hefði verið trúlofaður. Það var merkilegt hversu þokukenndar minningarnar um hana voru áður en hann lenti í slysinu. Nancy var andlit sem hann mundi óljóst eftir úr heimi sem var honum næstum gleymdur. Hann mundi ekki einu sinni hvernig eða hvers vegna þau höfðu trúlofast.
Hún virtist alls ekki vera hans manngerð. Hún var of ístöðulaus, uppáþrengjandi og ágjörn.
Lizzie í garðinum virtist aftur á móti vera fullkomin. Fögur, snjöll og í fullkomnu jafnvægi við allt og alla.
Hvað var eiginlega um að vera? Hafði hann breyst svo mikið að kona, sem hann hafði eitt sinn laðast að, höfðaði ekki til 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is