Sjúkrasögur

Heitur snjór
Heitur snjór

Heitur snjór

Published Júní 2015
Vörunúmer 327
Höfundur Annie Claydon
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Þrjátíu skref að hliðinu hennar. Neve taldi þau öll. Eftir það
nægðu tíu skref til að færa hana eftir stígnum. Þau reyndust
vera ellefu af því að hún rann til á svellinu og greip í handriðið á veröndinni til að styðja sig. Þung sjúkrataskan hennar
lenti á jörðinni.
Hún veifaði hendinni fyrir framan skynjarann sem tengdur
var við ljósið á veröndinni. Ekkert gerðist. Það var ennþá rafmagnslaust. Gaseldavélin í eldhúsinu myndi þó gefa frá sér
yl og hún hlakkaði til að komast inn. Einmitt þegar hún var
að stinga lyklinum í skrána, hringdi farsíminn hennar. Fjárinn. Ef hún þyrfti að fara aftur út í snjóinn í kvöld...
Þá yrði bara að hafa það. Hún gengi aftur frá húsinu og
vonaði að það tæki ekki tuttugu mínútur að koma bílnum í
gang í það skiptið. Hún sá sjálfa sig fyrir sér að drekka heitt
kakó og láta tærnar þiðna við eldavélina en nú var sú hugmynd að dofna í huga hennar.
–Já, Maisie. Hvað ertu með handa mér?
–Góðar fréttir...
–Er það? Neve hætti á frekari vonbrigði og opnaði útidyrnar, steig inn fyrir og lagði frá sér töskuna á ganginum. Það
var lítið hlýrra hérna en eldhúsdyrnar voru lokaðar gegn
kuldanum í hinum hlutum gamla sveitahússins. –Er óhætt
fyrir mig að fara úr kápunni?
–Ertu ekki enn komin heim?

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is