Sjúkrasögur

Gamla húsið
Gamla húsið

Gamla húsið

Published Desember 2017
Vörunúmer 357
Höfundur Alison Roberts
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hvernig gat svo margt farið svona skelfilega úrskeiðis?
Ellie Thomas fann útlínur símans sem hún hélt upp að eyranu. Brúnirnar urðu skarpari þegar hún herti takið á símanum, urðu áþreifanlegar og raunverulegar.
Það sem hún hafði heyrt gat alls ekki verið raunverulegt.
Eða hvað?
–Ava…ertu þarna ennþá?
Það var andartaksþögn og síðan heyrði hún aftur rödd vinkonu sinnar. Bestu vinkonu eins lengi og hún mundi eftir sér.
Sambandið hafði enst alla barnæskuna, í gegnum áfallið sem fylgdi skurðaðgerð og lyfjameðferð Övu þegar þær voru unglingar. Hún átti góðar minningar frá því að hún var brúðarmær Övu tveimur árum áður og dekkri minningar tengdar örvæntingu bestu vinkonu sinnar yfir því að geta ekki orðið móðir, sem var fylgifiskur meðferðarinnar sem hafði bjargað lífi hennar. Vinskapurinn hafði virst órjúfanlegur, þar til fyrir tveimur vikum…
–Já…ég er ennþá hérna. Hún heyrði niðurbælt snökt. –Mér þykir þetta leitt, mér þykir þetta svo leitt, Ellie.
Leitt? Eins og það kippti bara öllu í lag?
–Hvar ertu? Ellie heyrði hljóðið í einhvers konar tilkynningu og hávær umhverfishljóð. Var Ava stödd á lestarstöð?
–Talaðu við mig, Ava. Við getum leyst úr þessu. Ég hef verið að reyna að hringja í þig í heila viku.
Alveg síðan að hún hafði heyrt að Marco, glæsilegur en heldur hviklyndur eiginmaður Övu, hefði pakkað saman og

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is